Syngjum saman klukkan ellefu 30. nóvember 2012 10:15 Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira