Íslenski boltinn

Eyjólfur Sverrisson áfram með U21 árs landsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyjólfur Sverrisson og aðstoðarmaður hans, Tómas Ingi Tómasson.
Eyjólfur Sverrisson og aðstoðarmaður hans, Tómas Ingi Tómasson. Mynd/Anton
Eyjólfur Sverrisson verður áfram þjálfari U21 árs landsliðs karla. Fótbolti.net greinir frá þessu á síðu sinni í dag.

Samningur Eyjólfs átti að renna út um áramótin en Knattspyrnusamband Íslands hefur framlengt samning sinn við Eyjólf fram yfir undankeppnina fyrir EM árið 2015.

Eyjólfur tók við landsliðinu árið 2009. Hann kom liðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 2011 í fyrsta skipti í sögunni. Íslenska liðið hafnaði í neðsta sæti síns riðils í undankeppni HM í sumar með þrjú stig.

Á dögunum framlengdi KSÍ samning sinn við Kristinn Rúnar Jónsson sem stýrt hefur U19 ára landsliðinu undanfarin ár. Hann hefur gegnt því starfi frá því í desember 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×