Sport

Megatron sló sautján ára gamalt met Jerry Rice

Johnson hleypur hér með boltann til pabba síns sem brosir allan hringinn.
Johnson hleypur hér með boltann til pabba síns sem brosir allan hringinn.
Maðurinn sem þeir kalla Megatron, Calvin Johnson leikmaður Detroit Lions, sló eitt af glæsilegri metum NFL-deildarinnar á laugardag. Það met átti goðsögnin Jerry Rice.

Megatron er kominn með flesta metra á einu tímabili í sögu útherja deildarinnar. Metrarnir eru orðnir 1.892 en hið sautján ára gamla met Rice var 1.848.

"Þetta var mjög sérstök stund," sagði Johnson en hann hljóp með boltann til föður síns er hann var búinn að setja metið.

Það sem meira er þá var Johnson að grípa bolta fyrir meira en 100 metrum áttunda leikinn í röð. Það er NFL-met. Þriðja metið sem féll var að þetta var leikur númer fjögur í röð þar sem hann grípur tíu bolta eða fleiri.

Magnaður árangur hjá ótrúlegum leikmanni sem byrjaði tímabilið illa ofan á allt annað.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×