Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna 14. desember 2012 18:04 Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut. Aðeins um þrjátíu þúsund manns búa í Newton. Sex hundruð börn eru í skólanum, allt niður í fimm ára gömul. Talið að árásarmaðurinn, sem lést í skólanum, hafi verið faðir eins nemanda í skólanum og var hann vopnaður tveimur byssum, þar á meðal .223 kalíbera riffli. Þá hafa borist fregnir af því að karlmaður á tvítugsaldri sé í haldi lögreglu, grunaður um aðild að árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut.mynd/google Fréttamaður ABC fréttastofunnar hefur eftir kennara í Sandy Hook að nemendurnir hafi verið afar snöggir að yfirgefa skólann. Þeim var skipað að velja sér einn „vin," gripa í hann og hlaupa í átt að slökkviliðsstöð sem er steinsnar frá skólanum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að kennarar við Sandy Hook hafi unnið mikið þrekvirki við að rýma skólann. Ekki er vitað hvort að árásarmaðurinn svipti sig lífi eða hvort að hann hafi verið felldur af lögreglumönnum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að vígamaðurinn hafi átt sér vitorðsmann. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Að minnsta kosti einn kennari lést í árásinni. Talið er að fórnarlömbin hafi verið 27 talsins. Þá voru þrír fluttir lífshættulega slasaðir á sjúkrahús. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Dan Malloy, ríkisstjóra Connecticut stuttu eftir skotárásina. Hann vottaði honum og öllum íbúum Newtown samúð sína. Þá hét hann því að alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum myndi veita stjórnvöldum í Connecticut alla þá aðstoð sem óskað væri eftir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira
Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut. Aðeins um þrjátíu þúsund manns búa í Newton. Sex hundruð börn eru í skólanum, allt niður í fimm ára gömul. Talið að árásarmaðurinn, sem lést í skólanum, hafi verið faðir eins nemanda í skólanum og var hann vopnaður tveimur byssum, þar á meðal .223 kalíbera riffli. Þá hafa borist fregnir af því að karlmaður á tvítugsaldri sé í haldi lögreglu, grunaður um aðild að árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut.mynd/google Fréttamaður ABC fréttastofunnar hefur eftir kennara í Sandy Hook að nemendurnir hafi verið afar snöggir að yfirgefa skólann. Þeim var skipað að velja sér einn „vin," gripa í hann og hlaupa í átt að slökkviliðsstöð sem er steinsnar frá skólanum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að kennarar við Sandy Hook hafi unnið mikið þrekvirki við að rýma skólann. Ekki er vitað hvort að árásarmaðurinn svipti sig lífi eða hvort að hann hafi verið felldur af lögreglumönnum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að vígamaðurinn hafi átt sér vitorðsmann. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Að minnsta kosti einn kennari lést í árásinni. Talið er að fórnarlömbin hafi verið 27 talsins. Þá voru þrír fluttir lífshættulega slasaðir á sjúkrahús. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Dan Malloy, ríkisstjóra Connecticut stuttu eftir skotárásina. Hann vottaði honum og öllum íbúum Newtown samúð sína. Þá hét hann því að alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum myndi veita stjórnvöldum í Connecticut alla þá aðstoð sem óskað væri eftir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira