Umfj. og viðtöl: Snæfell - Tindastóll 81-96 | Stólarnir Lengjubikarmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu í Stykkishólmi skrifar 24. nóvember 2012 15:30 Helgi Rafn Viggósson lyfti hér bikarnum, Mynd/ÓskarÓ Tindastólsmenn eru Lengjubikarmeistarar í körfubolta karla eftir 15 stiga sigur á Snæfelli, 96-81, í úrslitaleik í Stykkishólmi í kvöld. Tindastólsliðið er ekki búið að vinna leik í deildinni en það var enginn botnliðsbragur á Stólunum í Hólminum um helgina. Það var gríðarleg stemmning og mikið hungur í öllu Tindastólsliðinu í úrslitaleiknum og þeir gerðu heimamönnum lífið leitt með flottri vörn, góðri samvinnu og einstakri baráttu. Bárður Eyþórsson var með sína menn rétt stillta og Snæfellingar áttu fá svör ekki síst í seinni hálfleiknum sem var algjör einstefna. Tindastóll var að vinna Fyrirtækjabikar karla í annað skiptið í sögu félagsins en liðið vann einnig þessa keppni fyrir þrettán árum. Tveir leikmenn liðsins, Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson, tóku þátt í báðum þessum titlum. Snæfell var með fumkvæðið nær allan fyrri hálfeikinn og 38-29 forystu þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Tindastóll minnkaði muninn í eitt stig fyrir hálfleik. 45-44, og tók síðan öll völd á vellinum í þriðja leikhlutanum sem liðið vann 28-14 og náði 72-59 forystu fyrir lokaleikhlutann. Tindastóll komst mest fimmtán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en Snæfell náði að minnka þetta aftur niður í sjö stig áður en Stólarnir lönduði sigrinum í lokin. George Valentine fór á kostum í liði Tindastóls með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Þröstur Leó Jóhannsson kom með þvílíkan kraft af bekknum og skoraði 25 stig, fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson fór fyrir sprettnum í þriðja leikhlutunum og allir leikmenn liðsins skiluðu sínu í vörninni. Jay Threatt skoraði 30 stig í gær og 18 stig í fyrri hálfleiknum í kvöld en hann var alveg búinn að orkuna í seinni hálfleiknum og því máttu Snæfellingar ekki við. Threatt náði aðeins að skora 4 stig í seinni hálfleik en var samt stigahæsti leikmaður Snæfellsliðsins með 22 stig.Snæfell-Tindastóll 81-96 (20-18, 25-26, 14-28, 22-24)Snæfell: Jay Threatt 22/8 fráköst/8 stoðsendingar, Asim McQueen 17/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Ólafur Torfason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 1.Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 27/6 fráköst, George Valentine 26/14 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16, Drew Gibson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 6, Helgi Freyr Margeirsson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Sigtryggur Arnar Björnsson 0/4 fráköst. Helgi Rafn: Það voru allir mættir í þennan leik"Þetta small hjá okkur, það var bara þannig," sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls eftir að leitt sína menn til sigurs í Lengjubikarnum í Hólminum í kvöld. "Það voru allir mættir í þennan leik hvort sem það voru áhorfendur, mennirnir á bekknum eða þeir sem voru inn á vellinum. Það skipti engu máli því það voru allir klárir í þetta," sagði Helgi Rafn en að var einkum frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. "Við fórum inn í klefa og ræddum málin. Við fundum það bara að þetta var okkar leikur og fórum af fullum krafti inn í þriðja leikhlutann. Við bara kláruðum þetta," sagði Helgi Rafn, Snæfell var á heimavelli og náði ellefu stiga forskoti í fyrri hálfleiknum en Stólarnir komu sterkir til baka. "Það skiptir engu máli hvort þú sért á heimavelli eða ekki þegar þú mætir ekki klár í leikinn. Þetta var jafn og flottur leikur í byrjun en svo missa þeir hausinn í þriðja leikhlutanum og við göngum á lagið," sagði Helgi Rafn. "Það var mjög skemmtilegt að lyfta bikarnum. Ég var búinn að bíða í mörg ár eftir því en það er ekki langt í þann næsta. Við höldum áfram og nú er leiðin bara upp á við," sagði Helgi Rafn kátur. Ingi Þór: Við gátum ekki keypt körfu í þriðja leikhlutanumIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, horfði upp á sína menn missa algjörlega taktinn á móti grimmum Tindastólsmönnum í þriðja leikhlutanum. Tindastóll lagði þar grunninn að sigrinum. "Við urðum staðir sóknarlega í þriðja leikhlutanum. Þeir voru ekkert að skora neitt ógurlega mikið en við gátum ekki keypt körfu," sagði Ingi Þór en Tindastóll vann þriðja leikhlutann 28-14. "Við lentum 15 stigum undir og þurftum að breyta vörninni. Við það opnast leikurinn. Þegar við vorum alveg að breyta leiknum okkur í hag þá náðu þeir að svara," sagði Ingi Þór en það var enginn botnliðsbragur á Stólunmum um helgina. "Það er óskiljanlegt að þeir séu 0-6 í deildinni en þetta er gott lið sem er að vaxa. Þeir eru búnir að vera besta liðið í þessum Lengjubikar en það var sárt að spila ekki toppleik því vorum langt frá því að gera okkar besta," sagði Ingi Þór. Bárður: Hálfleiksræðan var ekkert mikið öðruvísi en vanalegaBárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, var að gera annað félagið að Fyrirtækjameisturum í kvöld þegar hann stýrði Tindastól til sigurs á Snæfelli. Snæfell vann líka þessa keppni undir hans stjórn fyrir átta árum síðan. "Þetta var bara gaman í kvöld," sagði Bárður skælbrosandi í leikslok. "Það er búin að vera vaxandi stemning hjá okkur bæði á æfingum og í leikjum. Við vorum orðnir svolítið stífir eftir brösugt gengi í upphafi og kannski farnir að setja of mikla pressu á okkur. Við snérum þessu við og fórum að hafa aðeins léttara yfir þessu. Við vorum ákveðnari við sjálfa okkur og fórum að hafga meira gaman af þessu," sagði Bárður. "Ég held að liðið hafi komið inn í seinni hálfleikinn núna alveg eins og liðið er búið að vera að æfa að undanförnu og spila síðustu leiki," sagði Bárður en kemst hálfleiksræðan hjá Bárði inn á topp fimm á ferlinum? Tindastóll vann þriðja leikhlutann 28-14 og gerði í raun út um leikinn. "Nei, hún var kannski ekkert mikið öðruvísi en vanalega. Við vorum með ákveðna línu fyrir þennan leik og vékum aldrei frá henni. Mér fannst við spila heilt yfir flotta vörn á móti þeim. Það er ekkert langt síðan við spiluðum á móti Snæfelli og þá töpuðum við hérna. Við reyndum bara að gera nokkra hluti betur en við gerðum þá og mér fannst við gera það," sagði Bárður. "Það er klárlega hægt að byggja á þessu í framhaldinu. Það vita það allir að við eigum ekkert að vera í botnsætinu í deildinni. Það er bara undir okkur komið að snúa þessu við," sagði Bárður að lokum. Jón Ólafur: Við mættum ekki með höfuðið á réttum stað"Það er óhætt að segja að þetta sé svekkjandi," sagði Jón Ólafur Jónsson eftir tapið á móti Tindastól í Hólminum í kvöld en Snæfellingar náðu ekki að nýta sér heimavöllinn. "Við mættum ekki með höfuðið á réttum stað frá byrjun og það komst aldrei á réttan stað á neinum tímapunkti í leiknum. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Jón Ólafur svekktur í leikslok. "Andlega fannst mér við aldrei vera tilbúnir í þennan leik. Ég veit ekki hvort menn hafi verið að pæla of mikið í því hvar þeir séu staddir í deildinni gagnvart okkur. Þeir eru búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og það er búið að veita þeim mikið sjálfstraust eins og við sjáum í kvöld," sagði Jón Ólafur. "Sem betur fer er þetta ekki meðal tveggja stærstu bikaranna en það skiptir samt ekki máli. Það hefði verið voðalega sætt að taka þetta hérna á heimavelli og nú við verðum bara að reyna að taka hina tvo," sagði Jón Ólafur. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má sjá hana hér fyrir neðan:Leik lokið, 81-96: Tindastólsmenn eru Lengjubikarmeistarar í körfubolta karla eftir 15 stiga sigur á Snæfelli, 96-81, í úrslitaleik í Stykkishólmi í kvöld. Tindastólsliðið er ekki búið að vinna leik í deildinni en það var enginn botnliðsbragur á Stólunum í Hólminum um helgina. Tindastóll er að vinna Fyrirtækjabikar karla í annað skiptið í sögu félagsins en liðið vann einnig þessa keppni fyrir þrettán árum.40. mínúta, 79-90: Snæfellingar brjóta en Þröstur Leó raðar niður vítaskotunum og er að tryggja þetta.39. mínúta, 75-86: George Valentine skorar eftir stoðsendingu frá Þresti Leó og gerir nánast endanlega út um þetta. Ingi Þór tekur leikhlé en Snæfell hefur bara 1:05 til að vinna upp 11 stiga forskot Stólanna.38. mínúta, 75-84: Þröstur Leó Jóhannsson nær sóknarfrákasti og kemur þessu aftur upp í níu stig. Sá er búinn að vera mikilvægur í kvöld en hann er búinn að skora 19 stig í leiknum.37. mínúta, 75-82: Helgi Rafn Viggósson fær sína fimmtu villu. Er þetta að snúast? Það eru enn 3:48 eftir. Jay Threatt skorar úr tveimur vítum og kemur muninum niður í sjö stig.36. mínúta, 73-82: Jón Ólafur Jónsson setur niður þrist og kveikir í húsinu en Þröstur Leó svarar að bragði. Hafþór Ingi minnkar muninn aftur niður í níu stig með þriggja stiga köfu. Helgi Freyr Margeirsson meiðist og þarf að fara útaf.35. mínúta, 65-79: Bárður Eyþórsson tekur leikhlé en það er ekki að breytast. Tindastóll er með leikinn í öruggum höndum.34. mínúta, 63-78: Leikur Snæfellsliðsins er hruninn og það stendur ekki steinn yfir steini í vörn eða sókn. Stólarnir ganga á lagið og auka við muninn. Tindastóll er með Lengjubikarinn í augsýn og þarf eitthvað mikið að gerast ef Hólmarara ætla að koma til baka.31. mínúta, 61-72: Snæfell tekur annað leikhlé en liðið þarf nú að vinna upp 11 stiga forskot Stólanna á rúmum níu mínútum.Þriðji leikhluti búinn, 59-72: Tindastólsmenn unnu þriðja leikhlutann með fjórtán stigum, 28-14, og hafa þrettán stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Það gengur allt upp hjá Stólunum og stemningin skín úr hverju andliti. George Valentine fer á kostum og er kominn með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Jay Threat skoraði ekki stig fyrir Snæfell í þriðja leikhlutanum en hann var kominn með 18 stig í hálfleik.29. mínúta, 54-62: Tindastólsmenn eru komnir með góða stöðu eftir þessa frábæra byrjun á seinni hálfleiknum. Þröstur Leó skorar flotta körfu og kemur þeim átta stigum yfir. Drew Gibson stelur svo boltanum og skorar. Ingi Þór tekur leikhlé þegar 1:52 er eftir af þriðja leihluta og Stólarnir eru komnir tíu stigum yfir.26. mínúta, 51-58: Helgi Rafn fær sína þriðju villu og þarf að setjast á bekkinn. Jón Ólafur Jónsson setur strax niður þrist en George Valentine svarar.24. mínúta, 48-55: Frábær sókn Tindastóls endar með körfu frá Helga Rafni Viggóssyni. Stólarnir eru miklu grimmari og vinna boltann einu sinni enn í vörninni. Helgi Rafn setur niður stökkskot og Ingi Þór verður að taka leikhlé enda Tindastóll komið sjö stigum yfir. Tindastóll er búið að vinna fyrstu fjórar mínútur hálfleiksins 13-4 og Helgi Rafn er þegar búinn að skora sex stig í hálfleiknum.23. mínúta, 48-51: Það er mikill kraftur í Stólanum í upphafi seinni hálfleiks og þeir komnir þremur stigum yfir eftir körfur frá Helga Rafn og Þresti Leó.Seinni hálfleikur hafinn, 44-42: Tindastólsmenn byrja með boltann en bæði lið ná ekki að nýta fyrstu sóknir sínar í seinni hálfleik.Hálfleikur, 45-44: Ólafur nýtti seinna vítaskotið sitt en Helgi Rafn Viggósson skoraði síðan lokakörfu hálfleiksins og minnkaði muninn í eitt stig. Jay Threat er með 18 stig hjá Snæfelli og Asim McQueen er með 10 stig og 8 fráköst. Dew Gibson er með 11 stig hjá Tindastól og George Valentine hefur skorað 10 stig. Tindastólsmennirnir Helgi Rafn Viggósson og Þröstur Leó Jóhannsson eru stigahæstu Íslendingarnir á vellinum með átta stig hvor.20. mínúta, 44-42: Helgi Rafn Viggósson minnkar muninn í tvö stig með stökkskoti en Ólafur Torfason kemst á vítalínuna. Bárður Eyþórsson tekur leikhlé fyrir skotin en það eru 27 sekúndur eftir af hálfleiknum.19. mínúta, 44-40: Drew Gibson setur niður þrist og minnkar muninn í fjögur stig. Tindastóll nær boltanum en Helgi Rafn Viggósson fær þá dæmdan á sig ruðning.19. mínúta, 44-37: Smá æsingur hjá mönnum og jaðrar við slagsmálum þegar menn lenda í einum haug undir körfu Snæfells. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ákveður að taka leikhlé og róa menn. 1:49 eftir af hálfleiknum.18. mínúta, 42-37: Sprettur hjá Stólunum og þeir skora tvær hraðauphlaupskörfur í röð og minnka muninn niður í fimm stig.17. mínúta, 40-29: Snæfell kemst 11 stigum yfir og Stólarnir verða nú að passa sig ætli þeir ekki að missa Hólmara of langt frá sér.15. mínúta, 38-29: Snæfell er með ágæt tök á þessum leik en Stólarnir sækja nú grimmt á körfuna sem skilar þeim villum og vítaskotum. Jay Threat setur niður fjórða þristinn sinn og er kominn með 16 stig í leiknum.14. mínúta, 33-26: George Valentine skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir og minnkar muninn aftur niður í fjögur stig. Jay Threat svarar með þristi og er kominn með 13 stig í leiknum.13. mínúta, 30-23: Asim McQueen nær sóknarfrákasti og kemur Snæfelli fjórum stigum yfir og Jay Threat setur síðan niður þrist í næstu sókn eftir meistaralega björgun frá Sigurði Þorvaldssyni. Snæfelli er komið sjö stigum yfir og Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé þegar 7:23 eru eftir af 2. leikhluta.12. mínúta, 23-23: Jay Threat setur niður þrist en Þröstur Leó svarar með körfu og víti að auki sem hann nýtir. Þröstur er kominn með átta stig á fjórum mínútum.11. mínúta, 20-20: Svavar Birgisson jafnar eftir flotta sendingu frá Þresti Leó sem er búinn að vera allt í öllu síðan að hann kom inn á völlinn.Fyrsti leikhluti búinn, 20-18: Þröstur nær ekki að nýta lokaskot leikhlutans sem var reyndar erfitt þriggja stiga skot úr horninu og Snæfell er því tveimur stigum yfir eftir tíu mínútna leik. Drew Gibson hjá Tindastóli er stigahæsti maður vallarins með sex stig.8. mínúta, 20-18: Þröstur Leó Jóhannsson kemur inn í leikinn með látum, stelur boltanum og setur síðan niður þriggja stiga skot og kemur muninum niður í tvö stig. Hann setur skömmu seinna niður tveggja stiga skot en nýtir ekki vítið sem hann fékk að auki. Fimm stig á rúmri mínútu.7. mínúta, 18-13: Leikurinn er hraður í upphafi, Snæfell er með frumkæðið en Stólarnir eru ekki langt undan.5. mínúta, 16-8: Jón Ólafur Jónsson labbar óáreittur upp að körfu og skorar og Pálmi Freyr Sigurgeirsson setur síðan niður þrist í næstu sókn og kemur Snæfelli átta stigum yfir.4. mínúta, 11-5: Tindastóll minnkar muninn í tvö stig, 7-5, en Snæfellingar eru ákveðnari í upphafi og komast aftur sex stigum yfir.2. mínúta, 7-2: Helgi Rafn Viggósson skorar fyrstu körfu Tindastóls en Jón Ólafur Jónsson svarar og Asim McQueen treður síðan í næstu sókn og kemur Snæfelli fimm stigum yfir.1. mínúta, 3-0: Tindastólsmenn tapa boltanum í fyrstu sókn og Sveinn Arnar Davíðsson skorar fyrstu körfu leiksins fyrir utan þriggja stiga línuna.Leikurinn hafinn: Tindastólsmenn vinna uppkastið og byrja með boltann í kvöld.Fyrir leik: Björgvin Rúnarsson flautar að það séu þrjár mínútur í leik og nú styttist heldur betur í þetta.Fyrir leik: Björgvin Rúnarsson og Davíð Kr. Hreiðarsson dæma leikinn í kvöld og hafa nú gefið merki um að kynningin eigi að hefjast. Stólarnir eru kallaðir fram fyrst.Fyrir leik: Formaður, Varaformaður og Framkvæmdastjóri KKÍ voru að ganga í salinn og nú er farið að styttast í leikinn. Bæði lið spila í sömu búningum og í gær og það hefur því væntanlega verið nóg að gera hjá búningstjórum liðanna í þvottahúsinu í nótt.Fyrir leik: Snæfell getur í dag unnið Fyrirtækjabikar karla í fjórða sinn frá upphafi og í þriðja sinn frá árinu 2007. Liðið vann einnig þessa keppni fyrir tveimur árum og svo árið 2007 og 2004.Fyrir leik: Tindastóll er komið í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins í þriðja sinn í sögunni og í fyrsta sinn síðan Stólarnir unnu þessa keppni í Smáranum 1999. Tindastóll vann þá Keflavík 80-69 í úrslitaleiknum.Fyrir leik: Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, á möguleika á því að vera aðeins annar þjálfarinn sem vinnur þessa keppni með tveimur félögum. Hann gerði Snæfell einnig að Fyrirtækjameisturum árið 2004. Sá eini sem hefur afrekað til þessa er Friðrik Ragnarsson (Njarðvík og Grindavík).Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, stýrði liðinu til sigurs í þessari keppni fyrir tveimur árum en Snæfellsliðið vann þá KR í úrslitaleiknum eftir að hafa unnið Grindavík í undanúrslitum.Fyrir leik: Snæfell hefur unnið tvo af þremur Fyrirtækjabikartitlum sínum eftir að hafa unnið Grindavík í undanúrslitaleiknum en Hólmarar unnu einmitt Grindavík í undanúrslitunum í gærkvöldi.Fyrir leik: Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem tvö lið utan Suðvesturshornsins mætast í úrslitaleiknum í Fyrirtækjabikar karla. Hingað til hefur að minnsta kosti annað liðið verið annaðhvort af Höfuðborgarsvæðinu eða af Suðurnesjunum.Fyrir leik: Tveir leikmenn Tindastóls voru með liðinu fyrir þrettán árum þegar liðið vann Fyrirtækjabikarinn í fyrsta og eina skiptið. Svavar Birgisson skoraði 16 stig í leiknum og Helgi Freyr Margeirsson kom inn á í fimm mínútur.Fyrir leik: Snæfell vann Tindastól 86-76 í Hólminum á dögunum þegar liðin mættust í Dominosdeildinni. Sveinn Arnar Davíðsson skoraði 20 stig fyrir Snæfell í þeim leik og Hafþór Ingi Gunnarsson skoraði 18 stig en þeir hittu báðir úr 8 af 12 skotum sínum í leiknum. Drew Gibson var með 24 stig og 8 stoðsendingar hjá Tindastól.Fyrir leik: Snæfell vann síðustu sjö mínútur leiksins 16-6 en staðan var 70-70 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Tindastólsliðið náði mest 11 stiga forskoti í öðrum leikhluta, 30-19.Fyrir leik: Tindastóll er að fara spila sinn annan úrslitaleik á árinu því Stólarnir komust líka í bikarúrslitaleikinn í febrúar þar sem þeir töpuðu 95-97 fyrir Keflavík í Laugardalshöllinni. Svavar Atli Birgisson skoraði mest af íslensku strákunum í þeim leik eða 14 stig.Fyrir leik: Þetta verður örugglega mikið einvígi hjá leikstjórendunum Jay Threatt í Snæfelli og Drew Gibson í Tindastól sem áttu báðir mjög góða leiki í gær. Jay Threatt var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta í sigri Snæfells á Grindavík en sigri Stólanna á Þór var Drew Gibson með 17 stig, 13 stoðsendingar og 6 fráköst og spilaði góða vörn á stórskyttu Þórsara Benjamin Curtis Smith. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Tindastólsmenn eru Lengjubikarmeistarar í körfubolta karla eftir 15 stiga sigur á Snæfelli, 96-81, í úrslitaleik í Stykkishólmi í kvöld. Tindastólsliðið er ekki búið að vinna leik í deildinni en það var enginn botnliðsbragur á Stólunum í Hólminum um helgina. Það var gríðarleg stemmning og mikið hungur í öllu Tindastólsliðinu í úrslitaleiknum og þeir gerðu heimamönnum lífið leitt með flottri vörn, góðri samvinnu og einstakri baráttu. Bárður Eyþórsson var með sína menn rétt stillta og Snæfellingar áttu fá svör ekki síst í seinni hálfleiknum sem var algjör einstefna. Tindastóll var að vinna Fyrirtækjabikar karla í annað skiptið í sögu félagsins en liðið vann einnig þessa keppni fyrir þrettán árum. Tveir leikmenn liðsins, Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson, tóku þátt í báðum þessum titlum. Snæfell var með fumkvæðið nær allan fyrri hálfeikinn og 38-29 forystu þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Tindastóll minnkaði muninn í eitt stig fyrir hálfleik. 45-44, og tók síðan öll völd á vellinum í þriðja leikhlutanum sem liðið vann 28-14 og náði 72-59 forystu fyrir lokaleikhlutann. Tindastóll komst mest fimmtán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en Snæfell náði að minnka þetta aftur niður í sjö stig áður en Stólarnir lönduði sigrinum í lokin. George Valentine fór á kostum í liði Tindastóls með 26 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Þröstur Leó Jóhannsson kom með þvílíkan kraft af bekknum og skoraði 25 stig, fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson fór fyrir sprettnum í þriðja leikhlutunum og allir leikmenn liðsins skiluðu sínu í vörninni. Jay Threatt skoraði 30 stig í gær og 18 stig í fyrri hálfleiknum í kvöld en hann var alveg búinn að orkuna í seinni hálfleiknum og því máttu Snæfellingar ekki við. Threatt náði aðeins að skora 4 stig í seinni hálfleik en var samt stigahæsti leikmaður Snæfellsliðsins með 22 stig.Snæfell-Tindastóll 81-96 (20-18, 25-26, 14-28, 22-24)Snæfell: Jay Threatt 22/8 fráköst/8 stoðsendingar, Asim McQueen 17/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sveinn Arnar Davíðsson 8, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Ólafur Torfason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 1.Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 27/6 fráköst, George Valentine 26/14 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16, Drew Gibson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 6, Helgi Freyr Margeirsson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Sigtryggur Arnar Björnsson 0/4 fráköst. Helgi Rafn: Það voru allir mættir í þennan leik"Þetta small hjá okkur, það var bara þannig," sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls eftir að leitt sína menn til sigurs í Lengjubikarnum í Hólminum í kvöld. "Það voru allir mættir í þennan leik hvort sem það voru áhorfendur, mennirnir á bekknum eða þeir sem voru inn á vellinum. Það skipti engu máli því það voru allir klárir í þetta," sagði Helgi Rafn en að var einkum frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. "Við fórum inn í klefa og ræddum málin. Við fundum það bara að þetta var okkar leikur og fórum af fullum krafti inn í þriðja leikhlutann. Við bara kláruðum þetta," sagði Helgi Rafn, Snæfell var á heimavelli og náði ellefu stiga forskoti í fyrri hálfleiknum en Stólarnir komu sterkir til baka. "Það skiptir engu máli hvort þú sért á heimavelli eða ekki þegar þú mætir ekki klár í leikinn. Þetta var jafn og flottur leikur í byrjun en svo missa þeir hausinn í þriðja leikhlutanum og við göngum á lagið," sagði Helgi Rafn. "Það var mjög skemmtilegt að lyfta bikarnum. Ég var búinn að bíða í mörg ár eftir því en það er ekki langt í þann næsta. Við höldum áfram og nú er leiðin bara upp á við," sagði Helgi Rafn kátur. Ingi Þór: Við gátum ekki keypt körfu í þriðja leikhlutanumIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, horfði upp á sína menn missa algjörlega taktinn á móti grimmum Tindastólsmönnum í þriðja leikhlutanum. Tindastóll lagði þar grunninn að sigrinum. "Við urðum staðir sóknarlega í þriðja leikhlutanum. Þeir voru ekkert að skora neitt ógurlega mikið en við gátum ekki keypt körfu," sagði Ingi Þór en Tindastóll vann þriðja leikhlutann 28-14. "Við lentum 15 stigum undir og þurftum að breyta vörninni. Við það opnast leikurinn. Þegar við vorum alveg að breyta leiknum okkur í hag þá náðu þeir að svara," sagði Ingi Þór en það var enginn botnliðsbragur á Stólunmum um helgina. "Það er óskiljanlegt að þeir séu 0-6 í deildinni en þetta er gott lið sem er að vaxa. Þeir eru búnir að vera besta liðið í þessum Lengjubikar en það var sárt að spila ekki toppleik því vorum langt frá því að gera okkar besta," sagði Ingi Þór. Bárður: Hálfleiksræðan var ekkert mikið öðruvísi en vanalegaBárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, var að gera annað félagið að Fyrirtækjameisturum í kvöld þegar hann stýrði Tindastól til sigurs á Snæfelli. Snæfell vann líka þessa keppni undir hans stjórn fyrir átta árum síðan. "Þetta var bara gaman í kvöld," sagði Bárður skælbrosandi í leikslok. "Það er búin að vera vaxandi stemning hjá okkur bæði á æfingum og í leikjum. Við vorum orðnir svolítið stífir eftir brösugt gengi í upphafi og kannski farnir að setja of mikla pressu á okkur. Við snérum þessu við og fórum að hafa aðeins léttara yfir þessu. Við vorum ákveðnari við sjálfa okkur og fórum að hafga meira gaman af þessu," sagði Bárður. "Ég held að liðið hafi komið inn í seinni hálfleikinn núna alveg eins og liðið er búið að vera að æfa að undanförnu og spila síðustu leiki," sagði Bárður en kemst hálfleiksræðan hjá Bárði inn á topp fimm á ferlinum? Tindastóll vann þriðja leikhlutann 28-14 og gerði í raun út um leikinn. "Nei, hún var kannski ekkert mikið öðruvísi en vanalega. Við vorum með ákveðna línu fyrir þennan leik og vékum aldrei frá henni. Mér fannst við spila heilt yfir flotta vörn á móti þeim. Það er ekkert langt síðan við spiluðum á móti Snæfelli og þá töpuðum við hérna. Við reyndum bara að gera nokkra hluti betur en við gerðum þá og mér fannst við gera það," sagði Bárður. "Það er klárlega hægt að byggja á þessu í framhaldinu. Það vita það allir að við eigum ekkert að vera í botnsætinu í deildinni. Það er bara undir okkur komið að snúa þessu við," sagði Bárður að lokum. Jón Ólafur: Við mættum ekki með höfuðið á réttum stað"Það er óhætt að segja að þetta sé svekkjandi," sagði Jón Ólafur Jónsson eftir tapið á móti Tindastól í Hólminum í kvöld en Snæfellingar náðu ekki að nýta sér heimavöllinn. "Við mættum ekki með höfuðið á réttum stað frá byrjun og það komst aldrei á réttan stað á neinum tímapunkti í leiknum. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu," sagði Jón Ólafur svekktur í leikslok. "Andlega fannst mér við aldrei vera tilbúnir í þennan leik. Ég veit ekki hvort menn hafi verið að pæla of mikið í því hvar þeir séu staddir í deildinni gagnvart okkur. Þeir eru búnir að vera mjög góðir í þessari keppni og það er búið að veita þeim mikið sjálfstraust eins og við sjáum í kvöld," sagði Jón Ólafur. "Sem betur fer er þetta ekki meðal tveggja stærstu bikaranna en það skiptir samt ekki máli. Það hefði verið voðalega sætt að taka þetta hérna á heimavelli og nú við verðum bara að reyna að taka hina tvo," sagði Jón Ólafur. Leikurinn var í beinni textalýsingu og má sjá hana hér fyrir neðan:Leik lokið, 81-96: Tindastólsmenn eru Lengjubikarmeistarar í körfubolta karla eftir 15 stiga sigur á Snæfelli, 96-81, í úrslitaleik í Stykkishólmi í kvöld. Tindastólsliðið er ekki búið að vinna leik í deildinni en það var enginn botnliðsbragur á Stólunum í Hólminum um helgina. Tindastóll er að vinna Fyrirtækjabikar karla í annað skiptið í sögu félagsins en liðið vann einnig þessa keppni fyrir þrettán árum.40. mínúta, 79-90: Snæfellingar brjóta en Þröstur Leó raðar niður vítaskotunum og er að tryggja þetta.39. mínúta, 75-86: George Valentine skorar eftir stoðsendingu frá Þresti Leó og gerir nánast endanlega út um þetta. Ingi Þór tekur leikhlé en Snæfell hefur bara 1:05 til að vinna upp 11 stiga forskot Stólanna.38. mínúta, 75-84: Þröstur Leó Jóhannsson nær sóknarfrákasti og kemur þessu aftur upp í níu stig. Sá er búinn að vera mikilvægur í kvöld en hann er búinn að skora 19 stig í leiknum.37. mínúta, 75-82: Helgi Rafn Viggósson fær sína fimmtu villu. Er þetta að snúast? Það eru enn 3:48 eftir. Jay Threatt skorar úr tveimur vítum og kemur muninum niður í sjö stig.36. mínúta, 73-82: Jón Ólafur Jónsson setur niður þrist og kveikir í húsinu en Þröstur Leó svarar að bragði. Hafþór Ingi minnkar muninn aftur niður í níu stig með þriggja stiga köfu. Helgi Freyr Margeirsson meiðist og þarf að fara útaf.35. mínúta, 65-79: Bárður Eyþórsson tekur leikhlé en það er ekki að breytast. Tindastóll er með leikinn í öruggum höndum.34. mínúta, 63-78: Leikur Snæfellsliðsins er hruninn og það stendur ekki steinn yfir steini í vörn eða sókn. Stólarnir ganga á lagið og auka við muninn. Tindastóll er með Lengjubikarinn í augsýn og þarf eitthvað mikið að gerast ef Hólmarara ætla að koma til baka.31. mínúta, 61-72: Snæfell tekur annað leikhlé en liðið þarf nú að vinna upp 11 stiga forskot Stólanna á rúmum níu mínútum.Þriðji leikhluti búinn, 59-72: Tindastólsmenn unnu þriðja leikhlutann með fjórtán stigum, 28-14, og hafa þrettán stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Það gengur allt upp hjá Stólunum og stemningin skín úr hverju andliti. George Valentine fer á kostum og er kominn með 20 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Jay Threat skoraði ekki stig fyrir Snæfell í þriðja leikhlutanum en hann var kominn með 18 stig í hálfleik.29. mínúta, 54-62: Tindastólsmenn eru komnir með góða stöðu eftir þessa frábæra byrjun á seinni hálfleiknum. Þröstur Leó skorar flotta körfu og kemur þeim átta stigum yfir. Drew Gibson stelur svo boltanum og skorar. Ingi Þór tekur leikhlé þegar 1:52 er eftir af þriðja leihluta og Stólarnir eru komnir tíu stigum yfir.26. mínúta, 51-58: Helgi Rafn fær sína þriðju villu og þarf að setjast á bekkinn. Jón Ólafur Jónsson setur strax niður þrist en George Valentine svarar.24. mínúta, 48-55: Frábær sókn Tindastóls endar með körfu frá Helga Rafni Viggóssyni. Stólarnir eru miklu grimmari og vinna boltann einu sinni enn í vörninni. Helgi Rafn setur niður stökkskot og Ingi Þór verður að taka leikhlé enda Tindastóll komið sjö stigum yfir. Tindastóll er búið að vinna fyrstu fjórar mínútur hálfleiksins 13-4 og Helgi Rafn er þegar búinn að skora sex stig í hálfleiknum.23. mínúta, 48-51: Það er mikill kraftur í Stólanum í upphafi seinni hálfleiks og þeir komnir þremur stigum yfir eftir körfur frá Helga Rafn og Þresti Leó.Seinni hálfleikur hafinn, 44-42: Tindastólsmenn byrja með boltann en bæði lið ná ekki að nýta fyrstu sóknir sínar í seinni hálfleik.Hálfleikur, 45-44: Ólafur nýtti seinna vítaskotið sitt en Helgi Rafn Viggósson skoraði síðan lokakörfu hálfleiksins og minnkaði muninn í eitt stig. Jay Threat er með 18 stig hjá Snæfelli og Asim McQueen er með 10 stig og 8 fráköst. Dew Gibson er með 11 stig hjá Tindastól og George Valentine hefur skorað 10 stig. Tindastólsmennirnir Helgi Rafn Viggósson og Þröstur Leó Jóhannsson eru stigahæstu Íslendingarnir á vellinum með átta stig hvor.20. mínúta, 44-42: Helgi Rafn Viggósson minnkar muninn í tvö stig með stökkskoti en Ólafur Torfason kemst á vítalínuna. Bárður Eyþórsson tekur leikhlé fyrir skotin en það eru 27 sekúndur eftir af hálfleiknum.19. mínúta, 44-40: Drew Gibson setur niður þrist og minnkar muninn í fjögur stig. Tindastóll nær boltanum en Helgi Rafn Viggósson fær þá dæmdan á sig ruðning.19. mínúta, 44-37: Smá æsingur hjá mönnum og jaðrar við slagsmálum þegar menn lenda í einum haug undir körfu Snæfells. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ákveður að taka leikhlé og róa menn. 1:49 eftir af hálfleiknum.18. mínúta, 42-37: Sprettur hjá Stólunum og þeir skora tvær hraðauphlaupskörfur í röð og minnka muninn niður í fimm stig.17. mínúta, 40-29: Snæfell kemst 11 stigum yfir og Stólarnir verða nú að passa sig ætli þeir ekki að missa Hólmara of langt frá sér.15. mínúta, 38-29: Snæfell er með ágæt tök á þessum leik en Stólarnir sækja nú grimmt á körfuna sem skilar þeim villum og vítaskotum. Jay Threat setur niður fjórða þristinn sinn og er kominn með 16 stig í leiknum.14. mínúta, 33-26: George Valentine skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir og minnkar muninn aftur niður í fjögur stig. Jay Threat svarar með þristi og er kominn með 13 stig í leiknum.13. mínúta, 30-23: Asim McQueen nær sóknarfrákasti og kemur Snæfelli fjórum stigum yfir og Jay Threat setur síðan niður þrist í næstu sókn eftir meistaralega björgun frá Sigurði Þorvaldssyni. Snæfelli er komið sjö stigum yfir og Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, tekur leikhlé þegar 7:23 eru eftir af 2. leikhluta.12. mínúta, 23-23: Jay Threat setur niður þrist en Þröstur Leó svarar með körfu og víti að auki sem hann nýtir. Þröstur er kominn með átta stig á fjórum mínútum.11. mínúta, 20-20: Svavar Birgisson jafnar eftir flotta sendingu frá Þresti Leó sem er búinn að vera allt í öllu síðan að hann kom inn á völlinn.Fyrsti leikhluti búinn, 20-18: Þröstur nær ekki að nýta lokaskot leikhlutans sem var reyndar erfitt þriggja stiga skot úr horninu og Snæfell er því tveimur stigum yfir eftir tíu mínútna leik. Drew Gibson hjá Tindastóli er stigahæsti maður vallarins með sex stig.8. mínúta, 20-18: Þröstur Leó Jóhannsson kemur inn í leikinn með látum, stelur boltanum og setur síðan niður þriggja stiga skot og kemur muninum niður í tvö stig. Hann setur skömmu seinna niður tveggja stiga skot en nýtir ekki vítið sem hann fékk að auki. Fimm stig á rúmri mínútu.7. mínúta, 18-13: Leikurinn er hraður í upphafi, Snæfell er með frumkæðið en Stólarnir eru ekki langt undan.5. mínúta, 16-8: Jón Ólafur Jónsson labbar óáreittur upp að körfu og skorar og Pálmi Freyr Sigurgeirsson setur síðan niður þrist í næstu sókn og kemur Snæfelli átta stigum yfir.4. mínúta, 11-5: Tindastóll minnkar muninn í tvö stig, 7-5, en Snæfellingar eru ákveðnari í upphafi og komast aftur sex stigum yfir.2. mínúta, 7-2: Helgi Rafn Viggósson skorar fyrstu körfu Tindastóls en Jón Ólafur Jónsson svarar og Asim McQueen treður síðan í næstu sókn og kemur Snæfelli fimm stigum yfir.1. mínúta, 3-0: Tindastólsmenn tapa boltanum í fyrstu sókn og Sveinn Arnar Davíðsson skorar fyrstu körfu leiksins fyrir utan þriggja stiga línuna.Leikurinn hafinn: Tindastólsmenn vinna uppkastið og byrja með boltann í kvöld.Fyrir leik: Björgvin Rúnarsson flautar að það séu þrjár mínútur í leik og nú styttist heldur betur í þetta.Fyrir leik: Björgvin Rúnarsson og Davíð Kr. Hreiðarsson dæma leikinn í kvöld og hafa nú gefið merki um að kynningin eigi að hefjast. Stólarnir eru kallaðir fram fyrst.Fyrir leik: Formaður, Varaformaður og Framkvæmdastjóri KKÍ voru að ganga í salinn og nú er farið að styttast í leikinn. Bæði lið spila í sömu búningum og í gær og það hefur því væntanlega verið nóg að gera hjá búningstjórum liðanna í þvottahúsinu í nótt.Fyrir leik: Snæfell getur í dag unnið Fyrirtækjabikar karla í fjórða sinn frá upphafi og í þriðja sinn frá árinu 2007. Liðið vann einnig þessa keppni fyrir tveimur árum og svo árið 2007 og 2004.Fyrir leik: Tindastóll er komið í úrslitaleik Fyrirtækjabikarsins í þriðja sinn í sögunni og í fyrsta sinn síðan Stólarnir unnu þessa keppni í Smáranum 1999. Tindastóll vann þá Keflavík 80-69 í úrslitaleiknum.Fyrir leik: Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, á möguleika á því að vera aðeins annar þjálfarinn sem vinnur þessa keppni með tveimur félögum. Hann gerði Snæfell einnig að Fyrirtækjameisturum árið 2004. Sá eini sem hefur afrekað til þessa er Friðrik Ragnarsson (Njarðvík og Grindavík).Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, stýrði liðinu til sigurs í þessari keppni fyrir tveimur árum en Snæfellsliðið vann þá KR í úrslitaleiknum eftir að hafa unnið Grindavík í undanúrslitum.Fyrir leik: Snæfell hefur unnið tvo af þremur Fyrirtækjabikartitlum sínum eftir að hafa unnið Grindavík í undanúrslitaleiknum en Hólmarar unnu einmitt Grindavík í undanúrslitunum í gærkvöldi.Fyrir leik: Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem tvö lið utan Suðvesturshornsins mætast í úrslitaleiknum í Fyrirtækjabikar karla. Hingað til hefur að minnsta kosti annað liðið verið annaðhvort af Höfuðborgarsvæðinu eða af Suðurnesjunum.Fyrir leik: Tveir leikmenn Tindastóls voru með liðinu fyrir þrettán árum þegar liðið vann Fyrirtækjabikarinn í fyrsta og eina skiptið. Svavar Birgisson skoraði 16 stig í leiknum og Helgi Freyr Margeirsson kom inn á í fimm mínútur.Fyrir leik: Snæfell vann Tindastól 86-76 í Hólminum á dögunum þegar liðin mættust í Dominosdeildinni. Sveinn Arnar Davíðsson skoraði 20 stig fyrir Snæfell í þeim leik og Hafþór Ingi Gunnarsson skoraði 18 stig en þeir hittu báðir úr 8 af 12 skotum sínum í leiknum. Drew Gibson var með 24 stig og 8 stoðsendingar hjá Tindastól.Fyrir leik: Snæfell vann síðustu sjö mínútur leiksins 16-6 en staðan var 70-70 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Tindastólsliðið náði mest 11 stiga forskoti í öðrum leikhluta, 30-19.Fyrir leik: Tindastóll er að fara spila sinn annan úrslitaleik á árinu því Stólarnir komust líka í bikarúrslitaleikinn í febrúar þar sem þeir töpuðu 95-97 fyrir Keflavík í Laugardalshöllinni. Svavar Atli Birgisson skoraði mest af íslensku strákunum í þeim leik eða 14 stig.Fyrir leik: Þetta verður örugglega mikið einvígi hjá leikstjórendunum Jay Threatt í Snæfelli og Drew Gibson í Tindastól sem áttu báðir mjög góða leiki í gær. Jay Threatt var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta í sigri Snæfells á Grindavík en sigri Stólanna á Þór var Drew Gibson með 17 stig, 13 stoðsendingar og 6 fráköst og spilaði góða vörn á stórskyttu Þórsara Benjamin Curtis Smith.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira