Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Snæfell 95-102 | Úrslit kvöldsins Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. nóvember 2012 14:49 Mynd/Daníel Snæfell sigraði Fjölni 102-95 í sveiflukenndum leik í Grafarvogi í kvöld í Dominos deild karla í körfubolta. Snæfell náði mest 18 stiga forystu í leiknum en Fjölnir komst inn í leikinn og náði að gera hann spennandi áður en yfir lauk. Það var lítið um varnir framan af leik og þá átti Snæfell sérstaklega auðvelt með að finna leiðina í körfuna framan af leik en eftir 15 mínútna leik hafið liðið skorað 45 stig en þá munaði 18 stigum á liðunum. Þá tóku heimamenn við sér. Þeir hófu að leika vörn og minnkuðu muninn jafnt og þétt en staðan í hálfleik var 49-40. Snæfell var alltaf á undan en heimamenn náðu að minnka muninn í eitt stig, 81-80, þegar fimm mínútur voru eftir og allt virtist stefna í æsilegan lokakafla. Þá efndu Ólafur Torfason og félagar í Snæfelli til skotsýningar. Eftir að Asim McQueen skoraði 83. stig Snæfells skoraði liðið fjórar þriggja stiga körfur í röð og gerðu í raun út um leikinn þó Fjölnir hafi náð að minnka muninn í fjögur stig þegar 20 sekúndur voru eftir. Hjalti: Þeir máttu ekki sjá körfuna„Við lendum 18 stigum undir þar sem við komum frekar flatir inn. Ég veit ekki hvort það var stress eða hvað það var. við virkuðum ekki varnarlega en vorum skárri sóknarlega. Síðan komum við til baka og það var mjög vel gert," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis í leikslok. „Þeir hitta svakalega. Við spiluðum fína vörn en þeir máttu ekki sjá körfuna þá var allt ofan í, sérstaklega hérna í lokin. Óli Torfa, ég hef aldrei séð þetta frá honum. Hann vinnur þetta fyrir þá í lokin. „Christopher Matthews er meiddur og við fáum nýjan Bandaríkjamann um leið og leyfið er komið," sagði Hjalti en Fjölnir lék með einn Bandaríkjamann í leiknum. Ingi Þór: Ánægður með Óla Torfa„Við björguðum okkur hérna. Við réðum illa við hraðaupphlaupin þeirra og þeir eru ungir, sprækir og hjólgraðir og spóluðu sig upp völlinn og við áttum í vandræðum með það," sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir leikinn. „Þeir fóru niður í svæði í lokin og við nýttum okkur það vel. Ég var ánægður með Ólaf Torfa, hann er ekki þekktasta þriggja stiga skyttan í boltanum. „Þeir náðu að minnka muninn með að vera með lágvaxið lið inni á vellinum sem náði að keyra hraðann vel. Ég var ánægður með stóra kanann, eftir að þeir minnka muninn í 81-80 þá kemur hann með mikilvægt sóknarfrákast og körfu og svo kemur Óli. Ég var mjög ánægður með þetta. „Við eigum að geta gert betur varnarlega en við vorum í fínum gír sóknarlega séð," sagði Ingi Þór. Öll úrslit kvöldsins:KFÍ-Þór Þ. 84-128 (25-32, 15-36, 19-29, 25-31) KFÍ: Kristján Pétur Andrésson 24, Mirko Stefán Virijevic 15/10 fráköst, Bradford Harry Spencer 13, Momcilo Latinovic 10, Pance Ilievski 7, Leó Sigurðsson 6, Haukur Hreinsson 4, Óskar Kristjánsson 3/6 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 2/4 fráköst, Hákon Ari Halldórsson 0. Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 25/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 19/9 fráköst, Darri Hilmarsson 18/5 stolnir, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Robert Diggs 14/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13, Darrell Flake 11/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 4.Fjölnir-Snæfell 95-102 (21-28, 19-21, 26-23, 29-30) Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 27/7 fráköst, Jón Sverrisson 20/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 19/5 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 14/4 fráköst/12 stoðsendingar, Árni Ragnarsson 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Albert Guðlaugsson 0, Smári Hrafnsson 0, Róbert Sigurðsson 0, Leifur Arason 0, Gunnar Ólafsson 0, Elvar Sigurðsson 0. Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/5 fráköst, Asim McQueen 25/13 fráköst, Jay Threatt 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 16, Sveinn Arnar Davidsson 8/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 2/10 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 2, Óttar Sigurðsson 0, Magnús Ingi Hjálmarsson 0, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0.Tindastóll-Keflavík 84-92 (25-30, 20-18, 22-19, 17-25) Tindastóll: George Valentine 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 15, Helgi Freyr Margeirsson 13, Helgi Rafn Viggósson 10, Drew Gibson 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Friðrik Hreinsson 6, Svavar Atli Birgisson 5, Sigtryggur Arnar Björnsson 4, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Pétur Rúnar Birgisson 0. Keflavík: Darrel Keith Lewis 22/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Michael Craion 21/17 fráköst, Valur Orri Valsson 18, Magnús Þór Gunnarsson 14/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 12, Andri Daníelsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Sigurður Vignir Guðmundsson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0.Skallagrímur-Grindavík 86-93 (27-29, 27-21, 16-13, 16-30) Skallagrímur: Haminn Quaintance 23/15 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 21/8 fráköst, Carlos Medlock 17/4 fráköst, Orri Jónsson 9/5 stoðsendingar, Sigmar Egilsson 9/4 fráköst, Trausti Eiríksson 5/6 fráköst/3 varin skot, Davíð Ásgeirsson 2, Atli Aðalsteinsson 0, Birgir Þór Sverrisson 0, Davíð Guðmundsson 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Andrés Kristjánsson 0. Grindavík: Samuel Zeglinski 25/10 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Davíð Ingi Bustion 6, Ómar Örn Sævarsson 0, Ólafur Ólafsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Gangur leiksins:Leik lokið 95-102 : Sanngjarn sigur gestanna þrátt fyrir góða viðleitni heimamanna.40. mínúta 94-98: 19 sekúndur eftir og Snæfell á vítalínunni, McQueen þar að verki.40. mínúta 90-97: 30 sekúndur eftir. Erfitt fyrir Fjölni.40. mínúta 85-96: 40 sekúndur eftir og Fjölnir fer á línuna.38. mínúta 85-95: Fjórði þristurinn í röð hjá Snæfelli.37. mínúta 80-89: Þegar á þarf að halda skorar Snæfell. Ólefur Torfason með þrist.36. mínúta 80-86: Enn og aftur svarar Snæfell spretti Fjölnis.35. mínúta 80-81: Eitt stig er það!34. mínúta 75-81: Heimamenn gefast ekki upp.33. mínúta 71-80: Snæfell náði að slökkva ótrúlega auðveldlega í Fjölni.32. mínúta 71-72: Spicer með tvær rosalegar troðslur í röð og munurinn bara eitt stig!31. mínúta 67-72: Fimm stig eru það.Þriðja leikhluta lokið 66-72: Frábær lokasprettur heimamanna og munurinn ekki nema sex stig.29. mínúta 59-72: 13 stig og mögulega of mikið fyrir heimamenn að vinna upp.28. mínúta 59-69: Munurinn aftur kominn í tíu stig.27. mínúta 57-66: Fyrri taktur aftur kominn í sókn Snæfells og og það boðar ekki gott fyrir heimamenn.26. mínúta 55-64: Snæfell heldur áfram að bæta í.25. mínúta 53-60: Snæfell svarar kalli þjálfarans með þremur stigum í röð.24. mínúta 53-57: Og þá var það fjögur stig og Ingi Þór tekur leikhlé.23. mínúta 51-57: Tómas Tómasson með þrist og munurinn aðeins sex stig.22. mínúta 46-53: Munurinn kominn niður í sjö stig.21. mínúta 42-51: Liðin skiptast á körfum í upphafi.Hálfleikur: Asim McQueen skoraði 17 stig í fyrri hálfleik fyrir Snæfell og tók 5 fráköst. Nonni Mæju skoraði 11 stig og Jay Threatt 10. Hjá Fjölni var Arnþór Guðmundsson stigahæstur með 11 stig. Jón Sverrisson og Silvester Spicer settu 8 stig hvor.Hálfleikur 40-49: Fjölnir bauð upp á smá varnarleik síðustu mínútur hálfleiksins og náðu fyrir vikið að minnka muninn í níu stig og úrslitin hvergi nærri ráðin.19. mínúta 35-49: Enn er munurinn sá sami.17. mínúta 33-47: Fjölnir enn fjórtán sitgum á eftir.16. mínúta 31-45: Aðeins farið að hægjast á sókn gestanna og heimamenn hitta úr sínum skotum.15. mínúta 27-45: Heimamenn reyna hvað þeir geta að minnka muninn en ráða ekkert við sóknarleik Snæfells.14. mínúta 25-43: Það er allt í hjá gestunum, meira að segja sendingar fyrir utan þriggja stiga línuna falla ofan í.13. mínúta 23-34: Snæfell er að stinga af.12. mínúta: Jón Sverrisson snýr sig á ökkla og þarf að fara útaf. Slæmt fyrir Fjölni.11. mínúta 23-31: Og veislan heldur áfram.Fyrsta leikhluta lokið 21-28: Liðin sjóðandi heit í fyrsta leikhluta en Fjölnir þarf að hafa mun meira fyrir því að ná skoti á körfuna.10. mínúta 21-27: Fjögur fljót hjá Fjölni.9. mínúta 17-27: Það er allt niður hjá Snæfelli.8. mínúta 17-25: Þristar falla.7. mínúta 17-19: Fjölnir heldur vel í við gestina.6. mínúta 15-19: McQueen og Spicer komnir með 8 stig hvor fyrir lið sín.5. mínúta13-15: Fínasti sóknarbolti leikinn hér í Grafarvogi.3. mínúta 6-11: Leiki Fjölnir þennan varnarleik í allt kvöld mun Snæfell skora vel á annað hundrað stiga.2. mínúta 4-5: Threatt með þrist og Árni klikkar á víti eftir að hafa sett sniðskot niður á sama tíma og brotið var á honum.1. mínúta 2-2: Liðin skiptast á körfum í upphafi leiks.1. mínúta: Matthews verður ekki meira með Fjölni í vetur. Nýr Bandaríkjamaður kemur til landsins á þriðjudaginn en Matthews sem er meiddur á ökkla heldur til síns heima.Fyrir leik: Christopher Matthews leikur ekki með Fjölni í kvöld, hann hefur fengið það hlutverk að taka tölfræðina fyrir félagið.Fyrir leik: Fjölnir steinlá í síðasta leik sínum í deildinni, í Keflavík á sama tíma og Snæfell sigraði KFÍ á heimavelli með 13 stiga mun.Fyrir leik: Fjölnir er í fimmta sæti með sex stig eins og Skallagrímur og Grindavík.Fyrir leik: Snæfell er í efsta sæti með 8 stig í fimm leikjum líkt og Stjarnan.Fyrir leik: Hér mætast liðin í fyrsta og fimmta sæti deildarinnar þó aðeins muni tveimur stigum á liðunum. Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Snæfell sigraði Fjölni 102-95 í sveiflukenndum leik í Grafarvogi í kvöld í Dominos deild karla í körfubolta. Snæfell náði mest 18 stiga forystu í leiknum en Fjölnir komst inn í leikinn og náði að gera hann spennandi áður en yfir lauk. Það var lítið um varnir framan af leik og þá átti Snæfell sérstaklega auðvelt með að finna leiðina í körfuna framan af leik en eftir 15 mínútna leik hafið liðið skorað 45 stig en þá munaði 18 stigum á liðunum. Þá tóku heimamenn við sér. Þeir hófu að leika vörn og minnkuðu muninn jafnt og þétt en staðan í hálfleik var 49-40. Snæfell var alltaf á undan en heimamenn náðu að minnka muninn í eitt stig, 81-80, þegar fimm mínútur voru eftir og allt virtist stefna í æsilegan lokakafla. Þá efndu Ólafur Torfason og félagar í Snæfelli til skotsýningar. Eftir að Asim McQueen skoraði 83. stig Snæfells skoraði liðið fjórar þriggja stiga körfur í röð og gerðu í raun út um leikinn þó Fjölnir hafi náð að minnka muninn í fjögur stig þegar 20 sekúndur voru eftir. Hjalti: Þeir máttu ekki sjá körfuna„Við lendum 18 stigum undir þar sem við komum frekar flatir inn. Ég veit ekki hvort það var stress eða hvað það var. við virkuðum ekki varnarlega en vorum skárri sóknarlega. Síðan komum við til baka og það var mjög vel gert," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis í leikslok. „Þeir hitta svakalega. Við spiluðum fína vörn en þeir máttu ekki sjá körfuna þá var allt ofan í, sérstaklega hérna í lokin. Óli Torfa, ég hef aldrei séð þetta frá honum. Hann vinnur þetta fyrir þá í lokin. „Christopher Matthews er meiddur og við fáum nýjan Bandaríkjamann um leið og leyfið er komið," sagði Hjalti en Fjölnir lék með einn Bandaríkjamann í leiknum. Ingi Þór: Ánægður með Óla Torfa„Við björguðum okkur hérna. Við réðum illa við hraðaupphlaupin þeirra og þeir eru ungir, sprækir og hjólgraðir og spóluðu sig upp völlinn og við áttum í vandræðum með það," sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir leikinn. „Þeir fóru niður í svæði í lokin og við nýttum okkur það vel. Ég var ánægður með Ólaf Torfa, hann er ekki þekktasta þriggja stiga skyttan í boltanum. „Þeir náðu að minnka muninn með að vera með lágvaxið lið inni á vellinum sem náði að keyra hraðann vel. Ég var ánægður með stóra kanann, eftir að þeir minnka muninn í 81-80 þá kemur hann með mikilvægt sóknarfrákast og körfu og svo kemur Óli. Ég var mjög ánægður með þetta. „Við eigum að geta gert betur varnarlega en við vorum í fínum gír sóknarlega séð," sagði Ingi Þór. Öll úrslit kvöldsins:KFÍ-Þór Þ. 84-128 (25-32, 15-36, 19-29, 25-31) KFÍ: Kristján Pétur Andrésson 24, Mirko Stefán Virijevic 15/10 fráköst, Bradford Harry Spencer 13, Momcilo Latinovic 10, Pance Ilievski 7, Leó Sigurðsson 6, Haukur Hreinsson 4, Óskar Kristjánsson 3/6 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 2/4 fráköst, Hákon Ari Halldórsson 0. Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 25/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 19/9 fráköst, Darri Hilmarsson 18/5 stolnir, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Robert Diggs 14/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13, Darrell Flake 11/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 4.Fjölnir-Snæfell 95-102 (21-28, 19-21, 26-23, 29-30) Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 27/7 fráköst, Jón Sverrisson 20/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 19/5 stoðsendingar/5 stolnir, Tómas Heiðar Tómasson 14/4 fráköst/12 stoðsendingar, Árni Ragnarsson 13/6 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Albert Guðlaugsson 0, Smári Hrafnsson 0, Róbert Sigurðsson 0, Leifur Arason 0, Gunnar Ólafsson 0, Elvar Sigurðsson 0. Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/5 fráköst, Asim McQueen 25/13 fráköst, Jay Threatt 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 16, Sveinn Arnar Davidsson 8/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 2/10 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 2, Óttar Sigurðsson 0, Magnús Ingi Hjálmarsson 0, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0.Tindastóll-Keflavík 84-92 (25-30, 20-18, 22-19, 17-25) Tindastóll: George Valentine 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 15, Helgi Freyr Margeirsson 13, Helgi Rafn Viggósson 10, Drew Gibson 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Friðrik Hreinsson 6, Svavar Atli Birgisson 5, Sigtryggur Arnar Björnsson 4, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Pétur Rúnar Birgisson 0. Keflavík: Darrel Keith Lewis 22/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Michael Craion 21/17 fráköst, Valur Orri Valsson 18, Magnús Þór Gunnarsson 14/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 12, Andri Daníelsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Sigurður Vignir Guðmundsson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0.Skallagrímur-Grindavík 86-93 (27-29, 27-21, 16-13, 16-30) Skallagrímur: Haminn Quaintance 23/15 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 21/8 fráköst, Carlos Medlock 17/4 fráköst, Orri Jónsson 9/5 stoðsendingar, Sigmar Egilsson 9/4 fráköst, Trausti Eiríksson 5/6 fráköst/3 varin skot, Davíð Ásgeirsson 2, Atli Aðalsteinsson 0, Birgir Þór Sverrisson 0, Davíð Guðmundsson 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Andrés Kristjánsson 0. Grindavík: Samuel Zeglinski 25/10 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Davíð Ingi Bustion 6, Ómar Örn Sævarsson 0, Ólafur Ólafsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Gangur leiksins:Leik lokið 95-102 : Sanngjarn sigur gestanna þrátt fyrir góða viðleitni heimamanna.40. mínúta 94-98: 19 sekúndur eftir og Snæfell á vítalínunni, McQueen þar að verki.40. mínúta 90-97: 30 sekúndur eftir. Erfitt fyrir Fjölni.40. mínúta 85-96: 40 sekúndur eftir og Fjölnir fer á línuna.38. mínúta 85-95: Fjórði þristurinn í röð hjá Snæfelli.37. mínúta 80-89: Þegar á þarf að halda skorar Snæfell. Ólefur Torfason með þrist.36. mínúta 80-86: Enn og aftur svarar Snæfell spretti Fjölnis.35. mínúta 80-81: Eitt stig er það!34. mínúta 75-81: Heimamenn gefast ekki upp.33. mínúta 71-80: Snæfell náði að slökkva ótrúlega auðveldlega í Fjölni.32. mínúta 71-72: Spicer með tvær rosalegar troðslur í röð og munurinn bara eitt stig!31. mínúta 67-72: Fimm stig eru það.Þriðja leikhluta lokið 66-72: Frábær lokasprettur heimamanna og munurinn ekki nema sex stig.29. mínúta 59-72: 13 stig og mögulega of mikið fyrir heimamenn að vinna upp.28. mínúta 59-69: Munurinn aftur kominn í tíu stig.27. mínúta 57-66: Fyrri taktur aftur kominn í sókn Snæfells og og það boðar ekki gott fyrir heimamenn.26. mínúta 55-64: Snæfell heldur áfram að bæta í.25. mínúta 53-60: Snæfell svarar kalli þjálfarans með þremur stigum í röð.24. mínúta 53-57: Og þá var það fjögur stig og Ingi Þór tekur leikhlé.23. mínúta 51-57: Tómas Tómasson með þrist og munurinn aðeins sex stig.22. mínúta 46-53: Munurinn kominn niður í sjö stig.21. mínúta 42-51: Liðin skiptast á körfum í upphafi.Hálfleikur: Asim McQueen skoraði 17 stig í fyrri hálfleik fyrir Snæfell og tók 5 fráköst. Nonni Mæju skoraði 11 stig og Jay Threatt 10. Hjá Fjölni var Arnþór Guðmundsson stigahæstur með 11 stig. Jón Sverrisson og Silvester Spicer settu 8 stig hvor.Hálfleikur 40-49: Fjölnir bauð upp á smá varnarleik síðustu mínútur hálfleiksins og náðu fyrir vikið að minnka muninn í níu stig og úrslitin hvergi nærri ráðin.19. mínúta 35-49: Enn er munurinn sá sami.17. mínúta 33-47: Fjölnir enn fjórtán sitgum á eftir.16. mínúta 31-45: Aðeins farið að hægjast á sókn gestanna og heimamenn hitta úr sínum skotum.15. mínúta 27-45: Heimamenn reyna hvað þeir geta að minnka muninn en ráða ekkert við sóknarleik Snæfells.14. mínúta 25-43: Það er allt í hjá gestunum, meira að segja sendingar fyrir utan þriggja stiga línuna falla ofan í.13. mínúta 23-34: Snæfell er að stinga af.12. mínúta: Jón Sverrisson snýr sig á ökkla og þarf að fara útaf. Slæmt fyrir Fjölni.11. mínúta 23-31: Og veislan heldur áfram.Fyrsta leikhluta lokið 21-28: Liðin sjóðandi heit í fyrsta leikhluta en Fjölnir þarf að hafa mun meira fyrir því að ná skoti á körfuna.10. mínúta 21-27: Fjögur fljót hjá Fjölni.9. mínúta 17-27: Það er allt niður hjá Snæfelli.8. mínúta 17-25: Þristar falla.7. mínúta 17-19: Fjölnir heldur vel í við gestina.6. mínúta 15-19: McQueen og Spicer komnir með 8 stig hvor fyrir lið sín.5. mínúta13-15: Fínasti sóknarbolti leikinn hér í Grafarvogi.3. mínúta 6-11: Leiki Fjölnir þennan varnarleik í allt kvöld mun Snæfell skora vel á annað hundrað stiga.2. mínúta 4-5: Threatt með þrist og Árni klikkar á víti eftir að hafa sett sniðskot niður á sama tíma og brotið var á honum.1. mínúta 2-2: Liðin skiptast á körfum í upphafi leiks.1. mínúta: Matthews verður ekki meira með Fjölni í vetur. Nýr Bandaríkjamaður kemur til landsins á þriðjudaginn en Matthews sem er meiddur á ökkla heldur til síns heima.Fyrir leik: Christopher Matthews leikur ekki með Fjölni í kvöld, hann hefur fengið það hlutverk að taka tölfræðina fyrir félagið.Fyrir leik: Fjölnir steinlá í síðasta leik sínum í deildinni, í Keflavík á sama tíma og Snæfell sigraði KFÍ á heimavelli með 13 stiga mun.Fyrir leik: Fjölnir er í fimmta sæti með sex stig eins og Skallagrímur og Grindavík.Fyrir leik: Snæfell er í efsta sæti með 8 stig í fimm leikjum líkt og Stjarnan.Fyrir leik: Hér mætast liðin í fyrsta og fimmta sæti deildarinnar þó aðeins muni tveimur stigum á liðunum.
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum