Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2012 21:07 Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast. Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins og íbúarnir búa við einhverjar verstu vegasamgöngur sem um getur hérlendis, - lengstu holóttu malarvegi heim til sín sem auk þess er ekki haldið opnum yfir háveturinn,- og þeir eiga líka lengst allra landsmanna að sækja í næsta þjónustukjarna, sem er Hólmavík, hundrað kílómetra í burtu. Skóli sveitarinnar að Finnbogastöðum er fámennasti grunnskóli á Íslandi. Þar urðu þau ánægjulegu tíðindi í haust að nemendum fjölgaði um 50 prósent, úr fjórum í sex, og ekki er nema þrjú ár frá því nemendur voru aðeins tveir. Skólastjórinn, Elísa Ösp Valgeirsdóttir, er uppalin á höfuðbólinu Árnesi og er nú flutt heim á ný eftir fjórtán ára búsetu fyrir sunnan. „Mér finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi," segir Elísa. Hún segir að krakkarnir, sem ólust með henni upp í Árneshreppi og fóru síðan annað til að afla sér menntunar, séu allir að reyna að finna leiðir til að flytja heim aftur til að viðhalda byggðinni. Hún er lærður kennari og þegar skólastjórastaðan losnaði sótti hún um, fékk starfið og flutti með eiginmanni, Ingvari Bjarnasyni úr Hafnarfirði, og þremur börnum og þau hafa nú tekið við sauðfjárbúi foreldra hennar. Þannig segist Elísa vilja leggja sitt af mörkum í von um að það hafi snjóboltaáhrif og að fleira ungt fólk flytji í hreppinn. Tölur um fólksfækkun eru ógnvekjandi, - íbúarnir eru bara 40 núna í vetur, voru 150 fyrir aldarfjórðungi en yfir fimmhundruð fyrir sextíu árum. Oddvitinn, Oddný Þórðardóttir á Krossanesi, kveðst samt bjartsýn um byggðina. Ekki sé annað hægt þegar ungt fólk flytji í hreppinn og taki við búum, eins og nú hafi gerst á tveimur bæjum í Trékyllisvík. Þátturinn í kvöld úr Árneshreppi var sá fyrri af tveimur. Sá seinni verður á dagskrá næsta sunnudagskvöld og þá verður haldið áfram að fjalla um mannlíf í hreppnum og ný tækifæri sem þar eru að skapast.
Árneshreppur Um land allt Tengdar fréttir Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Búbót af rekavið á Ströndum Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu. 18. nóvember 2012 22:21