Sagan á bak við Clinique 6. desember 2012 17:15 Er hægt að búa til fallega húð? Árið 1967 tók blaðamaðurinn Carol Phillips viðtal við einn fremsta húðlækni þess tíma, Dr. Norman Orentreich, fyrir bandaríska tímaritið Vogue. Í viðtalinu sem bar titilinn "Can Great Skin Be Created?", á ensku eða "Er hægt að búa til fallega húð?" á íslensku, var leitast við að svara þeirri spurningu með lýsingu á einfaldri hugmynd sem átti eftir að marka tímamót í snyrtivöruframleiðslu. Í greininni lýsir Dr. Orentreich hvernig hægt sé að gera húðina fallegri og heilbrigðari.Evelyn Lauder, tengdadóttir Estée Lauder, las greinina og vakti athygli á henni hjá Estée Lauder fyrirtækinu með þeim afleiðingum að bæði Carol Phillips og Dr. Orentreich var boðið að vinna með fyrirtækinu að sköpun nýs vörumerkis. Þau voru bæði mjög áhugasöm vegna þessa og í ágúst árið 1968 kom CLINIQUE, fyrsta vörumerkið sem þróað er af húðlæknum, ilmefnalaust og 100% ofnæmisprófað, á markað. Í dag er Clinique eitt stærsta snyrtivörumerkið á markaðnum og selt í yfir 135 löndum víðsvegar um heiminn.Já það er hægt að gera húðina fallegri og heilbrigðari. Markmið Clinique er að bjóða upp á klæðskerasniðnar lausnir fyrir allar húðgerðir. Húðin þarfnast daglegrar umhirðu en áhrifaþættir eins og aldur, árstíðir og persónulegt val hverrar manneskju gerir það að verkum að þarfir húðarinnar geta verið jafn misjafnar og tegundirnar eru margar.Efnasamsetningar og formúlur sem hæft geta þessum fjölmörgu húðtegundum eru það sem gera húðumhirðu Clinique einstaklingsmiðaða. Aðaláhersla Clinique er á 3ja þrepa húðumhirðukerfið, en það er bein afurð rannsókna Dr. Orentreich sem reyndi að sýna fram á að allir gætu öðlast fallega og heilbrigða húð. Einstaklingar með margskonar húðgerðir voru fengnir til að fara daglega eftir þremur einföldum þrepum með húðvörum frá Clinique: hreinsun, endurnýjun og næringu. Í kjölfarið var í raun hægt að svara spurningu blaðagreinarinnar sem haft hafði svo mikil áhrif á snyrtivöruframleiðandann Estée Lauder árið 1967: Já það er hægt að gera húðina fallegri og heilbrigðari með réttu vörunum og daglegri umhyggju.Carol Philips blaðamaður.Dr. Orentreich. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Er hægt að búa til fallega húð? Árið 1967 tók blaðamaðurinn Carol Phillips viðtal við einn fremsta húðlækni þess tíma, Dr. Norman Orentreich, fyrir bandaríska tímaritið Vogue. Í viðtalinu sem bar titilinn "Can Great Skin Be Created?", á ensku eða "Er hægt að búa til fallega húð?" á íslensku, var leitast við að svara þeirri spurningu með lýsingu á einfaldri hugmynd sem átti eftir að marka tímamót í snyrtivöruframleiðslu. Í greininni lýsir Dr. Orentreich hvernig hægt sé að gera húðina fallegri og heilbrigðari.Evelyn Lauder, tengdadóttir Estée Lauder, las greinina og vakti athygli á henni hjá Estée Lauder fyrirtækinu með þeim afleiðingum að bæði Carol Phillips og Dr. Orentreich var boðið að vinna með fyrirtækinu að sköpun nýs vörumerkis. Þau voru bæði mjög áhugasöm vegna þessa og í ágúst árið 1968 kom CLINIQUE, fyrsta vörumerkið sem þróað er af húðlæknum, ilmefnalaust og 100% ofnæmisprófað, á markað. Í dag er Clinique eitt stærsta snyrtivörumerkið á markaðnum og selt í yfir 135 löndum víðsvegar um heiminn.Já það er hægt að gera húðina fallegri og heilbrigðari. Markmið Clinique er að bjóða upp á klæðskerasniðnar lausnir fyrir allar húðgerðir. Húðin þarfnast daglegrar umhirðu en áhrifaþættir eins og aldur, árstíðir og persónulegt val hverrar manneskju gerir það að verkum að þarfir húðarinnar geta verið jafn misjafnar og tegundirnar eru margar.Efnasamsetningar og formúlur sem hæft geta þessum fjölmörgu húðtegundum eru það sem gera húðumhirðu Clinique einstaklingsmiðaða. Aðaláhersla Clinique er á 3ja þrepa húðumhirðukerfið, en það er bein afurð rannsókna Dr. Orentreich sem reyndi að sýna fram á að allir gætu öðlast fallega og heilbrigða húð. Einstaklingar með margskonar húðgerðir voru fengnir til að fara daglega eftir þremur einföldum þrepum með húðvörum frá Clinique: hreinsun, endurnýjun og næringu. Í kjölfarið var í raun hægt að svara spurningu blaðagreinarinnar sem haft hafði svo mikil áhrif á snyrtivöruframleiðandann Estée Lauder árið 1967: Já það er hægt að gera húðina fallegri og heilbrigðari með réttu vörunum og daglegri umhyggju.Carol Philips blaðamaður.Dr. Orentreich.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira