Móðir fjöldamorðingjans Adam Lanza, sem jafnframt var fyrsta fórnarlamb hans, safnaði vopnum á heimili sínu í Connecticut. Hún skráð fyrir sex skotvopnum hið minnsta, á meðal þeirra eru byssurnar þrjár sem sonur hennar notaði er hann myrti 26 manns í Sandy Hook-grunnskólum á föstudaginn.
Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því í dag að Nancy Lanza hafi safnað mat og öðrum nauðsynjum á heimili sínu. Þá hefur komið í ljós að Nancy var sannfærð um efnahagur Bandaríkjanna myndi riða til falls á næstu árum og að samfélagslegir innviðir myndu í kjölfarið fara úr skorðum.
Sonur hennar, Adam, átti við geðræn vandamál að stríða. Ekki er vitað hvort að Nancy hafi farið með Adam á skotæfingasvæði en að sögn nágranna var hún tíður gestur þar.
Komið hefur í ljós að Adam skaut fórnarlömb sín ítrekað. Hann skaut móður sína fjórum sinnum í höfuðið.
Fyrrum bekkjarfélagar og vinir Adams hafa lýst honum sem sérvitrum ungum manni. Hann hafi verið þögull og mannfælinn.