Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 85-122 Jón Júlíus Karlsson í Grafarvogi skrifar 13. desember 2012 18:45 Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur. vísir/daníel Grindavík vann stórsigur á Fjölni í Dominos-deild karla sem fram fór í Dalhúsum í kvöld. Lokatölur urðu 85-122 og voru Íslandsmeistaranir frábærir. Að sama skapi voru heimamenn í Fjölni líklega að leika sinn versta leik í vetur. Grindvíkingar léku frábærlega í fyrsta leikhluta og þá sérstaklega Samuel Zeglinski. Hann skoraði alls 22 stig og setti hann niður sex þrista úr sjö tilraunum. Fjölnismenn voru mjög slakir varnarlega og áttu Grindvíkingar ekki í vandræðum með að hreyfa boltann í sókninni. Staðan eftir fyrsta leikhluta 19-43. Það breyttist fátt í öðrum leikhluta. Þó Grindvíkingar skiptu nánast öllu byrjunarliði sínu útaf þá héldu Íslandsmeistararnir bara áfram að auka muninn. Varnarleikur Fjölnis var átakanlega slakur og sumar sóknir Grindvíkinga litu út eins og um æfingu væri að ræða. Staðan í hálfleik 38-71! Ótrúlegar tölur og sjaldan sem lið skora 71 stig í hálfleik. Þriðji leikhluti var ekki mikið fyrir augað. Bæði lið hægðu aðeins ferðina og mistökum fór fjölgandi eftir því sem að leið á leikhlutann. Fjölnismenn reyndu að bæta varnarleikinn og tókst það á köflum. Grindvíkingar virtust hins vegar geta tekið rispur þegar þeim hentaði og leiddi þeir leikinn fyrir lokaleikhlutann með 29 stigum, 63-92. Fjórði leikhluti var aðeins formsatriði fyrir Grindvíkinga sem unnu að lokum stóran sigur 85-122. Grindvíkingar spiluðu nánast á bekknum í síðasta leikhluta og en þrátt fyrir það tókst heimamönnum ekkert að saxa á forystuna.Sverrir Þór: „Átti ekki von á svona stórum sigri" „Ég átti ekki von á svona stórum sigri," segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. „Við byrjuðum leikinn feikilega vel, vorum að spila góða vörn og hittum mjög vel í fyrsta leikhlutanum. Við kláruðum leikinn eiginlega í fyrri hálfleik. Ég veit að það býr meira í þessu Fjölnisliði og það kemur mér svolítið á óvart að leikurinn hafi verið búinn svona snemma." Grindavíkurliðið lék á alls oddi í fyrri hálfleik og skoraði þar 71 stig. „Ég man varla eftir því að hafa skorað svona mikið í einum hálfleik þegar tvö sterk lið eru að keppa. Við lögðum grunninn að þessum sigri með frábærum sóknarleik í fyrsta leikhluta," segir Sverrir. Þessi sömu lið leika í 8-liða úrslitum í Powerade-bikarsins á sunnudaginn og Sverrir þarf að tryggja að sínir menn vanmeti ekki Fjölni þrátt fyrir stórsigur í kvöld. „Þessi sigur gefur okkur ekkert á sunnudaginn. Ég mun byrjað að mótivera leikmenn strax inni í klefa eftir leik."Hjatli Þór: „Misstum trúna" „Það var eins og að mínir menn hefðu misst trúna á verkefninu strax í byrjun og það er erfitt að vinna körfuboltaleik ef þú hefur ekki trú," segir Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis. „Grindvíkingarnir skora 40 stig í fyrsta leikhluta og það er erfitt að vinna upp nánast 30 stiga mun strax frá byrjun. Þeir hittu ótrúlega vel í byrjun en auðvitað áttu mínir menn að stíga upp og vera svolítið ákveðnir og pressa þá út." Hjalti var daufur í dálkinn eftir leikinn en ætlar að reyna að peppa sína menn upp fyrir bikarleikinn gegn Grindavík um næstu helgi. „Ég vona að menn mæti ákveðnir til leiks og berjist. Ég ætla að reyna að berja smá trú í liðið. Við þurfum bara að bæta okkur andlega."Fjölnir-Grindavík 85-122 (19-43, 19-28, 25-21, 22-30)Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 23/13 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/4 fráköst/3 varin skot, Paul Anthony Williams 12/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 11, Jón Sverrisson 8/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6.Grindavík: Samuel Zeglinski 38/6 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 18/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 5, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 4/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 4, Björn Steinar Brynjólfsson 3.Bein textalýsing frá leiknum:40 min: Leik lokið með stórsigri Grindavíkur, 85-122. 39. min: Björgvin Ríharðsson skoraði frábæra troðslu. Fjölnismenn hafa skorað fallegustu körfur leikins það er ekki spurning. 37. min: Þegar þrjár mínútur eru eftir er staðan 75-111. 36 min: Gunnar Ólafsson hjá Fjölni tók svakalega troðslu sem kætti áhorfendur í Dalhúsum. Heimamenn hafa ekki haft miklu til að gleðast yfir í kvöld en þeir voru ánægðir með þessa troðslu. 35. min: Ólafur Ólafsson hjá Grindavík, sem hefur orðið troðslumeistari, virtist vera að fara að taka svakalega troðslu en hætti við. Hann virðist ekki vera jafn áræðinn og áður en hann meiddist alvarlega í vor gegn Stjörnunni. 34. min: Ungu strákarnir i Fjölni fá að spreyta sig í kvöld. Þeir fá fína reynslu. 33 min: Þorleifur Ólafsson komin með 15 stig eftir tvo þrista í röð. Staðan er 71-104. 31 min: Staðan er 65-99. Samuel Zeglinski var að setja niður enn einn þristinn fyrir Grindavík og er kominn með 30 stig. 30 min: Staðan eftir þriðja leikhluta, 63-92 fyrir Grindvíkinga. 29 min: Fjölnismenn hafa átt ágætan leikkafla og í fysta sinn í leiknum staðið í Íslandsmeisturunum. 28 min: Paul Williams hjá Fjölni er kominn með sína fjórðu villu. 28 min: Grindvíkingar eru komnir í 90 stig. Staðan 57-90. Sverrir Þór skiptir leikmönnum liðsins ört. 27 min: Grindvíkingar hafa verið að slaka aðeins á og Sverrir Þór Sverrisson er ekki sáttur með það. Hann tekur leikhlé. 26 min: Bæði Paul Williams hjá Fjölni og Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík eru komnir með þrjá villur. Staðan er 49-87. 25 min: Það þarf að þurrka af gólfinu hér í Dalhúsum. Kústurinn virðist vera horfinn og nú er gerð mikil leit. Leikmenn Grindvíkinga taka að sér að skúra með handklæðum. 25 min: Grindavík tók þrjú sóknarfráköst í röð. Það segir margt um varnarleik Fjölnis. 23: Samuel Zeglinski hefur skotið mikið í þessum leik. Hann er þó ekki að hitta eins vel og í fyrsta leikhluta. Staðan 45-81. 21 min: Tómas Tómasson hjá Fjölni byrjar þriðja leikhluta með þrist. 20 min: Stigahæstu menn í hálfleik: Grindavík - Samuel Zeglinski 27 stig, Jóhann Árni er með 11 stig og Ómar Örn Sævarsson með 7 stig. Fjölnir - Sylvester Spicer 13 stig og Paul Williams 9 stig. 20 min: Lukkudýr Fjölnis tekur Gagnam Style í hálfleik til að reyna að kæta áhorfendur. Það virðist vera að virka. 20 min: Staðan í hálfleik 38-71. 20 min: Þorleifur Ólafsson skoraði þrist fyrir Grindavík þegar lítið var eftir. Staðan er 38-71 í hálfleik fyrir Íslandsmeistaranna sem hafa verið gjörsamlega frábærir á meðan heimamenn í Fjölni hafa verið langt frá sínu besta. 19. min: Staðan er 32-66. Stefnir í að Grindavík fari yfir 70 stig hálfleik. 17 min: Silvester Spicer setti fyrstu troðslu kvöldsins. Hún var ágæt. 16 min: Arnþór Guðmundsson setti niður fínan þrist fyrir Fjölni. Heimamenn þurfa að girða sig í brók. 15 min: Þetta er algjör einstefna hér í Dalhúsum. Grindvíkingar leiða leikinn með 27 stigum. Staðan er 21-58. 12 min: Grindvíkinar slaka ekkert þó aðeins einn leikmaður úr byrjunarliðinu hafi hafið annan leikhluta. Staðan er 21-52. 10 min: Fyrsta leikhluta lokið. Staðan er 19-43 fyrir Grindvíkinga sem hafa leikið á alls oddi. 9 min: "Hlauptu hlunkur," sagði Jóhann Árni Ólafsson við Ólaf Ólafsson þegar hann náði ekki langri sendingu þess fyrrnefndra. Ólafur glotti. Grindvíkingar eru frábærir. 9 min: Björgvin Ríkharðsson hjá Fjölni tók svakalegt blokk á Aaron Broussard. Það kætti heimamenn sem eru 21 stigi undir. Staðan 18-39. 7 min: Það halda Grindvíkingum fá bönd þessa stundina. Fjölnismenn ná ekki að stöðva Zeglinski sem er kominn með 22 stig. Staðan 16-35. Íslandsmeistaranir í ham. 6 min: Zeglinski er gjörsamlega á eldi og er kominn með 19 stig. Hann er kominn með fimm þrista til þessa. Staðan 13-30. 5 min: Samuel Zeglinski hjá Grindavík er búinn að skora 13 stig eftir aðeins 5 mínútna leik. Hann er búinn vera sjóðheitur fyrir utan teig.4 min: Grindvíkingar hafa byrjað þennan leik frábærlega. Fjölnismenn taka leikhlé og er staðan 6-19. Fjölnismenn þurfa að bæta varnarleikinn sem hefur verið afskaplega dapur til þessa.3 min: Paul Williams hefur skorað fimm af stigum Fjölnis til þessa. Staðan er 6-14. 2 min: Liðin hafa ekki verið heit á vítalínunni og öll þrjú vítaskot kvöldsins til þessa hafa farið forgörðum. 1 min: Grindavík byrjar leikinn mjög vel og skorar fyrstu átta stigin. Staðan 0-8. 0 min: Leikurinn er hafinn og það var Fjölnir sem vann uppkastið. 0 min: Aaron Broussard er stigahæstur að meðaltali hjá Grindavík. Hann er með 23,4 stig að meðaltali í leik og er einnig frákastahæstur með 7 fráköst í leik. Samuel Zeglinski er stoðsendingahæstur með 7,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.0 min: Sylverster Cheston Spicer hefur leikið hvað best hjá Fjölni það sem af eru þessu tímabili. Hann er með 17,8 stig af meðaltali í leik og er einnig öflugur undir körfunni, með 9,8 fráköst af meðaltali.0 min: Grindavík er í 1.-3. sæti með 14 stig eftir níu leiki. Með sigri í kvöld og hagstæðum úrslitum gætu Grindvíkingar náð toppsætinu. Fjölnir er í 7. sæti með 8 stig og þurfa á sigri að halda til að styrka stöðu sína í deildinni. 0 min: Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Grindavíkur í Dominos-deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Grindavík vann stórsigur á Fjölni í Dominos-deild karla sem fram fór í Dalhúsum í kvöld. Lokatölur urðu 85-122 og voru Íslandsmeistaranir frábærir. Að sama skapi voru heimamenn í Fjölni líklega að leika sinn versta leik í vetur. Grindvíkingar léku frábærlega í fyrsta leikhluta og þá sérstaklega Samuel Zeglinski. Hann skoraði alls 22 stig og setti hann niður sex þrista úr sjö tilraunum. Fjölnismenn voru mjög slakir varnarlega og áttu Grindvíkingar ekki í vandræðum með að hreyfa boltann í sókninni. Staðan eftir fyrsta leikhluta 19-43. Það breyttist fátt í öðrum leikhluta. Þó Grindvíkingar skiptu nánast öllu byrjunarliði sínu útaf þá héldu Íslandsmeistararnir bara áfram að auka muninn. Varnarleikur Fjölnis var átakanlega slakur og sumar sóknir Grindvíkinga litu út eins og um æfingu væri að ræða. Staðan í hálfleik 38-71! Ótrúlegar tölur og sjaldan sem lið skora 71 stig í hálfleik. Þriðji leikhluti var ekki mikið fyrir augað. Bæði lið hægðu aðeins ferðina og mistökum fór fjölgandi eftir því sem að leið á leikhlutann. Fjölnismenn reyndu að bæta varnarleikinn og tókst það á köflum. Grindvíkingar virtust hins vegar geta tekið rispur þegar þeim hentaði og leiddi þeir leikinn fyrir lokaleikhlutann með 29 stigum, 63-92. Fjórði leikhluti var aðeins formsatriði fyrir Grindvíkinga sem unnu að lokum stóran sigur 85-122. Grindvíkingar spiluðu nánast á bekknum í síðasta leikhluta og en þrátt fyrir það tókst heimamönnum ekkert að saxa á forystuna.Sverrir Þór: „Átti ekki von á svona stórum sigri" „Ég átti ekki von á svona stórum sigri," segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. „Við byrjuðum leikinn feikilega vel, vorum að spila góða vörn og hittum mjög vel í fyrsta leikhlutanum. Við kláruðum leikinn eiginlega í fyrri hálfleik. Ég veit að það býr meira í þessu Fjölnisliði og það kemur mér svolítið á óvart að leikurinn hafi verið búinn svona snemma." Grindavíkurliðið lék á alls oddi í fyrri hálfleik og skoraði þar 71 stig. „Ég man varla eftir því að hafa skorað svona mikið í einum hálfleik þegar tvö sterk lið eru að keppa. Við lögðum grunninn að þessum sigri með frábærum sóknarleik í fyrsta leikhluta," segir Sverrir. Þessi sömu lið leika í 8-liða úrslitum í Powerade-bikarsins á sunnudaginn og Sverrir þarf að tryggja að sínir menn vanmeti ekki Fjölni þrátt fyrir stórsigur í kvöld. „Þessi sigur gefur okkur ekkert á sunnudaginn. Ég mun byrjað að mótivera leikmenn strax inni í klefa eftir leik."Hjatli Þór: „Misstum trúna" „Það var eins og að mínir menn hefðu misst trúna á verkefninu strax í byrjun og það er erfitt að vinna körfuboltaleik ef þú hefur ekki trú," segir Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis. „Grindvíkingarnir skora 40 stig í fyrsta leikhluta og það er erfitt að vinna upp nánast 30 stiga mun strax frá byrjun. Þeir hittu ótrúlega vel í byrjun en auðvitað áttu mínir menn að stíga upp og vera svolítið ákveðnir og pressa þá út." Hjalti var daufur í dálkinn eftir leikinn en ætlar að reyna að peppa sína menn upp fyrir bikarleikinn gegn Grindavík um næstu helgi. „Ég vona að menn mæti ákveðnir til leiks og berjist. Ég ætla að reyna að berja smá trú í liðið. Við þurfum bara að bæta okkur andlega."Fjölnir-Grindavík 85-122 (19-43, 19-28, 25-21, 22-30)Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 23/13 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/4 fráköst/3 varin skot, Paul Anthony Williams 12/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/6 fráköst, Gunnar Ólafsson 11, Jón Sverrisson 8/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6.Grindavík: Samuel Zeglinski 38/6 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 18/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 15, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 5, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 4/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 4, Björn Steinar Brynjólfsson 3.Bein textalýsing frá leiknum:40 min: Leik lokið með stórsigri Grindavíkur, 85-122. 39. min: Björgvin Ríharðsson skoraði frábæra troðslu. Fjölnismenn hafa skorað fallegustu körfur leikins það er ekki spurning. 37. min: Þegar þrjár mínútur eru eftir er staðan 75-111. 36 min: Gunnar Ólafsson hjá Fjölni tók svakalega troðslu sem kætti áhorfendur í Dalhúsum. Heimamenn hafa ekki haft miklu til að gleðast yfir í kvöld en þeir voru ánægðir með þessa troðslu. 35. min: Ólafur Ólafsson hjá Grindavík, sem hefur orðið troðslumeistari, virtist vera að fara að taka svakalega troðslu en hætti við. Hann virðist ekki vera jafn áræðinn og áður en hann meiddist alvarlega í vor gegn Stjörnunni. 34. min: Ungu strákarnir i Fjölni fá að spreyta sig í kvöld. Þeir fá fína reynslu. 33 min: Þorleifur Ólafsson komin með 15 stig eftir tvo þrista í röð. Staðan er 71-104. 31 min: Staðan er 65-99. Samuel Zeglinski var að setja niður enn einn þristinn fyrir Grindavík og er kominn með 30 stig. 30 min: Staðan eftir þriðja leikhluta, 63-92 fyrir Grindvíkinga. 29 min: Fjölnismenn hafa átt ágætan leikkafla og í fysta sinn í leiknum staðið í Íslandsmeisturunum. 28 min: Paul Williams hjá Fjölni er kominn með sína fjórðu villu. 28 min: Grindvíkingar eru komnir í 90 stig. Staðan 57-90. Sverrir Þór skiptir leikmönnum liðsins ört. 27 min: Grindvíkingar hafa verið að slaka aðeins á og Sverrir Þór Sverrisson er ekki sáttur með það. Hann tekur leikhlé. 26 min: Bæði Paul Williams hjá Fjölni og Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík eru komnir með þrjá villur. Staðan er 49-87. 