NBA í nótt: Lakers tapaði á heimavelli gegn Indiana 28. nóvember 2012 09:00 Pau Gasol og Kobe Bryant leyndu ekki vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Indiana í nótt. AP George Hill tryggði Indiana Pacers 79-77 sigur gegn Los Angeles Lakers á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Hill skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út og 40 stig frá Kobe Bryant dugðu skammt að þessu sinni. Hill skoraði 19 stig fyrir Indiana en þetta var þriðji sigur liðsins í röð í Staples Center, heimavelli Lakers. Indiana hélt hraðanum niðri og leikmenn Lakers áttu í tómu basli í sóknarleiknum. Bryant jafnaði metin þegar 24,5 sekúndur voru eftir með þriggja stiga körfu. Undir stjórn Mike D'Antoni er Lakers með 2 sigra og 3 tapleiki en hann tók við þjálfun liðsins eftir að Mike Brown var rekinn. Lakers daðraði við að bæta félagsmet í lægsta stigaskori frá upphafi og slökustu skotnýtingu frá upphafi – en átta stig á síðustu mínútum leiksins komu í veg fyrir að þau met féllu.Philadelphia – Dallas 100-98 Evan Turner skoraði 22 stig fyrir Philadelphia, Thaddeus Young skoraði 20 og Jrue Holiday skoraði 18 og gaf 7 stoðsendingar í 100-98 sigri liðsins gegn Dallas. Philadelphia hafði fyrir leikinn tapað sex leikjum í röð gegn Dallas. Chris Kaman skoraði 20 stig fyrir Dallas, Elton Brand og Shawn Marion skoruðu 17 stig hvor.Houston – Toronto 117-101 James Harden skoraði 24 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Houston sem er persónulegt met í NBA deildinni hjá Harden. Patrick Patterson bætti við 22 stigum fyrir heimamenn, Omer Asik skoraði 13 stig og tók 18 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 21 stig fyrir gestina frá Kanada sem hafa nú tapað fimm leikjum í röð.Sacramento – Minnesota 89-97 Kevin Love er að ná fyrri styrk í liði Minnesota en hann skoraði 23 stig og tók 24 fráköst í góðum útisigri gegn Sacramento. Þar með lauk fimm leikja taphrinu Sacramento. Love missti af fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar sem hann handarbrotnaði á æfingu. Tyreke Evans og DeMarcus Cousins skoruðu 20 stig hvor fyrir Sacramento. Luke Ridnour skoraði 18 og Nikola Pekovic skoraði 16 og tók 8 fráköst.Cleveland – Phoenix 78-91 Goran Dragic skoraði 19 stig fyrir Phoenix, Michael Beasley skoraði 15 fyrir gestina en Clevelend hefur tapað 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Anderson Varejao skoraði 20 stig og tók 18 fráköst fyrir heimamenn en hann er frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 14,7 fráköst að meðaltali. NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira
George Hill tryggði Indiana Pacers 79-77 sigur gegn Los Angeles Lakers á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Hill skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út og 40 stig frá Kobe Bryant dugðu skammt að þessu sinni. Hill skoraði 19 stig fyrir Indiana en þetta var þriðji sigur liðsins í röð í Staples Center, heimavelli Lakers. Indiana hélt hraðanum niðri og leikmenn Lakers áttu í tómu basli í sóknarleiknum. Bryant jafnaði metin þegar 24,5 sekúndur voru eftir með þriggja stiga körfu. Undir stjórn Mike D'Antoni er Lakers með 2 sigra og 3 tapleiki en hann tók við þjálfun liðsins eftir að Mike Brown var rekinn. Lakers daðraði við að bæta félagsmet í lægsta stigaskori frá upphafi og slökustu skotnýtingu frá upphafi – en átta stig á síðustu mínútum leiksins komu í veg fyrir að þau met féllu.Philadelphia – Dallas 100-98 Evan Turner skoraði 22 stig fyrir Philadelphia, Thaddeus Young skoraði 20 og Jrue Holiday skoraði 18 og gaf 7 stoðsendingar í 100-98 sigri liðsins gegn Dallas. Philadelphia hafði fyrir leikinn tapað sex leikjum í röð gegn Dallas. Chris Kaman skoraði 20 stig fyrir Dallas, Elton Brand og Shawn Marion skoruðu 17 stig hvor.Houston – Toronto 117-101 James Harden skoraði 24 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Houston sem er persónulegt met í NBA deildinni hjá Harden. Patrick Patterson bætti við 22 stigum fyrir heimamenn, Omer Asik skoraði 13 stig og tók 18 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 21 stig fyrir gestina frá Kanada sem hafa nú tapað fimm leikjum í röð.Sacramento – Minnesota 89-97 Kevin Love er að ná fyrri styrk í liði Minnesota en hann skoraði 23 stig og tók 24 fráköst í góðum útisigri gegn Sacramento. Þar með lauk fimm leikja taphrinu Sacramento. Love missti af fyrstu 9 leikjum tímabilsins þar sem hann handarbrotnaði á æfingu. Tyreke Evans og DeMarcus Cousins skoruðu 20 stig hvor fyrir Sacramento. Luke Ridnour skoraði 18 og Nikola Pekovic skoraði 16 og tók 8 fráköst.Cleveland – Phoenix 78-91 Goran Dragic skoraði 19 stig fyrir Phoenix, Michael Beasley skoraði 15 fyrir gestina en Clevelend hefur tapað 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Anderson Varejao skoraði 20 stig og tók 18 fráköst fyrir heimamenn en hann er frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 14,7 fráköst að meðaltali.
NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira