Flautukarfa Smith tryggði Knicks sigur | Fjörutíu stig Kobe dugðu ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2012 09:25 Nordicphotos/getty J.R. Smith var hetja New York Knicks sem vann ótrúlegan tveggja stiga sigur á Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt. Fjörutíu stig Kobe Bryant í Denver dugðu Lakers ekki til sigurs. Knicks var án Carmelo Anthony og Raymond Felton þegar liðið heimsótti Phoenix Suns í Arizona í nótt. Heimamenn höfðu tveggja stiga forskot þegar skammt var til leiksloka en þá tók J.R. Smith til sinna ráða. Smith jafnaði með fallegu stökkskoti þegar rúmar tíu sekúndur lifðu leiks og endurtók leikinn í þann mund er lokaflautið gall. Lokatölurnar 99-97 gestunum frá New York í vil. „Ég veit ekki hvaða orð þú vilt nota en hann elskar þessi augnablik," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Knicks, um tilþrif liðsfélaga síns. Sigurkarfan kom eftir innkast frá Kidd eftir að Suns hafði tapað boltanum þegar sekúnda var eftir af leiktímanum. Jared Dudley skoraði 36 stig fyrir Phoenix, hans hæsta stigaskor, og kom meðal annars heimamönnum í 97-95 með tveimur vítaskotum 34 sekúndum fyrir leikslok. Caroey Brewer skoraði 27 stig fyrir Denver Nuggets sem vann góðan sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant hélt uppteknum hætti með fjörutíu stigum sem dugðu þó enn eina ferðina ekki til. Dwight Howard var rekinn af velli í þriðja fjórðungi fyrir gróft brot. Howard var ósáttur með brottvísunina en Bryant, liðsfélagi hans, taldi um réttan dóm að ræða þótt hann teldi að Howard ætti ekki að fá leikbann. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í heimasigri Portland Trail Blazers á Sacramento Kings. Þá voru LeBron James (27 stig) og Dwyane Wade (29 stig) samir við sig í sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats.Öll úrslitin í nótt má sjá hér fyrir neðan. Charlotte Bobcats 92-105 Miami Heat Orlando Magic 94-97 New Orleans Hornets Washington Wizards 84-87 Cleveland CavaliersAtlanta Hawks 126-19 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 108-93 Brooklyn Nets Memphis Grizzlies 89-99 Philadelphia 76ers Minnesota Timberwolves 84-87 Houston RocketsSan Antonio Spurs 100-80 Toronto Raptors Phoenix Suns 97-99 New York KnicksDenver Nuggets 126-114 Los Angeles LakersPortland Trail Blazers 109-91 Sacramento Kings Leik Indiana Pacers og Chicago Bulls var frestað vegna snjókomu. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
J.R. Smith var hetja New York Knicks sem vann ótrúlegan tveggja stiga sigur á Phoenix Suns í NBA körfuboltanum í nótt. Fjörutíu stig Kobe Bryant í Denver dugðu Lakers ekki til sigurs. Knicks var án Carmelo Anthony og Raymond Felton þegar liðið heimsótti Phoenix Suns í Arizona í nótt. Heimamenn höfðu tveggja stiga forskot þegar skammt var til leiksloka en þá tók J.R. Smith til sinna ráða. Smith jafnaði með fallegu stökkskoti þegar rúmar tíu sekúndur lifðu leiks og endurtók leikinn í þann mund er lokaflautið gall. Lokatölurnar 99-97 gestunum frá New York í vil. „Ég veit ekki hvaða orð þú vilt nota en hann elskar þessi augnablik," sagði Jason Kidd, leikstjórnandi Knicks, um tilþrif liðsfélaga síns. Sigurkarfan kom eftir innkast frá Kidd eftir að Suns hafði tapað boltanum þegar sekúnda var eftir af leiktímanum. Jared Dudley skoraði 36 stig fyrir Phoenix, hans hæsta stigaskor, og kom meðal annars heimamönnum í 97-95 með tveimur vítaskotum 34 sekúndum fyrir leikslok. Caroey Brewer skoraði 27 stig fyrir Denver Nuggets sem vann góðan sigur á Los Angeles Lakers. Kobe Bryant hélt uppteknum hætti með fjörutíu stigum sem dugðu þó enn eina ferðina ekki til. Dwight Howard var rekinn af velli í þriðja fjórðungi fyrir gróft brot. Howard var ósáttur með brottvísunina en Bryant, liðsfélagi hans, taldi um réttan dóm að ræða þótt hann teldi að Howard ætti ekki að fá leikbann. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í heimasigri Portland Trail Blazers á Sacramento Kings. Þá voru LeBron James (27 stig) og Dwyane Wade (29 stig) samir við sig í sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats.Öll úrslitin í nótt má sjá hér fyrir neðan. Charlotte Bobcats 92-105 Miami Heat Orlando Magic 94-97 New Orleans Hornets Washington Wizards 84-87 Cleveland CavaliersAtlanta Hawks 126-19 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 108-93 Brooklyn Nets Memphis Grizzlies 89-99 Philadelphia 76ers Minnesota Timberwolves 84-87 Houston RocketsSan Antonio Spurs 100-80 Toronto Raptors Phoenix Suns 97-99 New York KnicksDenver Nuggets 126-114 Los Angeles LakersPortland Trail Blazers 109-91 Sacramento Kings Leik Indiana Pacers og Chicago Bulls var frestað vegna snjókomu.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira