Lokaleikir riðlakeppni Lengjubikars karla í körfubolta fara fram í kvöld og þá ræðst hvaða lið komast í lokaúrslitin úr riðlum C og D. Í gær tryggðu Grindavík og Snæfell sér sigur í riðlum A og B. Úrslitahelgin verður síðan í Stykkishólmi um næstu helgi.
Í C-riðli munu efstu tvö liðin Tindastóll og Stjarnan mætast í Garðabæ í hreinum úrslitaleik. Stjarnan þarf 16 stiga sigur til að ná efsta sætinu af Tindastól því fyrri leik liðanna lauk með 15 stiga sigri Tindastóls. Tindastóll hefur unnið alla fimm leiki sína í Lengjubikarnum en tapað öllum sex leikjum sínum í Dominos-deildinni.
í D-riðli er Þór Þ. einum sigri á undan ÍR sem leika við Val á heimavelli en Þór Þ. fær Njarðvík í heimsókn. Þór Þ. á 11 stig á ÍR innbyrðis verði þau jöfn að stigum. Ef Njarðvík og ÍR vinna verða þrjú lið jöfn að stigum, Þór Þ., Njarðvík og ÍR. Ef Njarðvík vinnur með 25 stigum þá vinna þeir riðilinn. Ef Njarðvík vinnur með 9 stigum eða meira og ÍR tapar þá vinnur Njarðvík riðilinn.
Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15 en þeir eru: Stjarnan-Tindastóll, Fjölnir-Breiðablik, ÍR-Valur, Þór Þ.-Njarðvík og KR-Hamar.
Úrslitahelgi í Hólminum í boði í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


