Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 23-27 Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 8. nóvember 2012 14:32 Mynd/Vilhelm Heimamenn á Akureyri töpuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld en það sem þykir líklegast koma meira á óvart er að tveir af þeim eru á heimavelli gegn Aftureldingu og Val sem verma tvö neðstu sætin í N1 deild karla áður en 7. umferð fór fram. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en þó höfðu Valsmenn ágætis tak á honum í heildina og stjórnuðu leiknum. Heimamenn náðu að vinna sig inn í leikinn með góðum sprettum en náðu aldrei að fylgja því almennilega eftir og Valsmenn tóku völdin aftur fljótlega. Það var boðið upp á nokkuð sérstaka byrjun en Hlynur Morthens markmaður Valsmanna tók upp á því að loka markinu í upphafi leiks. Það tók heimamenn rúmlega átta mínútur að finna netið og þá var Hlynur kominn með átta varða bolta, stórkostleg byrjun hjá honum. Hann varð þó að fara af velli eftir að hafa fengið skot í andlitið en kom svo stuttu seinna aftur inn. Hann náði ekki að fylgja eftir þessari byrjun en var þó góður og endaði hálfleikinn með tólf varða bolta sem var rúmlega helmingi meira en Jovan Kukobat markmaður heimamanna var með. Seinni hálfleikurinn var nokkuð svipaður þeim fyrri, Valsmenn spiluðu vörnina mjög framarlega sem virtist koma Akureyringum í nokkur vandræði. Heimamenn náðu þó að koma sér í færi en mörg þeirra át Hlynur í markinu sem endaði með 24 bolta þrátt fyrir það að vera hálf vankaður meirihluta leiksins. Allt var í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá steig Valdimar Fannar Þórsson upp og skoraði þrjú af síðustu fimm mörkum Valsmanna sem fóru að lokum með fjögurra marka verðskuldaðan sigur, 23-27. Hlynur Morthens: Leið illa og var mjög óglatt „Ég fékk Bjarna á móti mér og boltinn endaði svona skemmtilega í andlitinu,“ sagði Hlynur Morthens nokkuð kátur eftir leik en samt hálf fölur. „Ég hálfvankast, fer útaf og reyni að koma aftur inn á. Mér var óglatt og sjúkraþjálfarinn vildi ekkert að ég færi aftur inn. Fyrstu sóknirnar eftir að ég kom inn þá var ég vankaður og í raun bara hálfur maður.“ Það er nú nokkuð erfitt að halda því fram að þú hafir verið hálfur maður í seinni hálfleik þegar þú ert að verja tíu bolta í seinni hálfleiknum og 24 samtals. „Já, ég náði að fara inn í klefa og ná áttum aftur og kæla mig. Fékk mér ávexti í hálfleik til að hressa mig við. Ég samt skil ekki hvernig þetta gekk, ég var gjörsamlega búinn þegar um korter var eftir. Hausinn var farinn, mér leið illa og var mjög óglatt. Ég átti ekkert að vera inná held ég. Drengirnir voru að berjast og bavíanar fyrir framan mig og það er bara alltaf svo gaman að koma hingað og vinna.“ Patrekur Jóhannesson: Stemming en ekkert í líkingu við það sem ég upplifði í KA-heimilinu „Þetta var bara virkilega sætt. Akureyri er með frábært og vel mannað lið,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Valsmanna ánægður eftir leik. „Við erum þannig séð í ákveðnu uppbyggingarstarfi og að koma hérna hér og spila af þessari orku er frábært og það sem ég er ánægðastur með. Við erum að gera eitthvað af mistökum, sóknarleikurinn var t.d. ekki nægilega góður á köflum. Við bættum það upp með orku og svo var Bubbi auðvitað ótrúlegur, samt ekkert ótrúlegur, hann bara getur þetta.“ „Eftir að hafa greint síðustu leiki þá erum við að sjá það að við erum ekki að fá nægilega mikið af hraðaupphlaupum en hér í kvöld eru menn að keyra vel fram og það er það sem þarf í nútímahandbolta. Að vinna á Akureyri er ekkert sjálfgefið, ég spilaði hér sjálfur. Þetta er ágætis hús en það er æðislegra í KA-heimili.“ Heimamenn á Akureyri vilja margir meina að Patrekur sé KA maður, var það þá sérstaklega sætt að koma og vinna hér á gamla heimavelli Þórs? „Ég æfði nú hérna og spilaði. Núna er þetta Akureyri í dag og ég held að mönnum sé nú ekkert of vel við það að vera að tala um KA og Þór en ég meina. Minn tími var í KA og það á stórann hlut í mér, það var stemming hér en ekkert í líkingu við það sem ég upplifði í KA-heimilinu.“ „Ég er með líka mann eins og Valdimar Þórs sem er náttúrulega frábær leikmaður og leiðtogi þegar hann er í topp standi. Hann er hægt og rólega að komast í takt við þann Valda sem ég þekkti og spilaði á móti hér á sínum tíma.“ Næst er það nokkuð sérstakur bikarleikur ekki satt? „Já, það er leikur á mánudaginn á móti Val 2 og þetta eru í raun verstu leikir fyrir þjálfara enda nokkuð sérstök pressa sem fylgir slíkum leik. Ég hef nú ekki enn fundið myndband af þeim en ég þekki þeirra spil ágætlega. Við verðum að taka þann leik alvarlega og ef ekki þá getur það orðið bíó. Eftir þann leik er það svo bara strax undirbúningur fyrir leikinn gegn HK.“ Bjarni Fritz: Þetta er allavega aðeins að skána „Þetta er glatað,“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar þungur á brún eftir þriðja tapið í röð. „ Við vorum allavega að reyna í dag og vorum mikið betri en á móti Aftureldingu. Ég klúðra svolítið leiknum þegar ég klikka á víti og klikka svo úr horninu í framhaldi af því og ég verð að taka það á mig. Við byrjum leikinn mjög illa og hann er að verja allt of mikið frá okkur. Við vorum að skjóta á staði þar sem við áttum ekki að skjóta.“ Framliggjandi vörn Valsmanna virtist vera að koma ykkur í vandræði. „Já, það er eiginlega svolítið rétt hjá þér en við vorum samt aftur á móti að skapa okkur færi þó svo að þetta var svolítið stirðbusalegt hjá okkur. Við klikkuðum t.d. úr átta dauðafærum í fyrri hálfleiknum. Við erum að vinna okkur út úr erfiðleikum meiðslalega séð og menn eru ekki eins ferskir og þeir myndu vilja vera. Þetta kemur vonandi núna í næstu leikjum, þetta er allavega aðeins að skána.“ Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Heimamenn á Akureyri töpuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld en það sem þykir líklegast koma meira á óvart er að tveir af þeim eru á heimavelli gegn Aftureldingu og Val sem verma tvö neðstu sætin í N1 deild karla áður en 7. umferð fór fram. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en þó höfðu Valsmenn ágætis tak á honum í heildina og stjórnuðu leiknum. Heimamenn náðu að vinna sig inn í leikinn með góðum sprettum en náðu aldrei að fylgja því almennilega eftir og Valsmenn tóku völdin aftur fljótlega. Það var boðið upp á nokkuð sérstaka byrjun en Hlynur Morthens markmaður Valsmanna tók upp á því að loka markinu í upphafi leiks. Það tók heimamenn rúmlega átta mínútur að finna netið og þá var Hlynur kominn með átta varða bolta, stórkostleg byrjun hjá honum. Hann varð þó að fara af velli eftir að hafa fengið skot í andlitið en kom svo stuttu seinna aftur inn. Hann náði ekki að fylgja eftir þessari byrjun en var þó góður og endaði hálfleikinn með tólf varða bolta sem var rúmlega helmingi meira en Jovan Kukobat markmaður heimamanna var með. Seinni hálfleikurinn var nokkuð svipaður þeim fyrri, Valsmenn spiluðu vörnina mjög framarlega sem virtist koma Akureyringum í nokkur vandræði. Heimamenn náðu þó að koma sér í færi en mörg þeirra át Hlynur í markinu sem endaði með 24 bolta þrátt fyrir það að vera hálf vankaður meirihluta leiksins. Allt var í járnum þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá steig Valdimar Fannar Þórsson upp og skoraði þrjú af síðustu fimm mörkum Valsmanna sem fóru að lokum með fjögurra marka verðskuldaðan sigur, 23-27. Hlynur Morthens: Leið illa og var mjög óglatt „Ég fékk Bjarna á móti mér og boltinn endaði svona skemmtilega í andlitinu,“ sagði Hlynur Morthens nokkuð kátur eftir leik en samt hálf fölur. „Ég hálfvankast, fer útaf og reyni að koma aftur inn á. Mér var óglatt og sjúkraþjálfarinn vildi ekkert að ég færi aftur inn. Fyrstu sóknirnar eftir að ég kom inn þá var ég vankaður og í raun bara hálfur maður.“ Það er nú nokkuð erfitt að halda því fram að þú hafir verið hálfur maður í seinni hálfleik þegar þú ert að verja tíu bolta í seinni hálfleiknum og 24 samtals. „Já, ég náði að fara inn í klefa og ná áttum aftur og kæla mig. Fékk mér ávexti í hálfleik til að hressa mig við. Ég samt skil ekki hvernig þetta gekk, ég var gjörsamlega búinn þegar um korter var eftir. Hausinn var farinn, mér leið illa og var mjög óglatt. Ég átti ekkert að vera inná held ég. Drengirnir voru að berjast og bavíanar fyrir framan mig og það er bara alltaf svo gaman að koma hingað og vinna.“ Patrekur Jóhannesson: Stemming en ekkert í líkingu við það sem ég upplifði í KA-heimilinu „Þetta var bara virkilega sætt. Akureyri er með frábært og vel mannað lið,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Valsmanna ánægður eftir leik. „Við erum þannig séð í ákveðnu uppbyggingarstarfi og að koma hérna hér og spila af þessari orku er frábært og það sem ég er ánægðastur með. Við erum að gera eitthvað af mistökum, sóknarleikurinn var t.d. ekki nægilega góður á köflum. Við bættum það upp með orku og svo var Bubbi auðvitað ótrúlegur, samt ekkert ótrúlegur, hann bara getur þetta.“ „Eftir að hafa greint síðustu leiki þá erum við að sjá það að við erum ekki að fá nægilega mikið af hraðaupphlaupum en hér í kvöld eru menn að keyra vel fram og það er það sem þarf í nútímahandbolta. Að vinna á Akureyri er ekkert sjálfgefið, ég spilaði hér sjálfur. Þetta er ágætis hús en það er æðislegra í KA-heimili.“ Heimamenn á Akureyri vilja margir meina að Patrekur sé KA maður, var það þá sérstaklega sætt að koma og vinna hér á gamla heimavelli Þórs? „Ég æfði nú hérna og spilaði. Núna er þetta Akureyri í dag og ég held að mönnum sé nú ekkert of vel við það að vera að tala um KA og Þór en ég meina. Minn tími var í KA og það á stórann hlut í mér, það var stemming hér en ekkert í líkingu við það sem ég upplifði í KA-heimilinu.“ „Ég er með líka mann eins og Valdimar Þórs sem er náttúrulega frábær leikmaður og leiðtogi þegar hann er í topp standi. Hann er hægt og rólega að komast í takt við þann Valda sem ég þekkti og spilaði á móti hér á sínum tíma.“ Næst er það nokkuð sérstakur bikarleikur ekki satt? „Já, það er leikur á mánudaginn á móti Val 2 og þetta eru í raun verstu leikir fyrir þjálfara enda nokkuð sérstök pressa sem fylgir slíkum leik. Ég hef nú ekki enn fundið myndband af þeim en ég þekki þeirra spil ágætlega. Við verðum að taka þann leik alvarlega og ef ekki þá getur það orðið bíó. Eftir þann leik er það svo bara strax undirbúningur fyrir leikinn gegn HK.“ Bjarni Fritz: Þetta er allavega aðeins að skána „Þetta er glatað,“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar þungur á brún eftir þriðja tapið í röð. „ Við vorum allavega að reyna í dag og vorum mikið betri en á móti Aftureldingu. Ég klúðra svolítið leiknum þegar ég klikka á víti og klikka svo úr horninu í framhaldi af því og ég verð að taka það á mig. Við byrjum leikinn mjög illa og hann er að verja allt of mikið frá okkur. Við vorum að skjóta á staði þar sem við áttum ekki að skjóta.“ Framliggjandi vörn Valsmanna virtist vera að koma ykkur í vandræði. „Já, það er eiginlega svolítið rétt hjá þér en við vorum samt aftur á móti að skapa okkur færi þó svo að þetta var svolítið stirðbusalegt hjá okkur. Við klikkuðum t.d. úr átta dauðafærum í fyrri hálfleiknum. Við erum að vinna okkur út úr erfiðleikum meiðslalega séð og menn eru ekki eins ferskir og þeir myndu vilja vera. Þetta kemur vonandi núna í næstu leikjum, þetta er allavega aðeins að skána.“
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira