NBA: Los Angeles liðin á siglingu - Miami vann OKC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. desember 2012 10:31 LeBron James Mynd/AP Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta á jóladag og þar hélt sigurganga beggja Los Angeles liðanna áfram. Los Angeles Clippers vann sinn fjórtánda leik í röð en Los Angeles Lakers vann sinn fimmta leik í röð og náði með því aftur fimmtíu prósent sigurhlutfalli. Miami Heat vann Oklahoma City Thunder í uppgjöri liðanna sem mættust í lokaúrslitunum á síðustu leiktíð. Boston Celtics og Houston Rockets unnu einnig sína leiki á jóladag.LeBron James og Dwyane Wade skoruðu saman 50 stig þegar Miami Heat vann Oklahoma City Thunder 103-97 eftir æsispennandi lokakafla. James var með 29 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mario Chalmers skoraði 20 stig en Miami hefur nú unnið fimm leiki í röð á móti OKC. Kevin Durant var með 33 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook skoraði 21 stig en báðir áttu þeir möguleika á því að jafna leikinn í blálokin. Miami-liðið hefur nú unnið 19 af fyrstu 25 leikjum sínum sem er jöfnun á félagsmeti.Jamal Crawford skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers fagnaði sínum fjórtánda sigri í röð með því að vinna Denver Nuggets 112-100. Matt Barnes bætti við 20 stigum en bekkurinn hjá Clippers var með 64 stig í þessum leik. Kosta Koufos og Jordan Hamilton skoruðu báðir 16 stig fyrir Denver.Kobe Bryant var allt í öllu þegar Los Angeles Lakers vann New York Knicks 100-94 en þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð. Bryant skoraði 34 stig í leiknum en þetta var níundi leikurinn í röð þar sem hann skoraði 30 stig eða meira. Metta World Peace var með 20 stig og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Carmelo Anthony var með 34 stig fyrir New York.James Harden var með 26 stig og Jeremy Lin bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 120-97 sigur á Chicago Bulls. Omer Asik var með 20 stig og 18 fráköst á móti sínum gömlu félögum og Chandler Parsons skoraði 23 stig en þetta var sjötti sigur Houston í síðustu sjö leikjum. Nate Robinson var stigahæstur hjá Chicago með 27 stig og Marco Belinelli skoraði 15 stig.Rajon Rondo skoraði 19 stig þegar Boston Celtics vann Brooklyn Nets 93-76. Nýliðinn Jared Sullinger skoraði 16 stig og Jeff Green var með 15 stig. Gerald Wallace og Brook Lopez voru stigahæstir hjá Brooklyn með 15 stig hvor en þetta var fjórða tap liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Boston Celtics 76-93 Los Angeles Lakers - New York Knicks 100-94 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 103-97 Chicago Bulls - Houston Rockets 97-120 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 112-100 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta á jóladag og þar hélt sigurganga beggja Los Angeles liðanna áfram. Los Angeles Clippers vann sinn fjórtánda leik í röð en Los Angeles Lakers vann sinn fimmta leik í röð og náði með því aftur fimmtíu prósent sigurhlutfalli. Miami Heat vann Oklahoma City Thunder í uppgjöri liðanna sem mættust í lokaúrslitunum á síðustu leiktíð. Boston Celtics og Houston Rockets unnu einnig sína leiki á jóladag.LeBron James og Dwyane Wade skoruðu saman 50 stig þegar Miami Heat vann Oklahoma City Thunder 103-97 eftir æsispennandi lokakafla. James var með 29 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mario Chalmers skoraði 20 stig en Miami hefur nú unnið fimm leiki í röð á móti OKC. Kevin Durant var með 33 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook skoraði 21 stig en báðir áttu þeir möguleika á því að jafna leikinn í blálokin. Miami-liðið hefur nú unnið 19 af fyrstu 25 leikjum sínum sem er jöfnun á félagsmeti.Jamal Crawford skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers fagnaði sínum fjórtánda sigri í röð með því að vinna Denver Nuggets 112-100. Matt Barnes bætti við 20 stigum en bekkurinn hjá Clippers var með 64 stig í þessum leik. Kosta Koufos og Jordan Hamilton skoruðu báðir 16 stig fyrir Denver.Kobe Bryant var allt í öllu þegar Los Angeles Lakers vann New York Knicks 100-94 en þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð. Bryant skoraði 34 stig í leiknum en þetta var níundi leikurinn í röð þar sem hann skoraði 30 stig eða meira. Metta World Peace var með 20 stig og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Carmelo Anthony var með 34 stig fyrir New York.James Harden var með 26 stig og Jeremy Lin bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 120-97 sigur á Chicago Bulls. Omer Asik var með 20 stig og 18 fráköst á móti sínum gömlu félögum og Chandler Parsons skoraði 23 stig en þetta var sjötti sigur Houston í síðustu sjö leikjum. Nate Robinson var stigahæstur hjá Chicago með 27 stig og Marco Belinelli skoraði 15 stig.Rajon Rondo skoraði 19 stig þegar Boston Celtics vann Brooklyn Nets 93-76. Nýliðinn Jared Sullinger skoraði 16 stig og Jeff Green var með 15 stig. Gerald Wallace og Brook Lopez voru stigahæstir hjá Brooklyn með 15 stig hvor en þetta var fjórða tap liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Boston Celtics 76-93 Los Angeles Lakers - New York Knicks 100-94 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 103-97 Chicago Bulls - Houston Rockets 97-120 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 112-100
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira