Of langt gengið 23. janúar 2012 06:00 Kallað er eftir bættum samgöngum í öllum landsfjórðungum. Ákveðið var 2009 að taka Vaðlaheiðargöng sérstaklega út úr röðinni, þótt þau væru ekki í röð brýnustu framkvæmda, enda myndi umferðin kosta framkvæmdina að fullu. Nú liggur fyrir að ríkissjóður mun bera kostnaðinn og óvíst er um endurgreiðslur. Samt er ætlun stjórnvalda að hraða jarðgangagerðinni. Nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá júní 2010 skýrir stöðuna í knöppu máli. Fjárhagsstaða ríkissjóðs er afar þröng og því verður ekki hægt að ráðast í ýmis brýn og ábatasöm verkefni í næstu framtíð. Stjórnvöld geta ekki tekið á sig frekari skuldbindingar. Forsenda Vaðlaheiðarganga er að það gangi eftir. Fyrrverandi samgönguráðherra sagði ítrekað í viðtali við Rás 2 þann 2. nóvember 2011, að alltaf hefði verið miðað við að ekki kæmi króna frá ríkinu til verksins og að það tefði ekki aðrar framkvæmdir. En skýrsla IFS sýnir annað. Ætlunin er að ríkissjóður leggi út fyrir öllum framkvæmdunum og fjármagnskostnaði. Þegar göngin hafa verið í rekstri í þrjú ár verður látið á það reyna hvort fyrirtækið um göngin geti aflað sér lánsfjár til þess að endurgreiða ríkinu. Ríkið tekur áhættuna af umframkostnaði, verðbólgu, umferð og veitir félaginu auk þess ábyrgð fyrir láninu. Þetta er orðið að venjulegri ríkisframkvæmd. Ástæða viðsnúningsins er einföld. Umferðin mun ekki standa undir stofnkostnaði nema að hluta til. Það átti ekki að koma neinum á óvart. Vorið 2008 samþykkti Alþingi, að tillögu Kristjáns L. Möllers, að ráðist yrði í Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd og að ríkið myndi fjármagna þau að hálfu. Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi þann 17. apríl að hann hefði reiknað út að göngin ættu að geta séð um 45-60% af kostnaðinum. Fullyrðingar ári síðar um að ríkið þyrfti ekkert að greiða voru alltaf reistar á sandi. Það er of langt gengið að knýja fram Vaðlaheiðargöng, á röngum forsendum, en eiga ekki fyrir Vestmannaeyjaferju sem hæfir nýrri höfn og fresta Dýrafjarðargöngum um átta ár. Það þarf öruggar heilsárssamgöngur alls staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Kallað er eftir bættum samgöngum í öllum landsfjórðungum. Ákveðið var 2009 að taka Vaðlaheiðargöng sérstaklega út úr röðinni, þótt þau væru ekki í röð brýnustu framkvæmda, enda myndi umferðin kosta framkvæmdina að fullu. Nú liggur fyrir að ríkissjóður mun bera kostnaðinn og óvíst er um endurgreiðslur. Samt er ætlun stjórnvalda að hraða jarðgangagerðinni. Nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá júní 2010 skýrir stöðuna í knöppu máli. Fjárhagsstaða ríkissjóðs er afar þröng og því verður ekki hægt að ráðast í ýmis brýn og ábatasöm verkefni í næstu framtíð. Stjórnvöld geta ekki tekið á sig frekari skuldbindingar. Forsenda Vaðlaheiðarganga er að það gangi eftir. Fyrrverandi samgönguráðherra sagði ítrekað í viðtali við Rás 2 þann 2. nóvember 2011, að alltaf hefði verið miðað við að ekki kæmi króna frá ríkinu til verksins og að það tefði ekki aðrar framkvæmdir. En skýrsla IFS sýnir annað. Ætlunin er að ríkissjóður leggi út fyrir öllum framkvæmdunum og fjármagnskostnaði. Þegar göngin hafa verið í rekstri í þrjú ár verður látið á það reyna hvort fyrirtækið um göngin geti aflað sér lánsfjár til þess að endurgreiða ríkinu. Ríkið tekur áhættuna af umframkostnaði, verðbólgu, umferð og veitir félaginu auk þess ábyrgð fyrir láninu. Þetta er orðið að venjulegri ríkisframkvæmd. Ástæða viðsnúningsins er einföld. Umferðin mun ekki standa undir stofnkostnaði nema að hluta til. Það átti ekki að koma neinum á óvart. Vorið 2008 samþykkti Alþingi, að tillögu Kristjáns L. Möllers, að ráðist yrði í Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd og að ríkið myndi fjármagna þau að hálfu. Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi þann 17. apríl að hann hefði reiknað út að göngin ættu að geta séð um 45-60% af kostnaðinum. Fullyrðingar ári síðar um að ríkið þyrfti ekkert að greiða voru alltaf reistar á sandi. Það er of langt gengið að knýja fram Vaðlaheiðargöng, á röngum forsendum, en eiga ekki fyrir Vestmannaeyjaferju sem hæfir nýrri höfn og fresta Dýrafjarðargöngum um átta ár. Það þarf öruggar heilsárssamgöngur alls staðar.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar