Íslenski boltinn

Þorlákur Árnason ráðinn þjálfari U17 ára landsliðs karla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorlákur á bekknum hjá kvennaliði Stjörnunnar síðastliðið sumar.
Þorlákur á bekknum hjá kvennaliði Stjörnunnar síðastliðið sumar. Mynd/Ernir
Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn þjálfari landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu. Hann tekur við starfinu af Gunnari Guðmundssyni.

Þorlákur hefur þjálfað meistaraflokka karla hjá Val, Fylki og Stjörnunni ásamt því að hafa þjálfað fjölda yngri flokka.

Hann stýrði U17 ára liði kvenna sem komst í lokakeppni Evrópumótsins árið 2011. Hann þjálfar í dag meistaraflokk kvenna hjá Stjörnunni sem varð bikarmeistari í sumar.

Samningurinn við Þorlák tekur gildi 1. janúar 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×