25 min: Það þarf að þurrka af gólfinu hér í Dalhúsum. Kústurinn virðist vera horfinn og nú er gerð mikil leit. Leikmenn Grindvíkinga taka að sér að skúra með handklæðum. 25 min: Grindavík tók þrjú sóknarfráköst í röð. Það segir margt um varnarleik Fjölnis. 23: Samuel Zeglinski hefur skotið mikið í þessum leik. Hann er þó ekki að hitta eins vel og í fyrsta leikhluta. Staðan 45-81. 21 min: Tómas Tómasson hjá Fjölni byrjar þriðja leikhluta með þrist. 20 min: Stigahæstu menn í hálfleik: Grindavík - Samuel Zeglinski 27 stig, Jóhann Árni er með 11 stig og Ómar Örn Sævarsson með 7 stig. Fjölnir - Sylvester Spicer 13 stig og Paul Williams 9 stig. 20 min: Lukkudýr Fjölnis tekur Gagnam Style í hálfleik til að reyna að kæta áhorfendur. Það virðist vera að virka. 20 min: Staðan í hálfleik 38-71. 20 min: Þorleifur Ólafsson skoraði þrist fyrir Grindavík þegar lítið var eftir. Staðan er 38-71 í hálfleik fyrir Íslandsmeistaranna sem hafa verið gjörsamlega frábærir á meðan heimamenn í Fjölni hafa verið langt frá sínu besta. 19. min: Staðan er 32-66. Stefnir í að Grindavík fari yfir 70 stig hálfleik. 17 min: Silvester Spicer setti fyrstu troðslu kvöldsins. Hún var ágæt. 16 min: Arnþór Guðmundsson setti niður fínan þrist fyrir Fjölni. Heimamenn þurfa að girða sig í brók. 15 min: Þetta er algjör einstefna hér í Dalhúsum. Grindvíkingar leiða leikinn með 27 stigum. Staðan er 21-58. 12 min: Grindvíkinar slaka ekkert þó aðeins einn leikmaður úr byrjunarliðinu hafi hafið annan leikhluta. Staðan er 21-52. 10 min: Fyrsta leikhluta lokið. Staðan er 19-43 fyrir Grindvíkinga sem hafa leikið á alls oddi. 9 min: "Hlauptu hlunkur," sagði Jóhann Árni Ólafsson við Ólaf Ólafsson þegar hann náði ekki langri sendingu þess fyrrnefndra. Ólafur glotti. Grindvíkingar eru frábærir. 9 min: Björgvin Ríkharðsson hjá Fjölni tók svakalegt blokk á Aaron Broussard. Það kætti heimamenn sem eru 21 stigi undir. Staðan 18-39. 7 min: Það halda Grindvíkingum fá bönd þessa stundina. Fjölnismenn ná ekki að stöðva Zeglinski sem er kominn með 22 stig. Staðan 16-35. Íslandsmeistaranir í ham. 6 min: Zeglinski er gjörsamlega á eldi og er kominn með 19 stig. Hann er kominn með fimm þrista til þessa. Staðan 13-30. 5 min: Samuel Zeglinski hjá Grindavík er búinn að skora 13 stig eftir aðeins 5 mínútna leik. Hann er búinn vera sjóðheitur fyrir utan teig.4 min: Grindvíkingar hafa byrjað þennan leik frábærlega. Fjölnismenn taka leikhlé og er staðan 6-19. Fjölnismenn þurfa að bæta varnarleikinn sem hefur verið afskaplega dapur til þessa.3 min: Paul Williams hefur skorað fimm af stigum Fjölnis til þessa. Staðan er 6-14. 2 min: Liðin hafa ekki verið heit á vítalínunni og öll þrjú vítaskot kvöldsins til þessa hafa farið forgörðum. 1 min: Grindavík byrjar leikinn mjög vel og skorar fyrstu átta stigin. Staðan 0-8. 0 min: Leikurinn er hafinn og það var Fjölnir sem vann uppkastið. 0 min: Aaron Broussard er stigahæstur að meðaltali hjá Grindavík. Hann er með 23,4 stig að meðaltali í leik og er einnig frákastahæstur með 7 fráköst í leik. Samuel Zeglinski er stoðsendingahæstur með 7,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.0 min: Sylverster Cheston Spicer hefur leikið hvað best hjá Fjölni það sem af eru þessu tímabili. Hann er með 17,8 stig af meðaltali í leik og er einnig öflugur undir körfunni, með 9,8 fráköst af meðaltali.0 min: Grindavík er í 1.-3. sæti með 14 stig eftir níu leiki. Með sigri í kvöld og hagstæðum úrslitum gætu Grindvíkingar náð toppsætinu. Fjölnir er í 7. sæti með 8 stig og þurfa á sigri að halda til að styrka stöðu sína í deildinni. 0 min: Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Grindavíkur í Dominos-deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum