Sport

Aníta fékk brons í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð þriðja á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fór fram í Tårnby í Danmörku í gær.

Aníta er einungis sextán ára gömul og keppti í unglingaflokki. Hún keppti í 4,5 km hlaupi og kom í mark á 14 mínútum og 59 sekúndum. Aníta er meðal bestu 800 m hlaupara heims í sínum aldursflokki.

Arndís Ýr Hafþórsdóttir keppti í kvennaflokki og varð í nítjánda sæti en konurnar hlupu 7,5 km.

Þá átti Ísland þrjá fulltrúa í unglingaflokki karla sem hlupu 6 km. Tómas Zoëga Geirson varð í átjánda sæti, Ingvar Hjartarson í nítjánda og Hlynur Andrésson í 24. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×