Fimmtán í röð hjá Clippers sem slátraði Celtic | Durant sjóðandi heitur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2012 08:02 Kevin Garnett og félagar voru ekki upplitsdjarfir á bekknum í nótt. Nordicphotos/Getty Liðsmenn Boston Celtics sáu aldrei til sólar þegar liðið sótti Los Angeles Clippers heim í nótt. Heimamenn unnu öruggan sigur 106-77 og um leið sinn fimmtánda sigur í röð. Matt Barnes jafnaði sitt mesta stigaskor með 21 stigi af bekknum og félagi hans af bekknum, Jamal Crawford, bætti við 17 stigum. Chris Paul var duglegur að mata samherja sína en þetta var sjötti stórsigur Clippers í röð. „Sumir eru yfir sig hrifnir af árangri okkar en við megum ekki falla í þá gryfju. Það eru ekki sigrar í deildinni sem telja þegar uppi er staðið," sagði Paul og á greinilega við að Clippers þarf að sýna mátt sinn í úrslitakeppninni. Clippers hefur ekki unnið leik með litlum mun síðan þeir lögðu Minnesota Timberwolves með sex stigum 28. nóvember. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston sem hefur 50 prósent vinningshlutfall með fjórtán sigra og jafnmörg töp. „Allir í liðinu vildu sigra þá og allir reyndu að gera það á eigin spítur í stað þess að spila okkar leik," sagði óhress Doc Rivers, þjálfari Celtics, í leikslok. Oklahoma lagði DallasKevin Durant átti enn einn stórleikinn með Oklahoma Thunder sem lagði Dallas MAvericks í spennutrylli í Oklahoma. Framlengja þurfti leikinn og voru heimamenn, með Russel Westbrook í fararbroddi, sterkari í framlengingunni. Lokatölurnar urðu 111-105. Gestirnir frá Dallas höfðu átta stiga forystu fyrir lokafjórðunginn en þá tók Durant til sinna ráða. Durant nýtti sér hægagang í varnarleik Dirk Nowitzki sem enn á töluvert í land með að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Durant var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með fjörutíu stig. Darren Collison fór fyrir gestunum með 32 stig, hans mesta í búningi Dallas, en þriggja stiga karfa frá honum tryggði Dallas framlengingu. Westbrook, fyrrum liðsfélagi Collison í UCLA, skoraði átta af sextán stigum sínum í framlengingunni og heimamenn fögnuðu sigri. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics sáu aldrei til sólar þegar liðið sótti Los Angeles Clippers heim í nótt. Heimamenn unnu öruggan sigur 106-77 og um leið sinn fimmtánda sigur í röð. Matt Barnes jafnaði sitt mesta stigaskor með 21 stigi af bekknum og félagi hans af bekknum, Jamal Crawford, bætti við 17 stigum. Chris Paul var duglegur að mata samherja sína en þetta var sjötti stórsigur Clippers í röð. „Sumir eru yfir sig hrifnir af árangri okkar en við megum ekki falla í þá gryfju. Það eru ekki sigrar í deildinni sem telja þegar uppi er staðið," sagði Paul og á greinilega við að Clippers þarf að sýna mátt sinn í úrslitakeppninni. Clippers hefur ekki unnið leik með litlum mun síðan þeir lögðu Minnesota Timberwolves með sex stigum 28. nóvember. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston sem hefur 50 prósent vinningshlutfall með fjórtán sigra og jafnmörg töp. „Allir í liðinu vildu sigra þá og allir reyndu að gera það á eigin spítur í stað þess að spila okkar leik," sagði óhress Doc Rivers, þjálfari Celtics, í leikslok. Oklahoma lagði DallasKevin Durant átti enn einn stórleikinn með Oklahoma Thunder sem lagði Dallas MAvericks í spennutrylli í Oklahoma. Framlengja þurfti leikinn og voru heimamenn, með Russel Westbrook í fararbroddi, sterkari í framlengingunni. Lokatölurnar urðu 111-105. Gestirnir frá Dallas höfðu átta stiga forystu fyrir lokafjórðunginn en þá tók Durant til sinna ráða. Durant nýtti sér hægagang í varnarleik Dirk Nowitzki sem enn á töluvert í land með að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Durant var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með fjörutíu stig. Darren Collison fór fyrir gestunum með 32 stig, hans mesta í búningi Dallas, en þriggja stiga karfa frá honum tryggði Dallas framlengingu. Westbrook, fyrrum liðsfélagi Collison í UCLA, skoraði átta af sextán stigum sínum í framlengingunni og heimamenn fögnuðu sigri.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira