500 myndbönd send inn í Jólastjörnuna 31. október 2012 16:59 Dómnefnd Jólastjörnunnar á ærið verkefni fyrir höndum næstu daga. Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. Þetta eru enn fleiri þátttakendur en í fyrra en þá bárust um 400 myndbönd. Um er að ræða ungt fólk, 16 ára og yngri, sem fær það tækifæri til að koma í sérstakar prufur sem haldnar verða á Nordica þann 9. nóvember næstkomandi. Einungis 10 af þessum hundruðum söngvara verða boðaðir í þessar prufur. Einn mun svo standa uppi sem sigurvegari og kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af íslenskum stórstjörnum laugardaginn 15. desember í Höllinni á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson bar á sigur úr býtum í fyrra og kom fram á Jólagestunum þann 3. desember í Hölinni. Að auki verður í ár gefin út ný hljómplata fyrir þessi jól með þeim 10 keppendum sem komast í úrslit. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem komast áfram. Dómnefndin mun nú leggjast undir feld og fara gaumgæfilega yfir öll myndböndin og freista þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þá 10 sem komast í prufurnar. Það er ljóst að dómnefndin á ærið verkefni fyrir höndum því í fyrra þurfti mikla yfirlegu og umræður í ljósi þess hve frambærilegir margir þátttakendurnir voru. Engin ástæða er til annars en að ætla að svipað verði uppi á teningnum í ár. Í dómnefndinni eru engir aukvisar en hana skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, leikstjórinn Gunnar Helgason, poppdívan Þórunn Antónía og stórsöngkonan Diddú. Vísir og Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni, dómnefndinni að störfum og prufunum og afhjúpa sigurvegarann þegar að því kemur. Hér fyrir ofan má sjá Jólastjörnuna í Íslandi í dag í fyrra. Jólafréttir Jólastjarnan Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dómnefnd Jólastjörnunnar á ærið verkefni fyrir höndum næstu daga. Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. Þetta eru enn fleiri þátttakendur en í fyrra en þá bárust um 400 myndbönd. Um er að ræða ungt fólk, 16 ára og yngri, sem fær það tækifæri til að koma í sérstakar prufur sem haldnar verða á Nordica þann 9. nóvember næstkomandi. Einungis 10 af þessum hundruðum söngvara verða boðaðir í þessar prufur. Einn mun svo standa uppi sem sigurvegari og kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af íslenskum stórstjörnum laugardaginn 15. desember í Höllinni á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson bar á sigur úr býtum í fyrra og kom fram á Jólagestunum þann 3. desember í Hölinni. Að auki verður í ár gefin út ný hljómplata fyrir þessi jól með þeim 10 keppendum sem komast í úrslit. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem komast áfram. Dómnefndin mun nú leggjast undir feld og fara gaumgæfilega yfir öll myndböndin og freista þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þá 10 sem komast í prufurnar. Það er ljóst að dómnefndin á ærið verkefni fyrir höndum því í fyrra þurfti mikla yfirlegu og umræður í ljósi þess hve frambærilegir margir þátttakendurnir voru. Engin ástæða er til annars en að ætla að svipað verði uppi á teningnum í ár. Í dómnefndinni eru engir aukvisar en hana skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, leikstjórinn Gunnar Helgason, poppdívan Þórunn Antónía og stórsöngkonan Diddú. Vísir og Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni, dómnefndinni að störfum og prufunum og afhjúpa sigurvegarann þegar að því kemur. Hér fyrir ofan má sjá Jólastjörnuna í Íslandi í dag í fyrra.
Jólafréttir Jólastjarnan Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira