Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, bætti eigið Íslandsmet í 600 metra hlaupi innanhúss á Jólamóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöll í gær.
Aníta kom í mark á tímanum 1:27,73 sekúndur og bætti ársgamalt Íslandsmet sitt um tæpar fimm sekúndur.
Þetta er annað Íslandsmet Anítu á fimm dögum því bún bætti 34 ára gamalt Íslandsmet í 1000 metra hlaupi innanhúss á sunnudaginn.
Aníta bætti sig um sex sekúndur

Tengdar fréttir

Aníta bætti elsta Íslandsmetið innanhúss
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan stórefnilega úr ÍR, setti í dag glæsilegt Íslandsmet í þúsund metra hlaupi á Aðventumóti Ármanns í Laugardalshöll.