NFL: Fálkarnir enn ósigraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2012 09:48 Stuðningsmenn Atlanta eru ánægðir með liðið sitt. Nordic Photos / Getty Images Atlanta Falcons vann í nótt sinn áttunda leik í jafn mörgum leikjum þegar að liðið mætti Dallas Mavericks í NFL-deildinni. Atlanta hefur aldrei byrjað betur en liðið er eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Chicago Bears og Houston Texans unnu einnig góða sigra um helgina og hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Atlanta hafði betur gegn Dallas í nótt, 19-13, en hvort lið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum - bæði í fjórða leikhluta. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti flottan leik fyrir Atlanta og kastaði fyrir 342 jördum sem er met á tímabilinu. Það var þó hlauparinn Michael Turner sem skoraði eina snertimark Atlanta í leiknum. Sparkarinn Matt Bryant skoraði fjögur vallarmörk sem gerði gæfumuninn. Dallas hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu átta leikjum sínum í ár og halda því ófarir leikstjórnandans Tony Romo áfram. Þá átti Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, stórleik þegar að lið hanns vann nauman sigur á Miami Dolphins, 23-20. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið, kastaði samtals 433 jarda í leiknum sem er met hjá nýliða í sögu NFL-deildarinnar. Annar nýliði, hlauparinn Doug Martin, átti stórbrotinn leik þegar að lið hans, Tampa Bay Buccaneers, hafði betur gegn Oakland, 42-32. Martin skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp með boltann samtals 251 jarda. Bæði eru félagsmet hjá Tampa Bay.Úrslit gærdagsins: Cincinnati - Denver 23-31 Cleveland - Baltimore 15-25 Green Bay - Arizona 31-17 Houston - Buffalo 21-9 Indianapolis - Miami 23-20 Jacksonville - Detroit 14-31 Tennessee - Chicago 20-51 Washington - Carolina 13-21 Oakland - Tampa Bay 32-42 Seattle - Minnesota 30-20 New York Giants - Pittsburgh 20-24 Atlanta - Dallas 19-13Staðan í riðlunum:Ameríkudeildin:Austurriðill: New England 5-3 Miami 4-4 NY Jets 3-5 Buffalo 3-5Norðurriðill: Baltimore 6-2 Pittsburgh 5-3 Cincinnati 3-5 Cleveland 2-7Suðurriðill: Houston 7-1 Indianapolis 5-3 Tennessee 3-6 Jacksonville 1-7Vesturriðill: Denver 5-3 San Diego 4-4 Oakland 3-5 Kansas City 1-7Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 6-3 Philadelphia 3-4 Dallas 3-5 Washington 3-6Norðurriðill: Chicago 7-1 Green Bay 6-3 Minnesota 5-4 Detroit 4-4Suðurriðill: Atlanta 8-0 Tampa Bay 4-4 New Orleans 2-5 Carolina 2-6Vesturriðill: San Francisco 6-2 Seattle 5-4 Arizona 4-5 St. Louis 3-5 NFL Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sjá meira
Atlanta Falcons vann í nótt sinn áttunda leik í jafn mörgum leikjum þegar að liðið mætti Dallas Mavericks í NFL-deildinni. Atlanta hefur aldrei byrjað betur en liðið er eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Chicago Bears og Houston Texans unnu einnig góða sigra um helgina og hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Atlanta hafði betur gegn Dallas í nótt, 19-13, en hvort lið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum - bæði í fjórða leikhluta. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti flottan leik fyrir Atlanta og kastaði fyrir 342 jördum sem er met á tímabilinu. Það var þó hlauparinn Michael Turner sem skoraði eina snertimark Atlanta í leiknum. Sparkarinn Matt Bryant skoraði fjögur vallarmörk sem gerði gæfumuninn. Dallas hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu átta leikjum sínum í ár og halda því ófarir leikstjórnandans Tony Romo áfram. Þá átti Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, stórleik þegar að lið hanns vann nauman sigur á Miami Dolphins, 23-20. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið, kastaði samtals 433 jarda í leiknum sem er met hjá nýliða í sögu NFL-deildarinnar. Annar nýliði, hlauparinn Doug Martin, átti stórbrotinn leik þegar að lið hans, Tampa Bay Buccaneers, hafði betur gegn Oakland, 42-32. Martin skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp með boltann samtals 251 jarda. Bæði eru félagsmet hjá Tampa Bay.Úrslit gærdagsins: Cincinnati - Denver 23-31 Cleveland - Baltimore 15-25 Green Bay - Arizona 31-17 Houston - Buffalo 21-9 Indianapolis - Miami 23-20 Jacksonville - Detroit 14-31 Tennessee - Chicago 20-51 Washington - Carolina 13-21 Oakland - Tampa Bay 32-42 Seattle - Minnesota 30-20 New York Giants - Pittsburgh 20-24 Atlanta - Dallas 19-13Staðan í riðlunum:Ameríkudeildin:Austurriðill: New England 5-3 Miami 4-4 NY Jets 3-5 Buffalo 3-5Norðurriðill: Baltimore 6-2 Pittsburgh 5-3 Cincinnati 3-5 Cleveland 2-7Suðurriðill: Houston 7-1 Indianapolis 5-3 Tennessee 3-6 Jacksonville 1-7Vesturriðill: Denver 5-3 San Diego 4-4 Oakland 3-5 Kansas City 1-7Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 6-3 Philadelphia 3-4 Dallas 3-5 Washington 3-6Norðurriðill: Chicago 7-1 Green Bay 6-3 Minnesota 5-4 Detroit 4-4Suðurriðill: Atlanta 8-0 Tampa Bay 4-4 New Orleans 2-5 Carolina 2-6Vesturriðill: San Francisco 6-2 Seattle 5-4 Arizona 4-5 St. Louis 3-5
NFL Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sjá meira