NBA: Níu sigrar í röð hjá Los Angeles Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2012 10:45 Blake Griffin. Mynd/AP Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann Milwaukee Bucks örugglega. New York Knicks vann án Carmelo Anthony og er enn ósigrað á heimavelli, Miami Heat vann sinn leik og San Antonio Spurs landaði sigri þrátt fyrir að missa Manu Ginobili meiddan af velli. Minnesota Timberwolves fagnaði líka endurkomu Ricky Rubio með því að vinna Dallas Mavericks í framlengdum leik.Matt Barnes skoraði 21 stig og Blake Griffin var með 18 stig og 11 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 111-85 útisigur á Milwaukee Bucks. Griffin náði þremur mögnuðum troðslum á stuttum tíma í þriðja leikhluta en Clippers-liðið vann þarna sinn níunda leik í röð og hefur ekki unnið fleiri leiki í röð síðan að félagið vann 11 leiki í röð sem Buffalo Braves tímabilið 1974 til 1975.Raymond Felton skoraði 25 stig og Tyson Chandler bætti við 23 stigum þegar New York Knicks vann 103-102 sigur á Cleveland Cavaliers þrátt fyrir að leika án Carmelo Anthony. New York hefur unnið alla tíu leiki sína í Madison Square Garden í vetur. Kyrie Irving skoraði 41 stig fyrir Cavs en Anderson Varejao átti möguleika á því að tryggja liðinu framlengingu en klikkaði á vítaskoti sekúndu fyrir leikslok.LeBron James var með 23 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann Washington Wizards 102-72 en Miami-liðið leiddi allan tímann. Þetta var 42. leikurinn í röð þar sem James skorar 20 stig eða meira. Udonis Haslem og Dwyane Wade voru báðir með 13 stig. Bradley Beal var stigahæstur hjá Washington með 19 stig og Cartier Martin skoraði 18 stig.Tony Parker var með 22 stig og 8 stoðsendingar í 103-88 sigri San Antonio Spurs á Boston Celtics. Gary Neal var með 20 stig en Spurs-liðið missti Manu Ginobili meiddan af velli í fyrsta leikhlutanum. San Antonio hefur unnið 8 af 10 heimaleikjum sínum í vetur. Paul Pierce og Jason Terry voru báðir með 18 stig fyrir Boston.Ricky Rubio átti fína endurkomu eftir krossbandsslit þegar Minnesota Timberwolves vann 114-106 heimasigur á Dallas Mavericks eftir framlengingu. Rubio var með 8 stig og 9 stoðsendingar á 18 mínútum en stigahæstur var Nikola Pekovic með 21 stig. Liðið lék án Kevin Love sem var veikur en Andrei Kirilenko skoraði 5 af 14 stigum sínum í framlengunni. O.J. Mayo var með 20 stig hjá Dallas.David Lee var með 20 stig og 11 fráköst og Stephen Curry bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Golden State Warriors vann 115-93 útisigur á Atlanta Hawks en Golden State vann 6 af 7 leikjm á þessari útivallrreisu sinni um Austurströndina. Harrison Barnes og Carl Landry skoruðu báðir 19 stig fyrir Golden State en Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 17 stig.Joakim Noah skoraði 12 stig og tók 10 fráköst í 83-82 endurkomusigri Chicago Bulls á Brooklyn Nets. Chicago hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum en liðið náði 8-0 spretti á lokakafla leiksins. Brook Lopez var með 18 stig og 10 fráköst á 25 mínútum fyrir Nets en Marco Belinelli var stigahæstur hjá Chicago með 19 stig.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Atlanta Hawks - Golden State Warriors 93-115 Charlotte Bobcats - Orlando Magic 98-107 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 103-102 Miami Heat - Washington Wizards 102-72 Detroit Pistons - Indiana Pacers 77-88 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 83-82 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 114-106 (framlenging) Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 85-111 San Antonio Spurs - Boston Celtics 103-88 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 86-99 NBA Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann Milwaukee Bucks örugglega. New York Knicks vann án Carmelo Anthony og er enn ósigrað á heimavelli, Miami Heat vann sinn leik og San Antonio Spurs landaði sigri þrátt fyrir að missa Manu Ginobili meiddan af velli. Minnesota Timberwolves fagnaði líka endurkomu Ricky Rubio með því að vinna Dallas Mavericks í framlengdum leik.Matt Barnes skoraði 21 stig og Blake Griffin var með 18 stig og 11 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 111-85 útisigur á Milwaukee Bucks. Griffin náði þremur mögnuðum troðslum á stuttum tíma í þriðja leikhluta en Clippers-liðið vann þarna sinn níunda leik í röð og hefur ekki unnið fleiri leiki í röð síðan að félagið vann 11 leiki í röð sem Buffalo Braves tímabilið 1974 til 1975.Raymond Felton skoraði 25 stig og Tyson Chandler bætti við 23 stigum þegar New York Knicks vann 103-102 sigur á Cleveland Cavaliers þrátt fyrir að leika án Carmelo Anthony. New York hefur unnið alla tíu leiki sína í Madison Square Garden í vetur. Kyrie Irving skoraði 41 stig fyrir Cavs en Anderson Varejao átti möguleika á því að tryggja liðinu framlengingu en klikkaði á vítaskoti sekúndu fyrir leikslok.LeBron James var með 23 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann Washington Wizards 102-72 en Miami-liðið leiddi allan tímann. Þetta var 42. leikurinn í röð þar sem James skorar 20 stig eða meira. Udonis Haslem og Dwyane Wade voru báðir með 13 stig. Bradley Beal var stigahæstur hjá Washington með 19 stig og Cartier Martin skoraði 18 stig.Tony Parker var með 22 stig og 8 stoðsendingar í 103-88 sigri San Antonio Spurs á Boston Celtics. Gary Neal var með 20 stig en Spurs-liðið missti Manu Ginobili meiddan af velli í fyrsta leikhlutanum. San Antonio hefur unnið 8 af 10 heimaleikjum sínum í vetur. Paul Pierce og Jason Terry voru báðir með 18 stig fyrir Boston.Ricky Rubio átti fína endurkomu eftir krossbandsslit þegar Minnesota Timberwolves vann 114-106 heimasigur á Dallas Mavericks eftir framlengingu. Rubio var með 8 stig og 9 stoðsendingar á 18 mínútum en stigahæstur var Nikola Pekovic með 21 stig. Liðið lék án Kevin Love sem var veikur en Andrei Kirilenko skoraði 5 af 14 stigum sínum í framlengunni. O.J. Mayo var með 20 stig hjá Dallas.David Lee var með 20 stig og 11 fráköst og Stephen Curry bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Golden State Warriors vann 115-93 útisigur á Atlanta Hawks en Golden State vann 6 af 7 leikjm á þessari útivallrreisu sinni um Austurströndina. Harrison Barnes og Carl Landry skoruðu báðir 19 stig fyrir Golden State en Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 17 stig.Joakim Noah skoraði 12 stig og tók 10 fráköst í 83-82 endurkomusigri Chicago Bulls á Brooklyn Nets. Chicago hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum en liðið náði 8-0 spretti á lokakafla leiksins. Brook Lopez var með 18 stig og 10 fráköst á 25 mínútum fyrir Nets en Marco Belinelli var stigahæstur hjá Chicago með 19 stig.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Atlanta Hawks - Golden State Warriors 93-115 Charlotte Bobcats - Orlando Magic 98-107 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 103-102 Miami Heat - Washington Wizards 102-72 Detroit Pistons - Indiana Pacers 77-88 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 83-82 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 114-106 (framlenging) Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 85-111 San Antonio Spurs - Boston Celtics 103-88 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 86-99
NBA Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira