Formúla 1

Button: Hamilton mun koma Rosberg á óvart

Birgir Þór Harðarson skrifar
Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í Formúlu 1 á næsta ári, við hlið Nico Rosberg. Hann hefur ekið fyrir McLaren síðan 2007.
Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í Formúlu 1 á næsta ári, við hlið Nico Rosberg. Hann hefur ekið fyrir McLaren síðan 2007. nordicphotos/afp
Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir að Lewis Hamilton, fyrrum liðsfélagi hans, muni koma nýjum liðsfélaga hjá Mercedes á óvart. Nico Rosberg eigi eftir að átta sig á hversu hæfileikaríkur og fljótur Hamilton er.

Button er eini liðsfélagi Hamilton í Formúlu 1 sem hefur endað ofar í titilbaráttunni en hann. Meðal þeirra sem ekið hafa við hlið Hamilton hjá McLaren síðan 2007 er tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso.

„Hann verður að öllum líkindum svolítið hissa," sagði Button þegar hann var spurður við hverju Rosberg mætti búast. „Ég veit að þeir voru liðsfélagar í gamla daga, en ég held að það muni koma honum á óvart hversu góða hluti Hamilton getur gert með lélegan bíl."

„Þetta hefur verið gott samstarf hjá okkur Hamilton," sagði Button enn fremur. „Við höfum haft gaman að þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×