Handbolti

Bjarki Már þarf ekki að fara í aðgerð: "Kraftaverk"

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. Mynd/Valli
Bjarki Már Elísson, hornamaður HK, þarf ekki að fara í aðgerð eins og óttast var. Bjarki Már staðfesti þetta inn á twitter-síðu sinni í dag og jafnframt það að hann yrði með HK-liðinu á móti Aftureldingu á fimmtudaginn.

„Jákvæðu fréttir dagsins: engin aðgerð, brotið nánast gróið," skrifaði Bjarki Már inn á twitter-síðu sína og bætti fljótlega við: " „Dr. Brynjólfur sagði án gríns að þetta væri kraftaverk hehe:)."

Bjarki Már var með álagsbrot í báðum ristum og það var ætlunin að leikurinn á móti Val um helgina yrði síðasti leikur hans í bili.

Bjarki Már sýndi snilldartakta á móti Valsmönnum og skoraði 9 mörk úr aðeins 10 skotum í eins marks útisigri. Þetta var fyrsti deildarsigur HK síðan í lok september en liðið var búið að tapa fjórum í röð.

Bjarki Már hefur skorað 52 mörk í fyrstu 8 leikjum HK og var á dögunum valinn í úrvalslið fyrstu sjö umferðarinnar. Þetta er því afar góðar fréttir fyrir HK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×