NBA í nótt: Jeremy Lin stöðvaði sigurgöngu New York á heimavelli 18. desember 2012 08:15 Jeremy Lin lék vel gegn sínum gömlu félögum í nótt. AP Jeremy Lin átti stóran þátt í því að stöðva sigurgöngu síns gamla félags þegar hann mætti til leiks með Houston Rockets í Madison Square Garden í New York í nótt. Lin skoraði 22 stig í 109-96 sigri liðsins og þar að auki gaf hann átta stoðsendingar. Þetta var i fyrsta sinn sem Lin leikur á sínum gamla heimavelli eftir að hann yfirgaf New York s.l. sumar en hann átti stórkostlegt tímabili í fyrra með New York þar sem að Linsanity-æði gekk yfir borgina. New York hafði fyrir leikinn unnið alla 10 heimaleiki sína í vetur. James Harden skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Houston en þetta er í annað sinn á þessari leiktíð sem Houston hefur betur gegn New York. Houston sigraði 131-103 þann 23. nóvember þegar liðin mættust í Houston. Nýliðinn Chris Copeland skoraði 29 stig fyrir New York sem er persónulegt met hjá honum. Carmelo Anthony lék ekki með Knicks vegna meiðsla á ökkla, og þar með lauk fjögurra leikja sigurgöngu liðsins.Oklahoma – San Antonio 107-93 Efstu lið Vesturdeildar áttust við í Oklahoma þar sem að heimamenn höfðu betur gegn San Antonio 107-93. Það má gera ráð fyrir því að þessi lið verði í baráttunni um að komast í úrslit NBA deildarinnar næsta vor. Serge Ibaka jafnaði persónulegt met þegar hann skoraði 25 stig fyrir Oklahoma en spænski landsliðsmaðurinn tók einnig 17 fráköst. Þetta var 11. sigurleikur Oklahoma í röð. Gregg Popovich þjálfari San Antonio setti helstu stjörnur liðsins á varamannabekkinn í fjórða leikhluta þegar liðið var 18 stigum undir. Tony Parker og Nando De Colo skoruðu 14 stig hvor fyrir San Antonio. Manu Ginobili lék ekki með San Antonio vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Boston s.l. laugardag. Russell Westbrook skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir heimamenn, Kevin Martin skoraði 20 og Kevin Durant skoraði 19.Memphis – Chicago 80-71 Mike Conley skoraði 17 stig, og Zach Randolph skoraði 10 og tók 15 fráköst fyrir Memphis. Carlos Boozer var stigahæstur í liði Chicago með 16 stig og 13 fráköst. Marco Belinelli skoraði 13 stig fyrir gestina.Detroit – LA Clippers 76-88 Jamal Crawford skoraði 15 stig fyrir Clippers og Chris Paul bætti við 14 í tíunda sigurleik Clippers í röð. Blake Griffin skoraði 15 stig og tvær risatroðslur hans á lokamínútum leiksins vöktu athygli. Brandon Knight skoraði 16 stig fyrir heimamenn sem hafa nú tapað 5 leikjum í röð.Orlando – Minnesota 102-93 Glen Davis skoraði 28 stig fyrir Orlando og J.J. Redick skoraði 18 og gaf að auki 7 stoðsendingar. Kevin Love var stigahæstur í liði Minnesota með 23 stig og 15 fráköst. Nikola Pekovic var með 19 stig og 12 fráköst. Phoenix – Sacramento 101-90 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Jeremy Lin átti stóran þátt í því að stöðva sigurgöngu síns gamla félags þegar hann mætti til leiks með Houston Rockets í Madison Square Garden í New York í nótt. Lin skoraði 22 stig í 109-96 sigri liðsins og þar að auki gaf hann átta stoðsendingar. Þetta var i fyrsta sinn sem Lin leikur á sínum gamla heimavelli eftir að hann yfirgaf New York s.l. sumar en hann átti stórkostlegt tímabili í fyrra með New York þar sem að Linsanity-æði gekk yfir borgina. New York hafði fyrir leikinn unnið alla 10 heimaleiki sína í vetur. James Harden skoraði 28 stig og tók 10 fráköst fyrir Houston en þetta er í annað sinn á þessari leiktíð sem Houston hefur betur gegn New York. Houston sigraði 131-103 þann 23. nóvember þegar liðin mættust í Houston. Nýliðinn Chris Copeland skoraði 29 stig fyrir New York sem er persónulegt met hjá honum. Carmelo Anthony lék ekki með Knicks vegna meiðsla á ökkla, og þar með lauk fjögurra leikja sigurgöngu liðsins.Oklahoma – San Antonio 107-93 Efstu lið Vesturdeildar áttust við í Oklahoma þar sem að heimamenn höfðu betur gegn San Antonio 107-93. Það má gera ráð fyrir því að þessi lið verði í baráttunni um að komast í úrslit NBA deildarinnar næsta vor. Serge Ibaka jafnaði persónulegt met þegar hann skoraði 25 stig fyrir Oklahoma en spænski landsliðsmaðurinn tók einnig 17 fráköst. Þetta var 11. sigurleikur Oklahoma í röð. Gregg Popovich þjálfari San Antonio setti helstu stjörnur liðsins á varamannabekkinn í fjórða leikhluta þegar liðið var 18 stigum undir. Tony Parker og Nando De Colo skoruðu 14 stig hvor fyrir San Antonio. Manu Ginobili lék ekki með San Antonio vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Boston s.l. laugardag. Russell Westbrook skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir heimamenn, Kevin Martin skoraði 20 og Kevin Durant skoraði 19.Memphis – Chicago 80-71 Mike Conley skoraði 17 stig, og Zach Randolph skoraði 10 og tók 15 fráköst fyrir Memphis. Carlos Boozer var stigahæstur í liði Chicago með 16 stig og 13 fráköst. Marco Belinelli skoraði 13 stig fyrir gestina.Detroit – LA Clippers 76-88 Jamal Crawford skoraði 15 stig fyrir Clippers og Chris Paul bætti við 14 í tíunda sigurleik Clippers í röð. Blake Griffin skoraði 15 stig og tvær risatroðslur hans á lokamínútum leiksins vöktu athygli. Brandon Knight skoraði 16 stig fyrir heimamenn sem hafa nú tapað 5 leikjum í röð.Orlando – Minnesota 102-93 Glen Davis skoraði 28 stig fyrir Orlando og J.J. Redick skoraði 18 og gaf að auki 7 stoðsendingar. Kevin Love var stigahæstur í liði Minnesota með 23 stig og 15 fráköst. Nikola Pekovic var með 19 stig og 12 fráköst. Phoenix – Sacramento 101-90
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira