Efnahagsleg "rússíbanareið“ 17. desember 2012 08:00 Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér. Klinkið Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér.
Klinkið Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira