Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 105-99 Jón Júlíus Karlsson í Hertz hellinum skrifar 1. nóvember 2012 18:45 Myndir / Valgarður Gíslason ÍR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 105-99, í Hertz hellinum í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var hin besta skemmtun því sóknarleikurinn var í fararbroddi í leiknum. ÍR lék betur í seinni hálfleik og náði að knýja fram góðan sex stiga heimasigur. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru sex stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta, 21-27. Munurinn var kominn upp í 8 stig í hálfleik en þá var staðan 44-52. Jóhann Ólafsson var heitur í fyrri hálfleik hjá Grindvíkingum og skoraði 13 stig en Eric Palm var stigahæstur heimamanna með 12 stig. ÍR hóf þriðja leikhluta af miklum krafti og komu gestunum greinilega úr jafnvægi með kröftugum varnarleik. ÍR var að skora mörg stig úr hröðum sóknum og á sama tíma áttu Grindvíkingar í miklum erfiðleikum með að finna leiðina að körfunni. Leikhlutann unnu ÍR-ingar 29-19 og því var staðan 73-71 fyrir ÍR. Stemmningin var öll ÍR megin í fjórða leikhluta. ÍR-ingar sóttu af krafti inn í teig Grindvíkinga og fengu í kjölfarið mikið pláss fyrir utan þriggja stiga línuna sem skyttur ÍR nýttu sér vel. Nemanja Sovic hrökk sem dæmi í mikinn gír fyrir utan og raðaði niður þristum. Það reyndist lykilinn að frábærum sigri heimamanna sem áttu sigurinn skilinn. Lokatölur urðu 105-99 og er fyrsti heimasigur ÍR í hús. Eric Palm átti mjög góðan leik fyrir ÍR í kvöld en hann skoraði 35 stig. Nemanja Sovic kom næstur með 24 stig og sjö fráköst. Hjá Grindavík var Samuel Zeglinski atkvæðamestur en hann skoraði 28 stig. Jóhann Ólafsson kom næstur með 25 stig.Sverrir Þór: „Vörnin arfaslök" „Við spiluðum enga vörn og þá vinnum við ekki leiki. 99 stig eiga að duga til sigurs en við vorum virkilega daprir varnarlega. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem við skorum um 100 stig en töpum samt," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur eftir tap gegn ÍR í kvöld „Ég hélt að menn myndu mæta brjálaðir til leiks eftir tapið fyrir Keflavík fyrr í vikunni og reyna að kvitta fyrir það. Þetta eru mikil vonbrigði. Við vorum í fínni stöðu í hálfleik og en mætum ekki í þriðja leikhluta og áttu þegar upp er staðið ekkert skilið úr þessum leik," bætir Sverrir við sem reiknar með að helga næstu æfingum varnarleiknum. „Sóknarleikurinn stendur fyrir sínu en vörnin arfaslök. Við þurfum að laga varnarleikinn og það strax."Jón Arnar: „Gerist ekki betra en að vinna Íslandsmeistarana" „Ég er þrælánægður með mína menn og gaman að vinna Íslandsmeistarana. Það gerist ekki mikið betra en það. Gengið hjá okkur hefur verið misjafnt það sem af er en erum sterkir á heimavelli," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR eftir sigur liðsins gegn Íslandsmeisturum Grindavíkur í kvöld. „Það opnaðist töluvert fyrir utan teiginn hjá Grindavík í seinni hálfleik og það var virkilega gaman að sjá hversu vel mínir menn voru að hitta í kvöld. Við lásum í varnarleik Grindvíkinga og þetta var þeirra veikleiki. Við þurfum hins vegar sjálfir að spila betri vörn til að ég sé ánægður." ÍR liðið getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er í Dominos-deildinni. Jón Arnar segir að liðið ætli sér stóra hluti í vetur. „Ég er mjög sáttur með að skora 105 stig gegn ríkjandi Íslandsmeisturum og vonandi heldur þetta svona áfram. Við ætlum okkur að vera ofar en að komast bara inn í úrslitakeppnina og það væri óskandi að vera með heimaleikarétt í lok leiktíðar."ÍR-Grindavík 105-99 (21-27, 23-25, 29-19, 32-28)ÍR: Eric James Palm 35, Nemanja Sovic 24/7 fráköst, D'Andre Jordan Williams 14/4 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 12, Sveinbjörn Claessen 8, Hjalti Friðriksson 8, Þorvaldur Hauksson 4/6 fráköst.Grindavík: Samuel Zeglinski 28/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 25/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/10 fráköst, Aaron Broussard 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Davíð Ingi Bustion 1.Bein lýsing frá leiknum: 40. min: Leik lokið með 105-99 sigri ÍR. 12,5 sek eftir: Eric Palm skorar úr tveimur vítum og eykur munninn í 105-99 þegar aðeins 12,5 sekúndur eru eftir. Veik von gestana á að jafna leikinn. 39 min: Samuel Zeglinski skorar úr tveimur vítaskotum. 103-99 þegar 19 sekúndur eru eftir. 39. min: Grindvíkingar minnka muninn niður í 4 stig og 20 sekúndur eftir. 39 min: Þegar innan við mínúta er eftir er staðan 101-95. 38 min: Grindvíkingar leika mjög aggressíva vörn og reyna að þvinga fram mistök hjá heimamönnum. 37 min: Það er ekkert sem stöðvar ÍR fyrir utan þriggja stiga línuna. Það fer allt niður! Staðan 96-87 þegar það eru 2:45 á klukkunni. ÍR-er með sjö fingur á sigrinum. 36. min: ÍR er mun betra hér í fjórða leikhluta. Sovic heldur áfram að raða niður þristunum. Staðan er 93-83. 35. min: Nemanja Sovic stígur upp á réttum tíma fyrir ÍR og skorar tvo þrista í röð fyrir ÍR. Staðan er 90-80. 34. min: Stemmningin er með ÍR sem er komið með 11 stiga forystu, 87-76. 34. min: Sveinbjörn Claessen skorar þrist um leið og skotklukkan rennur út. ÍR-ingar skora svo aftur í næstu sókn og breyta stöðunni í 82-76. Grindvíkingar taka leikhlé og freista þess að skerpa sinn leik. Ekki veitir af. 31. min: Samuel Zeglinski skorar þrist fyrir Grindavík og kemur þeim aftur yfir. 73-75. 30. min: Staðan að loknum þriðja leikhluta er 73-71 fyrir ÍR. Grindvíkingar byrjuðu þriðja leikhluta skelfilega en gerðu vel að halda sér inni í leiknum. Aðeins munar tveimur stigum fyrir síðasta leikhluta og getur allt gerst. ÍR vann þriðja leikhluta með 10 stigum, 29-19. 29. min: Eric Palm hefur farið á kostum í liði ÍR í þriðja leikhluta. Hann er kominn með 29 stig og er sjóðheitur. 28. min: Grindvíkingar eru aðeins að hressast. Ómar Sævarsson í liði Grindavíkur kemur með góða innkomu gegn sínum gömlu samherjum. Staðan 70-65 26. min: Það gengur allt hjá ÍR-ingum. Eric Palm setur niður þrist sem skoppar þrisvar á hringnum áður en boltinn dettur niður. Staðan 66-60. 25. min: ÍR-ingar leika á alls oddi hér í þriðja leikhluta og leiða nú 63-55. Varnarleikur ÍR hefur verið frábær og hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturunum. 23. min: Eric Palm setur niður frábæran þrist í litlu jafnvægi og jafnar leikinn 55-55. Að svo búnu tekur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, leikhlé. Hann er ekki sáttur með byrjun sinna manna í seinni hálfleik. 22. min: Jóhann Ólafsson kemur Grindvíkingum af stað í þriðja leikhluta með góðum þrist. Jóhann er að leika vel í kvöld. Staðan 50-55. 21. min: Þriðji leikhluti farinn af stað og ÍR-ingar fara vel af stað og skora fyrstu fjögur stigin. 20. min (Hálfleikur) 44-52: Stigahæstu menn hjá ÍR eru þeir Eric Palm með 12 stig, D'Andre Willams með 9 stig og Hreggviður Magnússon með 8 stig. Hjá Grindavík er Jóhann Ólafsson með 13 stig og Aaroun Broussard með 10. Leikurinn hefur verið hraður og varnarleikurinn kannski ekki sá allra besti. 19. min: Bæði lið setja niður góðar þriggja stiga körfur. Fyrst ÍR-ingar en svo svar gestirnir í sömu mynt. Staðan 42-49. 16 min: Það er þægileg fjölskyldustemmning hér í Hertz-hellinum. Áhorfendur eru frekar afslappaðir og eru ekkert sérstaklega mikið að láta í sér heyra. Þeir taka þó við sér við góðan þrist hjá heimamönnum. 15. min: Staðan er 39-44 fyrir Grindavík. Eric Palm er að leika vel fyrir ÍR og er kominn með 10 stig. 13. min: Þeir Samuel Zeglinski og Aaron Broussard fara fyrir stigaskorinu hjá Grindvíkingum og eru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna.Staðan er 33-39 10. min: Grindvíkingar leiða 21-27 að loknum fyrsta leikhluta. Grindvíkingar spiluðu góðan varnarleik síðari hlutan af fyrsta leikhluta og eru í forystu. 8. min: Grindvíkingar tóku flotta rispu og eru nú yfir 18-27 sem er mesti munurinn á liðunum til þessa.7. min: Liðunum leiðist ekki að taka þriggja stiga skot og hafa þó nokkur litið dagsins ljós í kvöld. Staðan er 18-22 fyrir Grindavík.4 min: Staðan er 12-9 fyrir heimamenn sem hafa byrjað leikinn vel. Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
ÍR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 105-99, í Hertz hellinum í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var hin besta skemmtun því sóknarleikurinn var í fararbroddi í leiknum. ÍR lék betur í seinni hálfleik og náði að knýja fram góðan sex stiga heimasigur. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru sex stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta, 21-27. Munurinn var kominn upp í 8 stig í hálfleik en þá var staðan 44-52. Jóhann Ólafsson var heitur í fyrri hálfleik hjá Grindvíkingum og skoraði 13 stig en Eric Palm var stigahæstur heimamanna með 12 stig. ÍR hóf þriðja leikhluta af miklum krafti og komu gestunum greinilega úr jafnvægi með kröftugum varnarleik. ÍR var að skora mörg stig úr hröðum sóknum og á sama tíma áttu Grindvíkingar í miklum erfiðleikum með að finna leiðina að körfunni. Leikhlutann unnu ÍR-ingar 29-19 og því var staðan 73-71 fyrir ÍR. Stemmningin var öll ÍR megin í fjórða leikhluta. ÍR-ingar sóttu af krafti inn í teig Grindvíkinga og fengu í kjölfarið mikið pláss fyrir utan þriggja stiga línuna sem skyttur ÍR nýttu sér vel. Nemanja Sovic hrökk sem dæmi í mikinn gír fyrir utan og raðaði niður þristum. Það reyndist lykilinn að frábærum sigri heimamanna sem áttu sigurinn skilinn. Lokatölur urðu 105-99 og er fyrsti heimasigur ÍR í hús. Eric Palm átti mjög góðan leik fyrir ÍR í kvöld en hann skoraði 35 stig. Nemanja Sovic kom næstur með 24 stig og sjö fráköst. Hjá Grindavík var Samuel Zeglinski atkvæðamestur en hann skoraði 28 stig. Jóhann Ólafsson kom næstur með 25 stig.Sverrir Þór: „Vörnin arfaslök" „Við spiluðum enga vörn og þá vinnum við ekki leiki. 99 stig eiga að duga til sigurs en við vorum virkilega daprir varnarlega. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem við skorum um 100 stig en töpum samt," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur eftir tap gegn ÍR í kvöld „Ég hélt að menn myndu mæta brjálaðir til leiks eftir tapið fyrir Keflavík fyrr í vikunni og reyna að kvitta fyrir það. Þetta eru mikil vonbrigði. Við vorum í fínni stöðu í hálfleik og en mætum ekki í þriðja leikhluta og áttu þegar upp er staðið ekkert skilið úr þessum leik," bætir Sverrir við sem reiknar með að helga næstu æfingum varnarleiknum. „Sóknarleikurinn stendur fyrir sínu en vörnin arfaslök. Við þurfum að laga varnarleikinn og það strax."Jón Arnar: „Gerist ekki betra en að vinna Íslandsmeistarana" „Ég er þrælánægður með mína menn og gaman að vinna Íslandsmeistarana. Það gerist ekki mikið betra en það. Gengið hjá okkur hefur verið misjafnt það sem af er en erum sterkir á heimavelli," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR eftir sigur liðsins gegn Íslandsmeisturum Grindavíkur í kvöld. „Það opnaðist töluvert fyrir utan teiginn hjá Grindavík í seinni hálfleik og það var virkilega gaman að sjá hversu vel mínir menn voru að hitta í kvöld. Við lásum í varnarleik Grindvíkinga og þetta var þeirra veikleiki. Við þurfum hins vegar sjálfir að spila betri vörn til að ég sé ánægður." ÍR liðið getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er í Dominos-deildinni. Jón Arnar segir að liðið ætli sér stóra hluti í vetur. „Ég er mjög sáttur með að skora 105 stig gegn ríkjandi Íslandsmeisturum og vonandi heldur þetta svona áfram. Við ætlum okkur að vera ofar en að komast bara inn í úrslitakeppnina og það væri óskandi að vera með heimaleikarétt í lok leiktíðar."ÍR-Grindavík 105-99 (21-27, 23-25, 29-19, 32-28)ÍR: Eric James Palm 35, Nemanja Sovic 24/7 fráköst, D'Andre Jordan Williams 14/4 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 12, Sveinbjörn Claessen 8, Hjalti Friðriksson 8, Þorvaldur Hauksson 4/6 fráköst.Grindavík: Samuel Zeglinski 28/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 25/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/10 fráköst, Aaron Broussard 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Davíð Ingi Bustion 1.Bein lýsing frá leiknum: 40. min: Leik lokið með 105-99 sigri ÍR. 12,5 sek eftir: Eric Palm skorar úr tveimur vítum og eykur munninn í 105-99 þegar aðeins 12,5 sekúndur eru eftir. Veik von gestana á að jafna leikinn. 39 min: Samuel Zeglinski skorar úr tveimur vítaskotum. 103-99 þegar 19 sekúndur eru eftir. 39. min: Grindvíkingar minnka muninn niður í 4 stig og 20 sekúndur eftir. 39 min: Þegar innan við mínúta er eftir er staðan 101-95. 38 min: Grindvíkingar leika mjög aggressíva vörn og reyna að þvinga fram mistök hjá heimamönnum. 37 min: Það er ekkert sem stöðvar ÍR fyrir utan þriggja stiga línuna. Það fer allt niður! Staðan 96-87 þegar það eru 2:45 á klukkunni. ÍR-er með sjö fingur á sigrinum. 36. min: ÍR er mun betra hér í fjórða leikhluta. Sovic heldur áfram að raða niður þristunum. Staðan er 93-83. 35. min: Nemanja Sovic stígur upp á réttum tíma fyrir ÍR og skorar tvo þrista í röð fyrir ÍR. Staðan er 90-80. 34. min: Stemmningin er með ÍR sem er komið með 11 stiga forystu, 87-76. 34. min: Sveinbjörn Claessen skorar þrist um leið og skotklukkan rennur út. ÍR-ingar skora svo aftur í næstu sókn og breyta stöðunni í 82-76. Grindvíkingar taka leikhlé og freista þess að skerpa sinn leik. Ekki veitir af. 31. min: Samuel Zeglinski skorar þrist fyrir Grindavík og kemur þeim aftur yfir. 73-75. 30. min: Staðan að loknum þriðja leikhluta er 73-71 fyrir ÍR. Grindvíkingar byrjuðu þriðja leikhluta skelfilega en gerðu vel að halda sér inni í leiknum. Aðeins munar tveimur stigum fyrir síðasta leikhluta og getur allt gerst. ÍR vann þriðja leikhluta með 10 stigum, 29-19. 29. min: Eric Palm hefur farið á kostum í liði ÍR í þriðja leikhluta. Hann er kominn með 29 stig og er sjóðheitur. 28. min: Grindvíkingar eru aðeins að hressast. Ómar Sævarsson í liði Grindavíkur kemur með góða innkomu gegn sínum gömlu samherjum. Staðan 70-65 26. min: Það gengur allt hjá ÍR-ingum. Eric Palm setur niður þrist sem skoppar þrisvar á hringnum áður en boltinn dettur niður. Staðan 66-60. 25. min: ÍR-ingar leika á alls oddi hér í þriðja leikhluta og leiða nú 63-55. Varnarleikur ÍR hefur verið frábær og hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturunum. 23. min: Eric Palm setur niður frábæran þrist í litlu jafnvægi og jafnar leikinn 55-55. Að svo búnu tekur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, leikhlé. Hann er ekki sáttur með byrjun sinna manna í seinni hálfleik. 22. min: Jóhann Ólafsson kemur Grindvíkingum af stað í þriðja leikhluta með góðum þrist. Jóhann er að leika vel í kvöld. Staðan 50-55. 21. min: Þriðji leikhluti farinn af stað og ÍR-ingar fara vel af stað og skora fyrstu fjögur stigin. 20. min (Hálfleikur) 44-52: Stigahæstu menn hjá ÍR eru þeir Eric Palm með 12 stig, D'Andre Willams með 9 stig og Hreggviður Magnússon með 8 stig. Hjá Grindavík er Jóhann Ólafsson með 13 stig og Aaroun Broussard með 10. Leikurinn hefur verið hraður og varnarleikurinn kannski ekki sá allra besti. 19. min: Bæði lið setja niður góðar þriggja stiga körfur. Fyrst ÍR-ingar en svo svar gestirnir í sömu mynt. Staðan 42-49. 16 min: Það er þægileg fjölskyldustemmning hér í Hertz-hellinum. Áhorfendur eru frekar afslappaðir og eru ekkert sérstaklega mikið að láta í sér heyra. Þeir taka þó við sér við góðan þrist hjá heimamönnum. 15. min: Staðan er 39-44 fyrir Grindavík. Eric Palm er að leika vel fyrir ÍR og er kominn með 10 stig. 13. min: Þeir Samuel Zeglinski og Aaron Broussard fara fyrir stigaskorinu hjá Grindvíkingum og eru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna.Staðan er 33-39 10. min: Grindvíkingar leiða 21-27 að loknum fyrsta leikhluta. Grindvíkingar spiluðu góðan varnarleik síðari hlutan af fyrsta leikhluta og eru í forystu. 8. min: Grindvíkingar tóku flotta rispu og eru nú yfir 18-27 sem er mesti munurinn á liðunum til þessa.7. min: Liðunum leiðist ekki að taka þriggja stiga skot og hafa þó nokkur litið dagsins ljós í kvöld. Staðan er 18-22 fyrir Grindavík.4 min: Staðan er 12-9 fyrir heimamenn sem hafa byrjað leikinn vel.
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum