Sjötti sigur Þórsara í röð og toppsætið tryggt yfir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2012 20:50 Grétar Erlendsson. Mynd/Valli Þórsarar úr Þorlákshöfn eru áfram á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta og verða það yfir jólahátíðina eftir fimm stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 97-92. Þórsliðið hefur nú unnið sex leiki í röð og er með jafnmörg stig og Grindavík en betri árangur úr innbyrðisleik liðanna. Þetta var fyrsta deildartap Snæfells á heimavelli á þessu tímabili en liðið var búið að vinna fyrstu fimm heimaleiki sína í Dominos-deildinni í vetur. Benjamin Curtis Smith var með 23 stig og 7 stoðsendingar hjá Þór og David Jackson bætti við 22 stigum og 9 fráköstum. Grétar Erlendsson skoraði mest Íslendinga eða 14 stig. Asim McQueen var atkvæðamestur hjá Snæfelli með 22 stig og 15 fráköst en Jay Threatt var með 20 stig og 8 stosðendingar og Jón Ólafur Jónsson skoraði 19 stig. Snæfell byrjaði mun betur og komst meðal annars í 17-8 í upphafi leiks. Snæfell var hinsvegar aðeins einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 23-22. Snæfell var áfram með frumkvæðið í öðrum leikhluta en Þór átti fínan endasprett í hálfleiknum og leiddi 48-44 í hálfleik. Þórsliðið var síðan búið að ná ellefu stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 77-66. Þór var með 91-79 forskot þegar tvær og hálf mínúta var eftir en Snæfell tókst að minnka muninn í þrjú stig í lokin og setja mikla spennu í lokakafla leiksins. Þórsarar héldu út og fögnuðu mikilvægum sigri sem skilar þeim toppsæti deildarinnar fram á nýja árið. Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Þórsarar úr Þorlákshöfn eru áfram á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta og verða það yfir jólahátíðina eftir fimm stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld, 97-92. Þórsliðið hefur nú unnið sex leiki í röð og er með jafnmörg stig og Grindavík en betri árangur úr innbyrðisleik liðanna. Þetta var fyrsta deildartap Snæfells á heimavelli á þessu tímabili en liðið var búið að vinna fyrstu fimm heimaleiki sína í Dominos-deildinni í vetur. Benjamin Curtis Smith var með 23 stig og 7 stoðsendingar hjá Þór og David Jackson bætti við 22 stigum og 9 fráköstum. Grétar Erlendsson skoraði mest Íslendinga eða 14 stig. Asim McQueen var atkvæðamestur hjá Snæfelli með 22 stig og 15 fráköst en Jay Threatt var með 20 stig og 8 stosðendingar og Jón Ólafur Jónsson skoraði 19 stig. Snæfell byrjaði mun betur og komst meðal annars í 17-8 í upphafi leiks. Snæfell var hinsvegar aðeins einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 23-22. Snæfell var áfram með frumkvæðið í öðrum leikhluta en Þór átti fínan endasprett í hálfleiknum og leiddi 48-44 í hálfleik. Þórsliðið var síðan búið að ná ellefu stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 77-66. Þór var með 91-79 forskot þegar tvær og hálf mínúta var eftir en Snæfell tókst að minnka muninn í þrjú stig í lokin og setja mikla spennu í lokakafla leiksins. Þórsarar héldu út og fögnuðu mikilvægum sigri sem skilar þeim toppsæti deildarinnar fram á nýja árið.
Dominos-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira