Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 6. desember 2012 15:02 FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira