Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 24-29 Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2012 14:34 Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu. Framarar voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 4-2 með fínum sóknarleik og massífri vörn. Gestirnir frá Mosfellsbænum voru lengi í gang og áttu erfitt með að finna sig fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að spila betur sem lið og keyrðu gríðarlega hratt í bakið á Frömurum. Þetta hafði það í för með sér að Afturelding komst betur inn í leikinn og náðu smá saman að ná yfirhöndinni. Dómarar leiksins fóru gríðarlega í taugarnar á leikmönnum Fram sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Það verður samt sem áður að setja spurningamerki við dómgæslu leiksins í fyrri hálfleik. Svavar Ólafur Pétursson og Arnar Sigurjónsson, dómarar leiksins, réðu einfaldlega ekki við verkefnið á tíma og lítið samræmi var í dómgæslunni. Afturelding nýtti sér pirring Framara vel og fóru inn í hálfleikinn með 3 marka forskot 14-11. Afturelding hélt áfram sínu striki í síðari hálfleiknum og léku sérstaklega vel en á sama tíma voru Framarar langt frá sínu besta. Sóknarlega var liðið hugmyndasnautt og fátt gekk upp á meðan gestirnir fóru auðveldlega í gegnum vörn heimamanna og náðu fljótlega sjö marka forystu 25-18 og leikurinn í raun búinn. Dómgæslan fór gríðarlega í skapið á heimamönnum og má segja að liðið hafi misst hausinn um tíma. Leikmenn áttu erfitt með að einbeita sér að því að spila handbolta og aðrir þættir leiksins höfðu mikil áhrif. Það má samt sem áður segja að dómgæsla leiksins var alls ekki nægilega góð og réði dómaraparið illa við þau átök sem brutust út oft á tíðum í leiknum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, fékk að líta rauða spjaldið eftir venjulegan leiktíma þegar hann missti stjórn á skapi sínu við dómara leiksins. Framarar eru með sjö stig í deildinni er Afturelding hefur náð í fjögur stig eftir sigurinn í kvöld. Jóhann Jóhannsson: Við förum langt á baráttu og stemmningu„Ég er bara sáttur, mjög sáttur," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Við unnum vel fyrir þessu og mér fannst í raun sigurinn í höfn um miðjan síðari hálfleik. Við byrjuðum leikinn illa og lentum nokkrum mörkum undir. Liðið kom sterkt til baka og sýndi mikinn karakter." „Maður er hás eftir svona leiki en menn láta vel heyra í sér. Við erum stemningslið og treystum gríðarlega mikið á liðsheild og baráttu anda." „Það er mikill stígandi í okkar leik og við eigum bara eftir að bæta okkur, við þurfum að bæta okkar leik til að ná í fleiri stig." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Einar Jónsson: Þessir menn eiga bara að dæmi í "Meistaradeildinni"„Það er auðvitað hrikalega leiðinlegt að tapa leikjum á heimavelli," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Ég verð samt sem áður að vera ánægður með þá baráttu sem strákarnir sýndi við þessar aðstæður." „Sóknarleikur okkar var ofboðslega þungur og við náðum okkur í raun aldrei á strik þar, nema kannski fyrstu mínúturnar. Sigurður (Eggertsson) hélt okkur á floti sóknarlega." Einar Jónsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins í kvöld og las þeim pistilinn eftir leik með þeim afleiðingum að hann fékk rautt spjald „Ég er bara nokkuð ánægður hvað leikmenn mínir náðu að halda haus í kvöld miðað við það sem gekk á hér í kvöld." „Það er gríðarlega erfitt að halda einhverju tempói þegar liðið er 1-2 mönnum færri stóran hluta af leiknum og við vorum að glíma við það í kvöld." Þegar blaðamaður Vísis spurði þjálfarann um frammistöðu dómarans var svarað með mikilli kaldhæðni. „Dómgæslan var frábær og sjaldan séð jafn stórkostlega frammistöðu, þeir báru af hér á vellinum. Þessir menn hljóta að fara dæma í Final Four í Champions League," sagði Einar að lokum í mikilli kaldhæðni. Þess má geta að hann hafði fengið rautt spjald nokkrum mínútum áður fyrir að segja sína skoðun á dómgæslu leiksins.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu. Framarar voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 4-2 með fínum sóknarleik og massífri vörn. Gestirnir frá Mosfellsbænum voru lengi í gang og áttu erfitt með að finna sig fyrstu tíu mínútur leiksins. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að spila betur sem lið og keyrðu gríðarlega hratt í bakið á Frömurum. Þetta hafði það í för með sér að Afturelding komst betur inn í leikinn og náðu smá saman að ná yfirhöndinni. Dómarar leiksins fóru gríðarlega í taugarnar á leikmönnum Fram sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðsins. Það verður samt sem áður að setja spurningamerki við dómgæslu leiksins í fyrri hálfleik. Svavar Ólafur Pétursson og Arnar Sigurjónsson, dómarar leiksins, réðu einfaldlega ekki við verkefnið á tíma og lítið samræmi var í dómgæslunni. Afturelding nýtti sér pirring Framara vel og fóru inn í hálfleikinn með 3 marka forskot 14-11. Afturelding hélt áfram sínu striki í síðari hálfleiknum og léku sérstaklega vel en á sama tíma voru Framarar langt frá sínu besta. Sóknarlega var liðið hugmyndasnautt og fátt gekk upp á meðan gestirnir fóru auðveldlega í gegnum vörn heimamanna og náðu fljótlega sjö marka forystu 25-18 og leikurinn í raun búinn. Dómgæslan fór gríðarlega í skapið á heimamönnum og má segja að liðið hafi misst hausinn um tíma. Leikmenn áttu erfitt með að einbeita sér að því að spila handbolta og aðrir þættir leiksins höfðu mikil áhrif. Það má samt sem áður segja að dómgæsla leiksins var alls ekki nægilega góð og réði dómaraparið illa við þau átök sem brutust út oft á tíðum í leiknum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, fékk að líta rauða spjaldið eftir venjulegan leiktíma þegar hann missti stjórn á skapi sínu við dómara leiksins. Framarar eru með sjö stig í deildinni er Afturelding hefur náð í fjögur stig eftir sigurinn í kvöld. Jóhann Jóhannsson: Við förum langt á baráttu og stemmningu„Ég er bara sáttur, mjög sáttur," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Við unnum vel fyrir þessu og mér fannst í raun sigurinn í höfn um miðjan síðari hálfleik. Við byrjuðum leikinn illa og lentum nokkrum mörkum undir. Liðið kom sterkt til baka og sýndi mikinn karakter." „Maður er hás eftir svona leiki en menn láta vel heyra í sér. Við erum stemningslið og treystum gríðarlega mikið á liðsheild og baráttu anda." „Það er mikill stígandi í okkar leik og við eigum bara eftir að bæta okkur, við þurfum að bæta okkar leik til að ná í fleiri stig." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Einar Jónsson: Þessir menn eiga bara að dæmi í "Meistaradeildinni"„Það er auðvitað hrikalega leiðinlegt að tapa leikjum á heimavelli," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Ég verð samt sem áður að vera ánægður með þá baráttu sem strákarnir sýndi við þessar aðstæður." „Sóknarleikur okkar var ofboðslega þungur og við náðum okkur í raun aldrei á strik þar, nema kannski fyrstu mínúturnar. Sigurður (Eggertsson) hélt okkur á floti sóknarlega." Einar Jónsson var allt annað en sáttur við dómara leiksins í kvöld og las þeim pistilinn eftir leik með þeim afleiðingum að hann fékk rautt spjald „Ég er bara nokkuð ánægður hvað leikmenn mínir náðu að halda haus í kvöld miðað við það sem gekk á hér í kvöld." „Það er gríðarlega erfitt að halda einhverju tempói þegar liðið er 1-2 mönnum færri stóran hluta af leiknum og við vorum að glíma við það í kvöld." Þegar blaðamaður Vísis spurði þjálfarann um frammistöðu dómarans var svarað með mikilli kaldhæðni. „Dómgæslan var frábær og sjaldan séð jafn stórkostlega frammistöðu, þeir báru af hér á vellinum. Þessir menn hljóta að fara dæma í Final Four í Champions League," sagði Einar að lokum í mikilli kaldhæðni. Þess má geta að hann hafði fengið rautt spjald nokkrum mínútum áður fyrir að segja sína skoðun á dómgæslu leiksins.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira