Fjárfestar í Bandaríkjunum eru sagðir spenntir fyrir nýjustu afurðinni frá Google sem enn er á vinnslustigi, og hefur gengið undir nafninu X Phone. Um er að ræða blöndu af síma og handtölvu, sem á að henta vel fyrir myndatökur, samfélagsmiðla og ýmsa vinnu, að því er segir í frétt Wall Street Journal.
Google unnið að tækinu frá því það keypti símaframleiðandann Motorola fyrir 12,5 milljarða dala, eða tæplega 1.600 milljarða króna í fyrra.
Vonir standa til þess að hið nýja tæki komi á markað snemma á næsta ári, en ekkert hefur þó verið gefið upp um nákvæmar dagsetningar ennþá, að sögn Wall Street Journal.
Sjá má umfjöllun Wall Street Journal hér.
Beðið eftir nýju tæki frá Google
