Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell - 63-104 Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 25. október 2012 19:00 Snæfell hreinlega gengu frá KR-inum í DHL-höllinni í kvöld þegar Hólmarar unnu 104-63 á lánlausum heimamönnum. KR-ingar hafa líklega aldrei leikið jafn illa á heimavelli og hrein skelfilega frammistaða hjá liðinu. Snæfellingar voru mikið mun sterkari í byrjun leiksins og voru greinilega mun ákveðnari. Liðið pressaði stíft í bakið á heimamönnum og léku einnig virkilega góðan varnarleik. Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var frábær fyrir gestina í upphafi leiksins og setti niður fjórar þriggja stiga körfur á stuttum tíma. Það er skemmst frá því að segja að munurinn var 26 stig á liðunum í hálfleik, 53-26 og KR-ingar alls ekki mættir til leiks. Leikmenn liðsins þurftu í raun að bæta allt sem tengist körfubolta í hálfleiknum til að eiga möguleika í leiknum, liðið ekki vant því að láta fara svona illa með sig á sínum eigin heimavelli. Þetta skánaði alls ekki ú þriðja leikhlutanum og Snæfellingar gengu á lagið og héldu áfram uppteknum hætti. Munurinn jókst bara og KR-ingar áttu hreint skelfilegan leik. Munurinn var á tíma yfir 30 stig og Snæfellingar röðuðu niður þriggja stiga körfum. Fyrir loka fjórðunginn var staðan 74-45 og aðeins kraftaverk gat bjargað KR-ingum. KR-ingar héldu áfram sinni spilamennsku í fjórða leikhlutnum og í raun versnaði leikur liðsins. Liðið hefur líklega aldrei spilað jafn illa í DHL-höllinni og í kvöld og Hólmarar léku sér af þeim. Ótrúlegur leikur og sem leystist upp í skrípaleik undir lokin. Leikmenn KR voru orðnir virkilega pirraðir og söfnuðu tæknivillum. Snæfell vann því öruggan sigur 104-63. Leik lokið: Ótrúlegur sigur hjá Snæfell en leiknum lauk með 104 stigum gegn 63. 4. Leikhluti: Nú er komið að Jóni Orra Kristjánssyni, leikmanni KR, að fá tæknivillur og það tvær í röð. Hann öskraði gríðarlega mikið í áttina af dómaranum og það síendurtekið. Leikmanninum var vikið úr húsi. Staðan er í alvörunni 101-58 eða 43 stiga munur. Þetta er með hreinum ólíkindum og KR-ingar eru gjörsamlega gjaldþrota inná vellinum þessa stundina. 4. Leikhluti: Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, gengur hér af velli og sparkar auglýsingarskilti niður. Brynjar fékk tæknivillu og kórónaði agalegan leik sinn í kvöld. Staðan er 96-58. 4. Leikhluti: Leikmenn virðast bara bíða eftir að leikurinn endi og fátt um fína drætti körfuboltalega séð. Staðan er aftur á móti 88-53 og munurinn mun líklega bara aukast. KR-ingar eru hættir, svo eitt er víst. 3. Leikhluti: Staðan fyrir lokafjórðunginn er 74-45 og fátt sem bjargar heimamönnum frá tapi í kvöld, það þarf kraftaverk. 3. Leikhluti: Snæfellingar eru ekkert að gefa eftir og hafa gefið í ef eitthvað er. Staðan er 69-37 og útlitið hefur sjaldan verið jafnt dökkt og hjá KR-ingum þessa stundina. Hálfleikur: Staðan er 53-27 fyrir Snæfell í hálfleik. 2. Leikhluti: Munurinn er núna allt í einu orðin 23 stig og Snæfellingar eru einfaldlega að rúlla yfir KR. 50-27. 2. Leikhluti: Danero Thomas, leikmaður KR, setur hér niður tvær þriggja stiga körfur í röð og lagar stöðuna örlítið fyrir KR. 40-27 er staðan. 2. Leikhluti: Snæfellingar halda áfram að sýna frábæran varnarleiki og ráða KR-ingar lítið sem ekkert við þá. Staðan er 38-21. 2. Leikhluti: Maður er hálf orðlaus yfir frammistöðu KR-inga. Staðan er orðin 33-15 fyrir Snæfell og ekkert gengur hjá heimamönnum. 1. Leikhluti: Fyrsti leikhlutinn er búin að gestirnir hafa 11 stiga forystu, 24-13, eftir skelfilegan fyrsta fjórðung frá KR-ingum. 1. Leikhluti: Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, byrjar leikinn sérstaklega vel og var að setja niður sýna þriðju þriggja stiga körfu. Staðan er 19-11. 1. Leikhluti: Snæfellingar byrja leikinn betur og leiða leikinn 13-9 þegar KR-ingar taka leikhlé. 1. Leikhluti: Nonni Mæju skellir einum fallegum þrist niður hér í byrjun og kemur Snæfell yfir 5-2. Fyrir leik: Hér er allt klárt og styttist í að leikurinn hefjist. Menn eru að að klára hamborgarana og koma sér fyrir í stúkunni. Jón Ólafur: Höfum verið að taka varnarleikinn í gegn„Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi aldrei upplifað svona stóran sigur gegn KR á mínum ferli," sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í kvöld. „Ég held að KR-ingar hafi ekki búist við okkur svona sterkum varnarlega í kvöld, við höfum verið að vinna vel í okkar málum varnarlega og það sást í kvöld." „Þeir brotnuðu hreinlega í upphafi seinnihálfleiksins þegar munurinn varð of mikill. Við höfum verið að vinna mikið í tjáningunni milli leikmanni inná vellinum og það kom bersýnilega í ljós í kvöld." „Það skipti engu máli hverjir voru að taka skotinn í kvöld, það fór allt ofan í en við vorum einnig að gera vel og koma okkur í góð færi." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Gunnar Sverrisson: Svona á ekki að sjást í DHL-höllinni„Svona leikir eiga ekki að fara fram í DHL-höllinni og ég trúi bara að menn læri vel af svona tapi," sagði Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum skelfilegir á báðum endum vallarins í kvöld. Varnarlega voru menn ekki að treysta hvor öðrum og sóknar lega var ekkert flot á boltanum." „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þessu, við erum með frábæra sóknarmenn innan okkar hóps og menn verða bara aðeins að slípa sinn leik til." „Körfubolti er alls ekki flókin íþrótt en ákveðin grundvallaratriði verða að vera í lagi, svo var ekki í kvöld." KR-ingar og Snæfellingar mætast í Lengjubikarnum bráðlega og þá geta KR-ingar svarað þessu tapi. „Það á að vera tilhlökkunarefni fyrir strákana að mæta þeim aftur fljótlega og þá eigum við að svara þessum leik í kvöld."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Gunnar með því að ýta hér. Ingi Þór: Við fáum tvö stig fyrir þennan sigur eins og alla„Þetta er í raun of stór sigur á milli tveggja góðra liða," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. „Það sem stendur eftir samt sem áður er að við fáum aðeins tvö stig fyrir þennan sigur og hann er alveg jafn mikilvægur og aðrir." „Við vorum bara frábærir í kvöld. Liðið sýndi góðan talanda og menn voru að tjá sig vel. Það var einnig bara ákveðin stemmning í liðinu sem er gott að hafa gegn KR." „Þegar maður er komin með svona mikla forystu þá er mjög erfitt að halda þeim dampi áfram og ég er sérstaklega ánægður með strákana að halda áfram allan leikinn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Snæfell hreinlega gengu frá KR-inum í DHL-höllinni í kvöld þegar Hólmarar unnu 104-63 á lánlausum heimamönnum. KR-ingar hafa líklega aldrei leikið jafn illa á heimavelli og hrein skelfilega frammistaða hjá liðinu. Snæfellingar voru mikið mun sterkari í byrjun leiksins og voru greinilega mun ákveðnari. Liðið pressaði stíft í bakið á heimamönnum og léku einnig virkilega góðan varnarleik. Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var frábær fyrir gestina í upphafi leiksins og setti niður fjórar þriggja stiga körfur á stuttum tíma. Það er skemmst frá því að segja að munurinn var 26 stig á liðunum í hálfleik, 53-26 og KR-ingar alls ekki mættir til leiks. Leikmenn liðsins þurftu í raun að bæta allt sem tengist körfubolta í hálfleiknum til að eiga möguleika í leiknum, liðið ekki vant því að láta fara svona illa með sig á sínum eigin heimavelli. Þetta skánaði alls ekki ú þriðja leikhlutanum og Snæfellingar gengu á lagið og héldu áfram uppteknum hætti. Munurinn jókst bara og KR-ingar áttu hreint skelfilegan leik. Munurinn var á tíma yfir 30 stig og Snæfellingar röðuðu niður þriggja stiga körfum. Fyrir loka fjórðunginn var staðan 74-45 og aðeins kraftaverk gat bjargað KR-ingum. KR-ingar héldu áfram sinni spilamennsku í fjórða leikhlutnum og í raun versnaði leikur liðsins. Liðið hefur líklega aldrei spilað jafn illa í DHL-höllinni og í kvöld og Hólmarar léku sér af þeim. Ótrúlegur leikur og sem leystist upp í skrípaleik undir lokin. Leikmenn KR voru orðnir virkilega pirraðir og söfnuðu tæknivillum. Snæfell vann því öruggan sigur 104-63. Leik lokið: Ótrúlegur sigur hjá Snæfell en leiknum lauk með 104 stigum gegn 63. 4. Leikhluti: Nú er komið að Jóni Orra Kristjánssyni, leikmanni KR, að fá tæknivillur og það tvær í röð. Hann öskraði gríðarlega mikið í áttina af dómaranum og það síendurtekið. Leikmanninum var vikið úr húsi. Staðan er í alvörunni 101-58 eða 43 stiga munur. Þetta er með hreinum ólíkindum og KR-ingar eru gjörsamlega gjaldþrota inná vellinum þessa stundina. 4. Leikhluti: Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, gengur hér af velli og sparkar auglýsingarskilti niður. Brynjar fékk tæknivillu og kórónaði agalegan leik sinn í kvöld. Staðan er 96-58. 4. Leikhluti: Leikmenn virðast bara bíða eftir að leikurinn endi og fátt um fína drætti körfuboltalega séð. Staðan er aftur á móti 88-53 og munurinn mun líklega bara aukast. KR-ingar eru hættir, svo eitt er víst. 3. Leikhluti: Staðan fyrir lokafjórðunginn er 74-45 og fátt sem bjargar heimamönnum frá tapi í kvöld, það þarf kraftaverk. 3. Leikhluti: Snæfellingar eru ekkert að gefa eftir og hafa gefið í ef eitthvað er. Staðan er 69-37 og útlitið hefur sjaldan verið jafnt dökkt og hjá KR-ingum þessa stundina. Hálfleikur: Staðan er 53-27 fyrir Snæfell í hálfleik. 2. Leikhluti: Munurinn er núna allt í einu orðin 23 stig og Snæfellingar eru einfaldlega að rúlla yfir KR. 50-27. 2. Leikhluti: Danero Thomas, leikmaður KR, setur hér niður tvær þriggja stiga körfur í röð og lagar stöðuna örlítið fyrir KR. 40-27 er staðan. 2. Leikhluti: Snæfellingar halda áfram að sýna frábæran varnarleiki og ráða KR-ingar lítið sem ekkert við þá. Staðan er 38-21. 2. Leikhluti: Maður er hálf orðlaus yfir frammistöðu KR-inga. Staðan er orðin 33-15 fyrir Snæfell og ekkert gengur hjá heimamönnum. 1. Leikhluti: Fyrsti leikhlutinn er búin að gestirnir hafa 11 stiga forystu, 24-13, eftir skelfilegan fyrsta fjórðung frá KR-ingum. 1. Leikhluti: Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, byrjar leikinn sérstaklega vel og var að setja niður sýna þriðju þriggja stiga körfu. Staðan er 19-11. 1. Leikhluti: Snæfellingar byrja leikinn betur og leiða leikinn 13-9 þegar KR-ingar taka leikhlé. 1. Leikhluti: Nonni Mæju skellir einum fallegum þrist niður hér í byrjun og kemur Snæfell yfir 5-2. Fyrir leik: Hér er allt klárt og styttist í að leikurinn hefjist. Menn eru að að klára hamborgarana og koma sér fyrir í stúkunni. Jón Ólafur: Höfum verið að taka varnarleikinn í gegn„Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi aldrei upplifað svona stóran sigur gegn KR á mínum ferli," sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í kvöld. „Ég held að KR-ingar hafi ekki búist við okkur svona sterkum varnarlega í kvöld, við höfum verið að vinna vel í okkar málum varnarlega og það sást í kvöld." „Þeir brotnuðu hreinlega í upphafi seinnihálfleiksins þegar munurinn varð of mikill. Við höfum verið að vinna mikið í tjáningunni milli leikmanni inná vellinum og það kom bersýnilega í ljós í kvöld." „Það skipti engu máli hverjir voru að taka skotinn í kvöld, það fór allt ofan í en við vorum einnig að gera vel og koma okkur í góð færi." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Gunnar Sverrisson: Svona á ekki að sjást í DHL-höllinni„Svona leikir eiga ekki að fara fram í DHL-höllinni og ég trúi bara að menn læri vel af svona tapi," sagði Gunnar Sverrisson, aðstoðarþjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum skelfilegir á báðum endum vallarins í kvöld. Varnarlega voru menn ekki að treysta hvor öðrum og sóknar lega var ekkert flot á boltanum." „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þessu, við erum með frábæra sóknarmenn innan okkar hóps og menn verða bara aðeins að slípa sinn leik til." „Körfubolti er alls ekki flókin íþrótt en ákveðin grundvallaratriði verða að vera í lagi, svo var ekki í kvöld." KR-ingar og Snæfellingar mætast í Lengjubikarnum bráðlega og þá geta KR-ingar svarað þessu tapi. „Það á að vera tilhlökkunarefni fyrir strákana að mæta þeim aftur fljótlega og þá eigum við að svara þessum leik í kvöld."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Gunnar með því að ýta hér. Ingi Þór: Við fáum tvö stig fyrir þennan sigur eins og alla„Þetta er í raun of stór sigur á milli tveggja góðra liða," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. „Það sem stendur eftir samt sem áður er að við fáum aðeins tvö stig fyrir þennan sigur og hann er alveg jafn mikilvægur og aðrir." „Við vorum bara frábærir í kvöld. Liðið sýndi góðan talanda og menn voru að tjá sig vel. Það var einnig bara ákveðin stemmning í liðinu sem er gott að hafa gegn KR." „Þegar maður er komin með svona mikla forystu þá er mjög erfitt að halda þeim dampi áfram og ég er sérstaklega ánægður með strákana að halda áfram allan leikinn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira