Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins 12. desember 2012 17:15 Allt bendir til þess að Tom Watson verði næsti fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins í golfi í næstu Ryderkeppni. Nordic Photos / Getty Images Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink. Golf Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993. Fyrirliði Evrópuliðsins verður tilkynntur í janúar en það er nokkuð ljóst að Darren Clarke fær það hlutverk en þetta verður frumraun Norður-Írans í þessu hlutverki. Á s.l. 15 árum hafa fyrirliðar bandaríska liðsins verið á aldrinum 40-50 ára og margir þeirra hafa reynt að komast í liðið með því að ná góðum árangri á atvinnumótum. „Við höfum ákveðið að bregða útaf vananum og gera hlutina með öðrum hætti," lét Ted Bishop, forseti PGA í Bandaríkjum hafa eftir sér við bandaríska fjölmiðla í gær. Watson er ekkert unglamb en hann verður 65 ára þegar keppnin fer fram. Bandaríkin hafa ekki náð að vinna Ryderkeppnina þegar keppt hefur verið í Evrópu frá því að Watson stýrði liðinu til sigurs árið 1993. Tom Kite, Curtis Strange, Tom Lehman og Corey Pavin hafa allir fengið tækifæri sem fyrirliðar í keppni í Evrópu og þeim tókst ekki að landa sigri. Seve Ballesteros, Sam Torrance, Ian Woosnam og Colin Montgomerie voru fyrirliðar Evrópuúrvalsins í þessum keppnum. Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti fyrirliði bandaríska liðsins og þar var David Toms líklegastur. Árangur Watson á Opna breska meistaramótinu í gegnum tíðina hefur án efa haft mikil áhrif á valið. Watson hefur fimm sinnum sigrað á Opna breska og þar af í fjögur skipti þar sem leikið var í Skotlandi. Sumir telja að Watson njóti meiri vinsælda í Skotlandi en tenniskappinn Andy Murray sem er fæddur í Skotlandi. Watson er enn frábær kylfingur og hann var aðeins hársbreidd frá því að landa sínum sjötta sigri á Opna bresk árið 2009 á Turnberry. Þar sem hann varð að sætta sig við annað sætið eftir fjögurra holu umspil gegn Stewart Cink.
Golf Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira