KR-ingar unnu sterkan sigur á Haukum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag en leiknum lauk með öruggum sigri KR, 83-67.
Leikurinn var virkilega jafn til að byrja með og var staðan 18-18 eftir fyrsta fjórðunginn en þegar leið á leikinn fóru KR-ingar að síga framúr og unnu að lokum öruggan sigur.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður KR, átti frábæran leik og skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst.
KR er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig en Haukar í því fimmta með tíu stig.
