Erlent

Er þetta ljótasta jólatré í heimi? - Íbúar í Brussel brjálaðir

Íbúar í Brussel í Belgíu eru alls ekki sáttir við nýja jólatréð í borginni og hafa yfir 25 þúsund manns skrifað nafn sitt á undskriftarlista þess efnis að tréð verði fjarlægt sem allra fyrst. Jólatréð er heldur ekki venjulegt heldur er þetta einhverskonar nútíma-jólatré. Tréð er 25 metrar á hæð. Þeir sem hafa skrifað nafn sitt á listann vilja fá "alvöru" jólatré - ekta grenitré.

Yfirmaður ferðamála í borginni, Phillipe Close, segir að meiningin hafi ekki verið að reita borgarbúa til reiði. "Við vildum einungis nútímavæða ánægjuna sem veturinn og jólin færa okkur. Tréð er ekki trúartákn og í rauninni eru margir múslimar með jólatré heima hjá sér," segir hann, en trúarhópar í borginni hafa látið í sér heyra vegna trésins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×