Handbolti

Gunnar tekur við af Óskari | Erlingur kemur í þjálfarateymið

Gunnar og Óskar Bjarni í kunnuglegri stöðu við tölvuna ásamt Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ.
Gunnar og Óskar Bjarni í kunnuglegri stöðu við tölvuna ásamt Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ.
Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum þá getur Óskar Bjarni Óskarsson ekki haldið áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í handbolta. HSÍ hefur nú staðfest þá frétt.

Gunnar Magnússon, sem verið hefur í þjálfarateymi landsliðsins lengi, mun taka við sem aðstoðarþjálfari af Óskari líkt og áður hafði verið greint frá.

Gunnar hefur verið helsti myndbandssérfræðingur landsliðsins undanfarin ár en þarf aðeins að klippa minna í nýja starfinu.

Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV og fyrrum þjálfari HK, kemur inn í landsliðsþjálfarateymið og mun taka við því starfi sem Gunnar hefur sinnt frá árinu 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×