Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór 82-81 | Stólarnir í úrslit Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu skrifar 23. nóvember 2012 18:00 Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla í körfubolta eftir dramatískan eins stigs sigur á Þór úr Þorlákshöfn 82-81, í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en þeir fara báðir fram í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi í kvöld. Þórsarar fengu ótal tækifæri til að komast yfir í lokin en baráttuglaðir Tindastólsmenn stoppuðu þá hvað eftir annað og fögnuðu gríðarlega í lokin enda hefur lítið gengið hjá þeim í deildinni í vetur. Tindastóll mætir annaðhvort Snæfell eða Grindavík í úrslitaleiknum á morgun en þau lið spila hinn undanúrslitaleikinn á eftir. Það var mikilvægt fyrir Tindastólsmenn að skora 17 stig í röð í öðrum leikhluta þegar Þórsararnir voru að stinga af og koma sér þar með aftur inn í leikinn. Eftir það voru þeir með frumkvæðið út nær allan leikinn en lokaleikhlutinn var mjög jafn þar sem liðin skiptust á því að ná forystunni á lokamínútunum. George Valentine skoraði 24 stig og tók 12 fráköst og Drew Gibson skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og gerði Benjamin Smith lífið leitt hinum megin á vellinum. Darrel Flake skoraði 22 stig og tók 12 fráköst hjá Þór og þeir Benjamin Smith og Guðmundur Jónsson voru með 16 stig hvor. Smith gaf 11 stoðsendingar en hitti aðeins úr 1 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Helgi Rafn: Vonandi bara okkar keppni "Loksins sýndum við réttan karakter á síðustu sekúndunum því það er það sem hefur vantað hjá okkur í undanförnum leikjum. Í fyrra kláruðum við leikina okkar en á þessu tímabili hefur vantað að halda dampi allan tímann. Þetta hafðist loksins," sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls eftir leikinn. Stólarnir fögnuðu sigrinum vel í leikslok og það var augljóst að liðinu langaði í þennan sigur. "Það er búið að ganga ágætlega í þessum Lengjubikar en ekki eins vel í deildinni. Mér finnst þetta vera farið að smella betur hjá okkur og það er alltaf gaman að vinna," sagði Helgi Rafn. "Við fögnum ekkert of mikið því það er annar leikur á morgun. Það verður bara stemning því það er alltaf gaman að koma í Hólminn," sagði Helgi Rafn. "Eftir slakan kafla í öðrum leikhluta fórum við að spila góða vörn og gerðum það sem við áttum að gera. Við héldum því síðan út leikinn og ég er mjög sáttur með okkar leik," sagði Helgi Rafn. "Þetta er vonandi bara okkar keppni. Við mætum kolvitlausir í leikinn á morgun," sagði Helgi Rafn að lokum. Darri: Ég veit ekki hvað var að gerast hjá okkur í lokinDarri Hilmarsson og félagar í Þórsliðinu voru að vonum svekktir eftir eins stigs tap fyrir Tindastól í undanúrslitunum í kvöld. Þórsliðið fékk hvert tækifærið á fætur öðru í lokin en tókst ekki að skora körfuna sem hafði fært þeim sigurinn. "Við fengum þrjá eða fjóra möguleika í lokin og þeir fóru allir forgörðum. Ég veit ekki hvað var að gerast hjá okkur í lokin því vorum að kasta boltanum frá okkur og svo aðp klikka líka úr opnum skotum. Það er hrikalega slakt að ná ekki að klára þetta því við fengum nóg af tækifærum til þess," sagði Darri. Slakur kafli í öðrum leikhluta kostaði liðið gott forskot en Stólarnir skoruðu þá 17 stig í röð. "Við skoruðum ekki í sex eða sjö mínútur, vorum að klúðra boltanum og að taka léleg skot. Þeir fengu í staðinn hraðaupphlaup og auðveldar körfur sem gerði það að verkum að þeir skoruðu 17-0 á okkur," sagði Darri. "Svo var þetta bara jafnt út allan leikinn en þeir voru kannski einu skrefi á undan. Við náðum að jafna þetta en svo gátu bæði liðin unnið þetta í lokin. Við fengum tækifæri til að komast yfir en þeir fengu líka tækifæri til að komast meira yfir. Við klikkuðum í lokin," sagði Darri en þetta er annað árið í röð sem Þórsliðið tapar í undanúrslitaleiknum í þessari keppni "Það er hrikalega svekkjandi að komast ekki í úrslit. Það er fínt að komast í undanúrslitin en við viljum komast alla leið. Það er leiðinlegt að enda alltaf í undanúrslitunum," sagði Darri. Bárður: Við erum að byggja upp flott lið"Þetta er okkar keppni, það er alveg klárt," sagði Bárður Eyþórsson, sigurreifur þjálfari Tindastóls eftir sigurinn á Þór í kvöld en hans menn safna sigrunum í Lengjubikarnum þótt enginn sé í húsi í deildinni. "Mér fannst mínir menn hafa gaman af þessu og menn voru að leggja sig fram. Vörnin var heilt yfir góð allan leikinn þótt að Darrel Flake hafi verið að gera okkur lífið leitt í fyrri hálfleik," sagði Bárður. "Þetta var bara fínt hjá okkur og það var líka ágætis flæði hjá okkur í leiknum. Strákarnir lögðu sig mjög mikið fram í kvöld og uppskáru eftir því," sagði Bárður en er hann nokkuð hræddur um að strákarnir fagni of mikið inn í klefa. "Við höfum ekki verið að týna upp stigin í vetur og fögnum því öllu. Sigur er sigur fyrir okkur hvort sem hann er í undanúrslitaleik eða deildarleik. Við reynum bara að hafa gaman af þessu og liðsandinn er frábær í liðinu," sagði Bárður. "Við erum að byggja upp flott lið. Við vissum það að við værum á eftir hinum liðunum í upphafi móts og það hefur aðeins verið að koma í bakið á okkur. Mér sýnist samt á öllu að við erum að koma upp. Svona sigur á móti sterku liði skemmir ekkert fyrir þeirri þróun," sagði Bárður. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má sjá hana hér fyrir neðan.Leik lokið, 82-81: Tindastólsmenn stela boltanum og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum.40. mínúta, 82-81: Drew Gibson fer á vítalínuna þegar 2,8 sekúndur eru eftir. Hann klikkar á báðum vítunum en flautan gellur þegar Þórsarar ná frákastinu. Þór fær innkast þegar 2,2 sekúndur eru eftir en mega ekki taka leikhlé og innkastið er á þeirra vallarhelmingi.40. mínúta, 82-81: David Bernard Jackson klikkar á tveggja stiga stökkskoti og Drew Gibson nær frákastinu þegar 3,7 sekúndur eru eftir. Tindastóll er ekki kominn í bónus og Þórsarar verða því að brjóta aftur.40. mínúta, 82-81: Drew Gibson hjá Tindastól tapar boltanum þegar 24 sekúndur eru eftir og Benedikt Guðmundsson tekur leikhlé. Þór getur átt síðustu sóknina og karfa kemur þeim yfir.40. mínúta, 82-81: Stólarnir stoppa hvað eftir annað en tekst ekki að ná varnarfrákastinu og Þórsliðið fær því marga möguleika. Benjamin Smith er hinsvegar ekki að finna sig og fær lok á sig ruðning þegar 48 sekúndur eru eftir.38. mínúta, 82-81: Guðmundur Jónsson sýnir létta boltatækni áður en hann minnkar muninn í eitt stig með flottri þriggja stiga körfu. Það er mikil spenna í loftinu og Bárður ákveður að taka leikhlé. Guðmundur er kominn með 16 stig í leiknum.37. mínúta, 80-73: Helgi Rafn Viggósson skorar góða hraðaupphlaupskörfu og Stólarnir verja skot frá Smith í næstu sókn. Þetta lítur vel út hjá Tindastólsliðinu.36. mínúta, 78-73: Stólarnir setja niður tvo stemningsþrista í röð og eru komnir fimm stigum yfir. Benedikt Guðmundsson tekur leikhlé þegar 4:56 eru eftir af leiknum. Tindastólsliðið er búið að setja niður sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum.34. mínúta, 72-73: Liðin skiptast nú á að ná forystunni en Darrekl Flake kemur Þór í 73-72 og er nú búinn að skora 22 stig í kvöld. Bárður Eyþórsson tekur leikhlé og fer yfir skipulagið hjá Tindastólsliðinu sem hefur verið aðeins að gefa eftir.33. mínúta, 70-71: Darri Hilmarsson setur niður þrist og kemur Þórsliðinu yfir í fyrsta sinn í langan tíma. Darri er búinn að skora tíu stig í seinni hálfleiknum.32. mínúta, 68-68: Þórsarar byrja fjórða leikhlutann betur og eru búnir að jafna leikinn. Benjamin Smith er að komast meira og meira inn í leikinn eftir því sem líður á hann.Þriðji leikhluti búinn, 66-63: Sigtryggur Arnar Björnsson setur niður flottan þrist fyrir Stólana en Benjamin Smith kemur til baka upp völlinn, skorar og fær víti að auki sem hann nýtir. Það munar því aðeins þremur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann og það verður því mikil spenna á lokakafla leiksins.28. mínúta, 61-55: Stólarnir ætla ekkert að gefa eftir. Helgi Freyr Margeirsson smellir niður sínum öðrum þristi í leikhlutanum og Tindastóll er komið sex stigum yfir.27. mínúta, 55-51: Guðmundur Jónsson setur niður þrist en Þórsarar náðu að skorað átta stig í röð og minnka muninn niður í eitt stig. Hinn ungi Ingvi Rafn Ingvarsson svarar því með laglegri þriggja stiga körfu og er nú kominn með fimm stig í leikhlutanum.25. mínúta, 52-48: Tindastóll kemst níu stigum yfir en Darri Hilmarsson setur þá niður þrist og Benjamin Smith minnir síðan á sig með körfu en þær hafa ekki verið margar til þessa í kvöld.22. mínúta, 47-44: Tindastóll er áfram með frumkvæðið og komast sjö stigum yfir eftir fimm stig í röð frá Drew Gibson. Guðmundur Jónssonar svarar með körfu og víti að auki og er búinn að skora fimm stig á upphafsminútum seinni hálfleiksins.21. mínúta, 42-40: Tindastólsmaðurinn Hreinn Birgisson fær á sig ruðning og þarf að setjast á bekkinn með fjórar villur.Seinni hálfleikur hafinn, 42-38: Tindastóll byrjar með boltann og Helgi Freyr Margeirsson skorar fyrstu stig seinni hálfleiksins með flottri þriggja stiga körfu.Hálfleikur, 39-38: Tindastóll komst sjö stigum yfir en Þórsarar skoruðu sex síðustu stig hálfleiksins og komu muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik. George Valentine er stigahæstur hjá Tindastól með 16 stig en Darrel Flake hefur skorað mest fyrir Þór eða 16 stig. Báðir hafa þeir tekið 6 fráköst. Drew Gibson, leikstjórnandi Tindastóls er með 6 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar í fyrri hálfleik og er því á góðri leik í þrennuna.19. mínúta, 37-32: David Bernard Jackson skorar langþráða körfu en Tindastóll svarar strax og er fimm stigum yfir. Þórsliðið skoraði ekki í sex mínútur. Benedikt tekur annað leikhlé og reynir að vekja sína menn sem sofnuðu heldur betur á verðinum tólf stigum yfir.18. mínúta, 35-30: George Valentine með eina viðstöðulausa troðslu úr hraðaupphlaupi og Tindastóll er á 17-0 spretti. Þórsarar eru orðnir mjög pirraðir en þurfa núna fyrst og fremst körfu.17. mínúta, 33-30: Tindastóll gefur ekkert eftir á þessum spretti sínum og Benedikt Guðmundsson þarf að taka leikhlé eftir fimmtán stig Stólanna í röð. Darri Hilmarsson var að fá á sig óíþróttamannslega villu þannig að Stólarnir geta bætt við forskotið þegar liðin snúa til baka úr leikhléinu.16. mínúta, 31-30: Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sendir Darrel Flake og Darra Hilmarsson aftur inn á völlinn enda Stólarnir komnir yfir í leiknum eftir að hafa skorað þrettán stig í röð.15. mínúta, 27-30: Stólarnir ætla ekki að missa Þórsarana frá sér og svara með níu stigum í röð. Liðin skiptast á að eiga góða spretti í þessum fyrri hálfleik.12. mínúta, 18-30: Darrell Flake fær smá hvíld enda búinn að skila miklu fyrir Þór á fyrstu tólf mínútum leiksins. Þór er komið tólf stigum yfir ekki síst vegna flottra 14 stiga frá honum.1. leikhluti búinn, 16-22: Þórsarar náðu góðum endaspretti í leikhlutanum og eru með sex stiga forskot eftir fyrstu tíu mínúturnar í kvöld. Darrell Flake skoraði átta síðustu stigin í leikhlutanum og er kominn með 10 stig og 5 fráköst.9. mínúta, 16-14: Bárður kveikti heldur betur í sínum mönnum sem náðu strax 10-0 spretti og eru skyndilega komnir yfir í leiknum.7. mínúta, 6-14: Þórsarar eru að stinga af og Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls tekur leikhlé. Guðmundur Jónsson er að spila vel fyrir Þór og þegar kominn með fimm stig og 2 stolna bolta í leiknum.6. mínúta, 5-10: Þórsarar eru búnir að skora átta stig í röð og eru komnir fimm stigum yfir. David Bernard Jackson er samt búinn að fá sig tvo ruðningsdóma í upphafi leiks.4. mínúta, 5-5: Það virðist vera smá stress í mönnum í upphafi en George Valentine kemur sér á blað með laglegri troðslu en David Bernard Jackson svarar og jafnar með þriggja stiga körfu.1. mínúta, 3-0: Ingvi Rafn Ingvarsson hjá Tindastól setur niður þriggja stiga körfu og skorar fyrstu stig kvöldsins.Leikurinn hafinn, 0-0: Tindastólsmenn vinna uppkastið og byrja með boltann í kvöld. Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Tómas Tómasson dæma leikinn.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og það styttist því í leikinn. Tindastólsmenn eru kallaðir fyrst fram.Fyrir leik: Það er einhver smá seinkun á leiknum. Það er ekki búið að kynna liðin til leiks og leikmennirnir eru enn í almennri upphitun. Sporttv fær tíma til að koma tæknimálunum á hreint en það er víst önnur tölva á leiðinni úr Reykjavík. Það verður þó ekki beðið eftir henni fyrir þennan leik.Fyrir leik: Drew Gibson og George Valentine er báðir kraftmiklir strákar hjá Tindastól sem voru með tvennu í leiknum á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið (Valentine 25 stig og 11 fráköst og Gibson 22 stig og 12 stoðsendingar). Stólarnir þurfa hinsvegar að fá meira frá íslensku strákunum en í þessum leik í Garðabænum.Fyrir leik: Friðrik Hreinsson, ein aðalskytta Stólanna, getur ekki verið með í kvöld og munar mikið um hann enda maður sem getur hreinlega gert út um leiki með þriggja stiga körfum sínum.Fyrir leik: Tindastólsmenn leggja örugglega mikla áherslu á að stoppa Þórsarann Benjamin Curtis Smith sem var sjóðheitur fyrir viku síðan þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Fjölni.Fyrir leik: Sporttv-menn eru mættir í Hólminn en það lítur út fyrir að bilun í tölvu gæti komið í veg fyrir útsendingu frá þessum leik. Strákarnir á Sporttv eru að reyna að bjarga málunum en þaðer oft lítið hægt að gera þegar tæknin er stríða manni.Fyrir leik: Þórsarar eru mættir í undanúrslit Lengjubikarsins annað árið í röð en þeir töpuðu fyrir verðandi meisturum Grindavíkur í undanúrslitunum í DHL-höllinni í fyrra.Fyrir leik: Tindastóll er í hópi hinna fjögurra fræknu í fyrsta sinn í níu eða síðan þeir komust í undanúrslitin árið 2003. Tindastóll tapaði þá fyrir Keflavík í undanúrslitunum.Fyrir leik: Þór og Tindastóll hafa ekki mæst í vetur en eiga hinsvegar að mætast í áttundu umferð Dominos-deildarinnar í næstu viku en sá leikur mun fara fram á Króknum.Fyrir leik: Þórsarar eru búnir að vinna þrjá leiki í röð í Dominos-deildinni eru þar í 2. til 4. sæti ásamt Stjörnunni og Grindavík. Tindastóll situr hinsvegar á botni deildarinnar en liðið á enn eftir að vinna deildarleik í vetur.Fyrir leik: Tindastólsmenn eru búnir að vinna fimm leiki á tímabilinu og þeir hafa allir verið í Lengjubikarnum. Tindastóll tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að tapa "bara" með 12 stigum í lokaleiknum á móti Stjörnunni en Stjarnan þurfti að vinna með fimmtán stigum til að vinna riðilinn. Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla í körfubolta eftir dramatískan eins stigs sigur á Þór úr Þorlákshöfn 82-81, í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en þeir fara báðir fram í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi í kvöld. Þórsarar fengu ótal tækifæri til að komast yfir í lokin en baráttuglaðir Tindastólsmenn stoppuðu þá hvað eftir annað og fögnuðu gríðarlega í lokin enda hefur lítið gengið hjá þeim í deildinni í vetur. Tindastóll mætir annaðhvort Snæfell eða Grindavík í úrslitaleiknum á morgun en þau lið spila hinn undanúrslitaleikinn á eftir. Það var mikilvægt fyrir Tindastólsmenn að skora 17 stig í röð í öðrum leikhluta þegar Þórsararnir voru að stinga af og koma sér þar með aftur inn í leikinn. Eftir það voru þeir með frumkvæðið út nær allan leikinn en lokaleikhlutinn var mjög jafn þar sem liðin skiptust á því að ná forystunni á lokamínútunum. George Valentine skoraði 24 stig og tók 12 fráköst og Drew Gibson skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og gerði Benjamin Smith lífið leitt hinum megin á vellinum. Darrel Flake skoraði 22 stig og tók 12 fráköst hjá Þór og þeir Benjamin Smith og Guðmundur Jónsson voru með 16 stig hvor. Smith gaf 11 stoðsendingar en hitti aðeins úr 1 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Helgi Rafn: Vonandi bara okkar keppni "Loksins sýndum við réttan karakter á síðustu sekúndunum því það er það sem hefur vantað hjá okkur í undanförnum leikjum. Í fyrra kláruðum við leikina okkar en á þessu tímabili hefur vantað að halda dampi allan tímann. Þetta hafðist loksins," sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls eftir leikinn. Stólarnir fögnuðu sigrinum vel í leikslok og það var augljóst að liðinu langaði í þennan sigur. "Það er búið að ganga ágætlega í þessum Lengjubikar en ekki eins vel í deildinni. Mér finnst þetta vera farið að smella betur hjá okkur og það er alltaf gaman að vinna," sagði Helgi Rafn. "Við fögnum ekkert of mikið því það er annar leikur á morgun. Það verður bara stemning því það er alltaf gaman að koma í Hólminn," sagði Helgi Rafn. "Eftir slakan kafla í öðrum leikhluta fórum við að spila góða vörn og gerðum það sem við áttum að gera. Við héldum því síðan út leikinn og ég er mjög sáttur með okkar leik," sagði Helgi Rafn. "Þetta er vonandi bara okkar keppni. Við mætum kolvitlausir í leikinn á morgun," sagði Helgi Rafn að lokum. Darri: Ég veit ekki hvað var að gerast hjá okkur í lokinDarri Hilmarsson og félagar í Þórsliðinu voru að vonum svekktir eftir eins stigs tap fyrir Tindastól í undanúrslitunum í kvöld. Þórsliðið fékk hvert tækifærið á fætur öðru í lokin en tókst ekki að skora körfuna sem hafði fært þeim sigurinn. "Við fengum þrjá eða fjóra möguleika í lokin og þeir fóru allir forgörðum. Ég veit ekki hvað var að gerast hjá okkur í lokin því vorum að kasta boltanum frá okkur og svo aðp klikka líka úr opnum skotum. Það er hrikalega slakt að ná ekki að klára þetta því við fengum nóg af tækifærum til þess," sagði Darri. Slakur kafli í öðrum leikhluta kostaði liðið gott forskot en Stólarnir skoruðu þá 17 stig í röð. "Við skoruðum ekki í sex eða sjö mínútur, vorum að klúðra boltanum og að taka léleg skot. Þeir fengu í staðinn hraðaupphlaup og auðveldar körfur sem gerði það að verkum að þeir skoruðu 17-0 á okkur," sagði Darri. "Svo var þetta bara jafnt út allan leikinn en þeir voru kannski einu skrefi á undan. Við náðum að jafna þetta en svo gátu bæði liðin unnið þetta í lokin. Við fengum tækifæri til að komast yfir en þeir fengu líka tækifæri til að komast meira yfir. Við klikkuðum í lokin," sagði Darri en þetta er annað árið í röð sem Þórsliðið tapar í undanúrslitaleiknum í þessari keppni "Það er hrikalega svekkjandi að komast ekki í úrslit. Það er fínt að komast í undanúrslitin en við viljum komast alla leið. Það er leiðinlegt að enda alltaf í undanúrslitunum," sagði Darri. Bárður: Við erum að byggja upp flott lið"Þetta er okkar keppni, það er alveg klárt," sagði Bárður Eyþórsson, sigurreifur þjálfari Tindastóls eftir sigurinn á Þór í kvöld en hans menn safna sigrunum í Lengjubikarnum þótt enginn sé í húsi í deildinni. "Mér fannst mínir menn hafa gaman af þessu og menn voru að leggja sig fram. Vörnin var heilt yfir góð allan leikinn þótt að Darrel Flake hafi verið að gera okkur lífið leitt í fyrri hálfleik," sagði Bárður. "Þetta var bara fínt hjá okkur og það var líka ágætis flæði hjá okkur í leiknum. Strákarnir lögðu sig mjög mikið fram í kvöld og uppskáru eftir því," sagði Bárður en er hann nokkuð hræddur um að strákarnir fagni of mikið inn í klefa. "Við höfum ekki verið að týna upp stigin í vetur og fögnum því öllu. Sigur er sigur fyrir okkur hvort sem hann er í undanúrslitaleik eða deildarleik. Við reynum bara að hafa gaman af þessu og liðsandinn er frábær í liðinu," sagði Bárður. "Við erum að byggja upp flott lið. Við vissum það að við værum á eftir hinum liðunum í upphafi móts og það hefur aðeins verið að koma í bakið á okkur. Mér sýnist samt á öllu að við erum að koma upp. Svona sigur á móti sterku liði skemmir ekkert fyrir þeirri þróun," sagði Bárður. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má sjá hana hér fyrir neðan.Leik lokið, 82-81: Tindastólsmenn stela boltanum og tryggja sér sæti í úrslitaleiknum.40. mínúta, 82-81: Drew Gibson fer á vítalínuna þegar 2,8 sekúndur eru eftir. Hann klikkar á báðum vítunum en flautan gellur þegar Þórsarar ná frákastinu. Þór fær innkast þegar 2,2 sekúndur eru eftir en mega ekki taka leikhlé og innkastið er á þeirra vallarhelmingi.40. mínúta, 82-81: David Bernard Jackson klikkar á tveggja stiga stökkskoti og Drew Gibson nær frákastinu þegar 3,7 sekúndur eru eftir. Tindastóll er ekki kominn í bónus og Þórsarar verða því að brjóta aftur.40. mínúta, 82-81: Drew Gibson hjá Tindastól tapar boltanum þegar 24 sekúndur eru eftir og Benedikt Guðmundsson tekur leikhlé. Þór getur átt síðustu sóknina og karfa kemur þeim yfir.40. mínúta, 82-81: Stólarnir stoppa hvað eftir annað en tekst ekki að ná varnarfrákastinu og Þórsliðið fær því marga möguleika. Benjamin Smith er hinsvegar ekki að finna sig og fær lok á sig ruðning þegar 48 sekúndur eru eftir.38. mínúta, 82-81: Guðmundur Jónsson sýnir létta boltatækni áður en hann minnkar muninn í eitt stig með flottri þriggja stiga körfu. Það er mikil spenna í loftinu og Bárður ákveður að taka leikhlé. Guðmundur er kominn með 16 stig í leiknum.37. mínúta, 80-73: Helgi Rafn Viggósson skorar góða hraðaupphlaupskörfu og Stólarnir verja skot frá Smith í næstu sókn. Þetta lítur vel út hjá Tindastólsliðinu.36. mínúta, 78-73: Stólarnir setja niður tvo stemningsþrista í röð og eru komnir fimm stigum yfir. Benedikt Guðmundsson tekur leikhlé þegar 4:56 eru eftir af leiknum. Tindastólsliðið er búið að setja niður sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum.34. mínúta, 72-73: Liðin skiptast nú á að ná forystunni en Darrekl Flake kemur Þór í 73-72 og er nú búinn að skora 22 stig í kvöld. Bárður Eyþórsson tekur leikhlé og fer yfir skipulagið hjá Tindastólsliðinu sem hefur verið aðeins að gefa eftir.33. mínúta, 70-71: Darri Hilmarsson setur niður þrist og kemur Þórsliðinu yfir í fyrsta sinn í langan tíma. Darri er búinn að skora tíu stig í seinni hálfleiknum.32. mínúta, 68-68: Þórsarar byrja fjórða leikhlutann betur og eru búnir að jafna leikinn. Benjamin Smith er að komast meira og meira inn í leikinn eftir því sem líður á hann.Þriðji leikhluti búinn, 66-63: Sigtryggur Arnar Björnsson setur niður flottan þrist fyrir Stólana en Benjamin Smith kemur til baka upp völlinn, skorar og fær víti að auki sem hann nýtir. Það munar því aðeins þremur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann og það verður því mikil spenna á lokakafla leiksins.28. mínúta, 61-55: Stólarnir ætla ekkert að gefa eftir. Helgi Freyr Margeirsson smellir niður sínum öðrum þristi í leikhlutanum og Tindastóll er komið sex stigum yfir.27. mínúta, 55-51: Guðmundur Jónsson setur niður þrist en Þórsarar náðu að skorað átta stig í röð og minnka muninn niður í eitt stig. Hinn ungi Ingvi Rafn Ingvarsson svarar því með laglegri þriggja stiga körfu og er nú kominn með fimm stig í leikhlutanum.25. mínúta, 52-48: Tindastóll kemst níu stigum yfir en Darri Hilmarsson setur þá niður þrist og Benjamin Smith minnir síðan á sig með körfu en þær hafa ekki verið margar til þessa í kvöld.22. mínúta, 47-44: Tindastóll er áfram með frumkvæðið og komast sjö stigum yfir eftir fimm stig í röð frá Drew Gibson. Guðmundur Jónssonar svarar með körfu og víti að auki og er búinn að skora fimm stig á upphafsminútum seinni hálfleiksins.21. mínúta, 42-40: Tindastólsmaðurinn Hreinn Birgisson fær á sig ruðning og þarf að setjast á bekkinn með fjórar villur.Seinni hálfleikur hafinn, 42-38: Tindastóll byrjar með boltann og Helgi Freyr Margeirsson skorar fyrstu stig seinni hálfleiksins með flottri þriggja stiga körfu.Hálfleikur, 39-38: Tindastóll komst sjö stigum yfir en Þórsarar skoruðu sex síðustu stig hálfleiksins og komu muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik. George Valentine er stigahæstur hjá Tindastól með 16 stig en Darrel Flake hefur skorað mest fyrir Þór eða 16 stig. Báðir hafa þeir tekið 6 fráköst. Drew Gibson, leikstjórnandi Tindastóls er með 6 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar í fyrri hálfleik og er því á góðri leik í þrennuna.19. mínúta, 37-32: David Bernard Jackson skorar langþráða körfu en Tindastóll svarar strax og er fimm stigum yfir. Þórsliðið skoraði ekki í sex mínútur. Benedikt tekur annað leikhlé og reynir að vekja sína menn sem sofnuðu heldur betur á verðinum tólf stigum yfir.18. mínúta, 35-30: George Valentine með eina viðstöðulausa troðslu úr hraðaupphlaupi og Tindastóll er á 17-0 spretti. Þórsarar eru orðnir mjög pirraðir en þurfa núna fyrst og fremst körfu.17. mínúta, 33-30: Tindastóll gefur ekkert eftir á þessum spretti sínum og Benedikt Guðmundsson þarf að taka leikhlé eftir fimmtán stig Stólanna í röð. Darri Hilmarsson var að fá á sig óíþróttamannslega villu þannig að Stólarnir geta bætt við forskotið þegar liðin snúa til baka úr leikhléinu.16. mínúta, 31-30: Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sendir Darrel Flake og Darra Hilmarsson aftur inn á völlinn enda Stólarnir komnir yfir í leiknum eftir að hafa skorað þrettán stig í röð.15. mínúta, 27-30: Stólarnir ætla ekki að missa Þórsarana frá sér og svara með níu stigum í röð. Liðin skiptast á að eiga góða spretti í þessum fyrri hálfleik.12. mínúta, 18-30: Darrell Flake fær smá hvíld enda búinn að skila miklu fyrir Þór á fyrstu tólf mínútum leiksins. Þór er komið tólf stigum yfir ekki síst vegna flottra 14 stiga frá honum.1. leikhluti búinn, 16-22: Þórsarar náðu góðum endaspretti í leikhlutanum og eru með sex stiga forskot eftir fyrstu tíu mínúturnar í kvöld. Darrell Flake skoraði átta síðustu stigin í leikhlutanum og er kominn með 10 stig og 5 fráköst.9. mínúta, 16-14: Bárður kveikti heldur betur í sínum mönnum sem náðu strax 10-0 spretti og eru skyndilega komnir yfir í leiknum.7. mínúta, 6-14: Þórsarar eru að stinga af og Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls tekur leikhlé. Guðmundur Jónsson er að spila vel fyrir Þór og þegar kominn með fimm stig og 2 stolna bolta í leiknum.6. mínúta, 5-10: Þórsarar eru búnir að skora átta stig í röð og eru komnir fimm stigum yfir. David Bernard Jackson er samt búinn að fá sig tvo ruðningsdóma í upphafi leiks.4. mínúta, 5-5: Það virðist vera smá stress í mönnum í upphafi en George Valentine kemur sér á blað með laglegri troðslu en David Bernard Jackson svarar og jafnar með þriggja stiga körfu.1. mínúta, 3-0: Ingvi Rafn Ingvarsson hjá Tindastól setur niður þriggja stiga körfu og skorar fyrstu stig kvöldsins.Leikurinn hafinn, 0-0: Tindastólsmenn vinna uppkastið og byrja með boltann í kvöld. Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Tómas Tómasson dæma leikinn.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og það styttist því í leikinn. Tindastólsmenn eru kallaðir fyrst fram.Fyrir leik: Það er einhver smá seinkun á leiknum. Það er ekki búið að kynna liðin til leiks og leikmennirnir eru enn í almennri upphitun. Sporttv fær tíma til að koma tæknimálunum á hreint en það er víst önnur tölva á leiðinni úr Reykjavík. Það verður þó ekki beðið eftir henni fyrir þennan leik.Fyrir leik: Drew Gibson og George Valentine er báðir kraftmiklir strákar hjá Tindastól sem voru með tvennu í leiknum á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið (Valentine 25 stig og 11 fráköst og Gibson 22 stig og 12 stoðsendingar). Stólarnir þurfa hinsvegar að fá meira frá íslensku strákunum en í þessum leik í Garðabænum.Fyrir leik: Friðrik Hreinsson, ein aðalskytta Stólanna, getur ekki verið með í kvöld og munar mikið um hann enda maður sem getur hreinlega gert út um leiki með þriggja stiga körfum sínum.Fyrir leik: Tindastólsmenn leggja örugglega mikla áherslu á að stoppa Þórsarann Benjamin Curtis Smith sem var sjóðheitur fyrir viku síðan þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Fjölni.Fyrir leik: Sporttv-menn eru mættir í Hólminn en það lítur út fyrir að bilun í tölvu gæti komið í veg fyrir útsendingu frá þessum leik. Strákarnir á Sporttv eru að reyna að bjarga málunum en þaðer oft lítið hægt að gera þegar tæknin er stríða manni.Fyrir leik: Þórsarar eru mættir í undanúrslit Lengjubikarsins annað árið í röð en þeir töpuðu fyrir verðandi meisturum Grindavíkur í undanúrslitunum í DHL-höllinni í fyrra.Fyrir leik: Tindastóll er í hópi hinna fjögurra fræknu í fyrsta sinn í níu eða síðan þeir komust í undanúrslitin árið 2003. Tindastóll tapaði þá fyrir Keflavík í undanúrslitunum.Fyrir leik: Þór og Tindastóll hafa ekki mæst í vetur en eiga hinsvegar að mætast í áttundu umferð Dominos-deildarinnar í næstu viku en sá leikur mun fara fram á Króknum.Fyrir leik: Þórsarar eru búnir að vinna þrjá leiki í röð í Dominos-deildinni eru þar í 2. til 4. sæti ásamt Stjörnunni og Grindavík. Tindastóll situr hinsvegar á botni deildarinnar en liðið á enn eftir að vinna deildarleik í vetur.Fyrir leik: Tindastólsmenn eru búnir að vinna fimm leiki á tímabilinu og þeir hafa allir verið í Lengjubikarnum. Tindastóll tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að tapa "bara" með 12 stigum í lokaleiknum á móti Stjörnunni en Stjarnan þurfti að vinna með fimmtán stigum til að vinna riðilinn.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum