Þungavigtarmaður í fagráði fyrir RFF 23. janúar 2012 11:00 Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, og Ellen Loftsdóttir, listrænn stjórnandi, eru byrjaðar á fullu í undirbúningi hátíðarinnar. fréttablaðið/stefan Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp RFF Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp
RFF Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira