Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 110-102 Helgi Guðmundsson skrifar 11. október 2012 17:00 Jóhann Árni Ólafsson. Mynd/Vilhelm Grindavík vann góðan sigur á Snæfelli í Girndavík í kvöld. Grindvíkingar náðu forystu stax í upphafi og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks þó svo að Snæfellingar hafi aldrei verið langt undan. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ögn betur en Snæfell. Heimamenn náðu fljótlega undirtökunum í leiknum og hélt þeim nánast til loka. Leikurinn náði eiginlega aldrei að verða almennilega spennandi þó að Grindvíkingar hafi aldrei getað leyft sér að slaka á. Leikurinn var þó hin mesta skemmtun - mikill hraði og mikið skorað. Mestur varð munurinn eftir þriðja leikhluta sautján stig en þá leit út fyrir að Grindvíkingar væru að stinga af. Snæfellingar neituðu hins vegar að gefast upp og náðu að hleypa smá spennu í lokakaflann þegar þeim tókst að minnka muninn í tíu stig. Grindvíkingar fengu gríðarlega mikið framlag frá sínum erlendu leikmönnum en Samuel Zeglinski skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar og Aaron Broussard skoraði 28 stig og tók 9 fráköst. Þá skoruðu Sigurður Þorsteinsson og Þorleifur Ólafsson 12 stig hvor. Hjá Snæfell var stiga skorið heldur dreifðara en þar skoraði Hafþór Ingi Gunnarsson 26 stig og tók 8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20 stig og 11 fráköst og Jay Threatt 20 stig. Næstir komu Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 11 stig og Asim McQueen og Sveinn Arnar Davidson með 10 stig hvor.Ingi Þór: Létum þá líta gríðarlega vel út „Það ætlar sér ekkert lið að fá á sig 110 stig, eins og við gerðum í dag,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við vorum alltof flatir í vörn eins og í síðasta leik og gátum ekki reddað okkur að þessu sinni með baráttu. En ég er engu að síður ánægður með liðið - það skiptir máli að tapa bara með átta stigum en ekki 15-20 stigum. Þetta hefði getað orðið mun stærra tap.“ „Ég hef engar áhyggjum af sóknarleiknum okkar. Vörnin er fyrst og fremst vandamálið en við létum þá líta gríðarlega vel út á köflum.“ „Svo virtist engu máli skipta hvaða páskaungi kastaði boltanum hjá þeim, þeir voru allir að hitta. Sérstaklega voru útlendingarnir tveir öflugir með eitthvað um 65 stig samtals.“ „Við þurfum að sýna betra hugarfar strax fá fyrstu mínútu og styðja hverja aðra í varnarleiknum. Við getum vel spilað góða vörn en verðum þá að mæta tilbúnir til leiks. Í dag vorum við eftir á allan leikinn en það góða er að við gáfumst aldrei upp. Ég er ánægður með það.“Sverrir Þór: Frábær sigur „Þetta var frábær sigur á sterku liði,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. „Við spiluðum vel í sókn en vorum þó langt frá okkar besta í varnarleiknum. Þeir náðu alltaf að koma sér aftur inn í leikinn.“ „Ég er þó gríðarlega ánægður með sigurinn. Okkar erlendu leikmenn voru mjög áberandi í sókninni - Sammy hitti alveg svakelega og þeir báðir voru bara flottir. Við hittum ekki vel fyrir utan þannig að stóru mennirnir okkar voru ekki að fá mikið inn í teignum.“ „Það er vissulega of mikið að fá 102 stig á sig en stundum vill það verða þannig þegar leikurinn er hraður og leikmenn eru duglegir að skjóta. Ég er sáttur á meðan við vinnum en ég vil að sjálfsögðu halda andstæðingum okkar í færri stigum. Það er á hreinu.“Grindavík-Snæfell 110-102 (29-23, 27-24, 30-22, 24-33)Grindavík: Samuel Zeglinski 37/5 fráköst/8 stoðsendingar, Aaron Broussard 28/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Ingi Bustion 6, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 3, Ómar Örn Sævarsson 0/5 fráköst.Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Jay Threatt 20/8 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 10, Ólafur Torfason 5. Textalýsing frá leik Grindavíkur og Snæfells:Leik lokið: 110-102 Grindavík vinnur með 8 stiga mun.40.Mínúta: 110-102 Snæfell setur niður þrist.40.Mínúta: 110-99 Zeglinski skorar 3 stig og Jay Threatt svara með þriggja stiga körfu.39.Mínúta: 107-96 Snæfell skorar 4 stig í röð en þetta er of lítið og of seint.39.Mínúta: 107-92 Jay Threatt fær dæmda á sig sóknarvillu og Grindvíkingar skora.39.Mínúta: 105-92 Jóhann Árni skorar úr tveimur vítum.38.Mínúta: 103-92 Grindvíkingar taka leikhlé, þeir leiða með 11 stigum og eru á góðri leið með að sigla sigri í höfn hér í kvöld.37.Mínúta: 103-92 Jay Threatt skorar úr vítum og Broussard svarar með skoti úr teignum.37.Mínúta: 101-90 Mikill hraði í leiknum þessa stundina en hvorugu liðinu gengur neitt að hitta.36.Mínúta: 101-90 Snæfell stelur boltanum og Hafþór Ingi skorar, Sverrir Þór er snöggur að taka leikhlé.36.Mínúta: 101-87 Hafþór Ingi skorar úr tveimur af þremur vítum.35.Mínúta: 99-85 Liðin skora á víxl.35.Mínúta: 97-83 Zeglinski skorar sitt 34 stig af vítalínunni.34.Mínúta: 93-83 Jay Threatt skorar með sniðskoti.34.Mínúta: 93-79 Þorleifur Ólafsson skorar og fær víti að auki sem hann og nýtir. 33.Mínúta: 88-76 Jóhann Árni svara fyrir Grindavik. 32.Mínúta: 86-76 Snæfell bætir við fjórum stigum og minkar muninn í 10 stig. 31.Mínúta: 86-72 Snæfell skorar fyrstu stigin í fjórða leikhluta. Þriðja leikhluta lokið: Grindvíkingar leiða með 17 stigum eftir að hafa unni þennan leikhluta með 8 stigum. Nú verður á brattann að sækja fyrir gestina í Snæfelli í lokaleikhlutanum. 30.Mínúta: 86-69 Liðin skora sitthvor 2 stigin. 29.Mínúta: 84-67 Liðin skiptast á þriggja stiga körfum. 29.Mínúta: 81-64 Zeglinski með 2 stig. 28.Mínúta: 79-64 Það rignir þristum, nú er það Broussard. 28.Mínúta: 76-64 Jón Axel Guðmundsson með þrist. 27.Mínúta: 73-64 Zeglinski með þriggja stiga körfu. 26.Mínúta: 70-64 Stefan Karel Torfason skorar. 25.Mínúta: 68-62 Góður varnarleikur hjá báðum liðum en þau ná þó að skora. 24.Mínúta: 68-58 Hafþór Ingi Gunnarson með galopið þriggja stiga skot sem fer beint ofaní.23.Mínúta: 66-55 Liðin skiptast á þristum. Sveinn Arnar Davidson fékk alln tíma í heiminum til að stilla upp í þrist og setti hann niður en Zeglinski svaraði að bragði.22.Mínúta: 63-52 Liðin skiptast á að skora. 21.Mínúta: 61-50 Asim McQueen skorar og fær víti að auki en Sigurður Þorsteins kvittar fyrir það með tveimur stigum. 21.Mínúta: 59-47 Þorleifur setur þrist.Hálfleikur: Stigadreifingin er töluvert betri hjá Snæfellingum en hjá Grindavík þar sem Zeglinski og Broussard hafa skorað samtals 38 af 56 stigum liðsins. Hálfleikur: Stigahæstir hjá Grindavík í fyrri hálfleik eru Samuel Zeglinski með 24 stig og Aaron Broussard með 14 stig. Hjá Snæfell er Jón Ólafur stigahæstur með 13 stig og Pálmi Freyr Sigurgeirson með 9 stig. Hálfleikur: Heimamenn í Grindavík leiða með 9 stigum í hálfleik og hafa verið betri aðilinn það sem af er. 20.Mínúta: 56-47 Zeglinski setur niður bæði vítin og Jay Threatt setur niður tvö víti hinumegin líka. 20.Mínúta: 54-45 Liðin skiptast á þristum. Grindvíkingar fá 2 víti. 19.Mínúta: 51-42 Hafþór Ingi fær 2 víti en nær bara að nýta það fyrra. 18.Mínúta: 51-41 Munurinn orðinn 10 stig á ný. 16.Mínúta: 47-38 Í þeim töluðu orðum skorar Snæfell 3.stig. 16.Mínúta: 47-35 Það gengur illa hjá báðum liðum að skora í augnablikinu.15.Mínúta: 45-35 Liðin skiptast á að skora.14.Mínúta: 43-32 Pálmi skorar og fær víti að auki.13.Mínúta: 43-27 Zeglinski fer mikinn og setur tvo þrista í röð, Snæfell tekur leikhlé.12.Mínúta: 40-27 Grindvíkingar byrja leikhlutann af krafti. Fyrsta leikhluta lokið: 32-23 Zeglinski setur niður bæði vítin. 10.Mínúta: 30-23 Zeglinski fær tvö víta skot þegar ein sekúnda er eftir. 9.Mínúta: 28-20 Zeglinski með góðan þrist. 7.Mínúta: 20-14 Liðin skiptast á að skora. 6.Mínúta: 18-12 Heimamenn svara með tveimur þristum og Snæfell tekur leikhlé. 5.Mínúta: 12-12 Sveinn Arnar jafnar með þriggja stiga körfu.3.Mínúta: 8-4 Heimamenn byrja betur. Dominos-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Grindavík vann góðan sigur á Snæfelli í Girndavík í kvöld. Grindvíkingar náðu forystu stax í upphafi og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks þó svo að Snæfellingar hafi aldrei verið langt undan. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ögn betur en Snæfell. Heimamenn náðu fljótlega undirtökunum í leiknum og hélt þeim nánast til loka. Leikurinn náði eiginlega aldrei að verða almennilega spennandi þó að Grindvíkingar hafi aldrei getað leyft sér að slaka á. Leikurinn var þó hin mesta skemmtun - mikill hraði og mikið skorað. Mestur varð munurinn eftir þriðja leikhluta sautján stig en þá leit út fyrir að Grindvíkingar væru að stinga af. Snæfellingar neituðu hins vegar að gefast upp og náðu að hleypa smá spennu í lokakaflann þegar þeim tókst að minnka muninn í tíu stig. Grindvíkingar fengu gríðarlega mikið framlag frá sínum erlendu leikmönnum en Samuel Zeglinski skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar og Aaron Broussard skoraði 28 stig og tók 9 fráköst. Þá skoruðu Sigurður Þorsteinsson og Þorleifur Ólafsson 12 stig hvor. Hjá Snæfell var stiga skorið heldur dreifðara en þar skoraði Hafþór Ingi Gunnarsson 26 stig og tók 8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20 stig og 11 fráköst og Jay Threatt 20 stig. Næstir komu Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 11 stig og Asim McQueen og Sveinn Arnar Davidson með 10 stig hvor.Ingi Þór: Létum þá líta gríðarlega vel út „Það ætlar sér ekkert lið að fá á sig 110 stig, eins og við gerðum í dag,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við vorum alltof flatir í vörn eins og í síðasta leik og gátum ekki reddað okkur að þessu sinni með baráttu. En ég er engu að síður ánægður með liðið - það skiptir máli að tapa bara með átta stigum en ekki 15-20 stigum. Þetta hefði getað orðið mun stærra tap.“ „Ég hef engar áhyggjum af sóknarleiknum okkar. Vörnin er fyrst og fremst vandamálið en við létum þá líta gríðarlega vel út á köflum.“ „Svo virtist engu máli skipta hvaða páskaungi kastaði boltanum hjá þeim, þeir voru allir að hitta. Sérstaklega voru útlendingarnir tveir öflugir með eitthvað um 65 stig samtals.“ „Við þurfum að sýna betra hugarfar strax fá fyrstu mínútu og styðja hverja aðra í varnarleiknum. Við getum vel spilað góða vörn en verðum þá að mæta tilbúnir til leiks. Í dag vorum við eftir á allan leikinn en það góða er að við gáfumst aldrei upp. Ég er ánægður með það.“Sverrir Þór: Frábær sigur „Þetta var frábær sigur á sterku liði,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. „Við spiluðum vel í sókn en vorum þó langt frá okkar besta í varnarleiknum. Þeir náðu alltaf að koma sér aftur inn í leikinn.“ „Ég er þó gríðarlega ánægður með sigurinn. Okkar erlendu leikmenn voru mjög áberandi í sókninni - Sammy hitti alveg svakelega og þeir báðir voru bara flottir. Við hittum ekki vel fyrir utan þannig að stóru mennirnir okkar voru ekki að fá mikið inn í teignum.“ „Það er vissulega of mikið að fá 102 stig á sig en stundum vill það verða þannig þegar leikurinn er hraður og leikmenn eru duglegir að skjóta. Ég er sáttur á meðan við vinnum en ég vil að sjálfsögðu halda andstæðingum okkar í færri stigum. Það er á hreinu.“Grindavík-Snæfell 110-102 (29-23, 27-24, 30-22, 24-33)Grindavík: Samuel Zeglinski 37/5 fráköst/8 stoðsendingar, Aaron Broussard 28/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Ingi Bustion 6, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 3, Ómar Örn Sævarsson 0/5 fráköst.Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Jay Threatt 20/8 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11, Asim McQueen 10/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 10, Ólafur Torfason 5. Textalýsing frá leik Grindavíkur og Snæfells:Leik lokið: 110-102 Grindavík vinnur með 8 stiga mun.40.Mínúta: 110-102 Snæfell setur niður þrist.40.Mínúta: 110-99 Zeglinski skorar 3 stig og Jay Threatt svara með þriggja stiga körfu.39.Mínúta: 107-96 Snæfell skorar 4 stig í röð en þetta er of lítið og of seint.39.Mínúta: 107-92 Jay Threatt fær dæmda á sig sóknarvillu og Grindvíkingar skora.39.Mínúta: 105-92 Jóhann Árni skorar úr tveimur vítum.38.Mínúta: 103-92 Grindvíkingar taka leikhlé, þeir leiða með 11 stigum og eru á góðri leið með að sigla sigri í höfn hér í kvöld.37.Mínúta: 103-92 Jay Threatt skorar úr vítum og Broussard svarar með skoti úr teignum.37.Mínúta: 101-90 Mikill hraði í leiknum þessa stundina en hvorugu liðinu gengur neitt að hitta.36.Mínúta: 101-90 Snæfell stelur boltanum og Hafþór Ingi skorar, Sverrir Þór er snöggur að taka leikhlé.36.Mínúta: 101-87 Hafþór Ingi skorar úr tveimur af þremur vítum.35.Mínúta: 99-85 Liðin skora á víxl.35.Mínúta: 97-83 Zeglinski skorar sitt 34 stig af vítalínunni.34.Mínúta: 93-83 Jay Threatt skorar með sniðskoti.34.Mínúta: 93-79 Þorleifur Ólafsson skorar og fær víti að auki sem hann og nýtir. 33.Mínúta: 88-76 Jóhann Árni svara fyrir Grindavik. 32.Mínúta: 86-76 Snæfell bætir við fjórum stigum og minkar muninn í 10 stig. 31.Mínúta: 86-72 Snæfell skorar fyrstu stigin í fjórða leikhluta. Þriðja leikhluta lokið: Grindvíkingar leiða með 17 stigum eftir að hafa unni þennan leikhluta með 8 stigum. Nú verður á brattann að sækja fyrir gestina í Snæfelli í lokaleikhlutanum. 30.Mínúta: 86-69 Liðin skora sitthvor 2 stigin. 29.Mínúta: 84-67 Liðin skiptast á þriggja stiga körfum. 29.Mínúta: 81-64 Zeglinski með 2 stig. 28.Mínúta: 79-64 Það rignir þristum, nú er það Broussard. 28.Mínúta: 76-64 Jón Axel Guðmundsson með þrist. 27.Mínúta: 73-64 Zeglinski með þriggja stiga körfu. 26.Mínúta: 70-64 Stefan Karel Torfason skorar. 25.Mínúta: 68-62 Góður varnarleikur hjá báðum liðum en þau ná þó að skora. 24.Mínúta: 68-58 Hafþór Ingi Gunnarson með galopið þriggja stiga skot sem fer beint ofaní.23.Mínúta: 66-55 Liðin skiptast á þristum. Sveinn Arnar Davidson fékk alln tíma í heiminum til að stilla upp í þrist og setti hann niður en Zeglinski svaraði að bragði.22.Mínúta: 63-52 Liðin skiptast á að skora. 21.Mínúta: 61-50 Asim McQueen skorar og fær víti að auki en Sigurður Þorsteins kvittar fyrir það með tveimur stigum. 21.Mínúta: 59-47 Þorleifur setur þrist.Hálfleikur: Stigadreifingin er töluvert betri hjá Snæfellingum en hjá Grindavík þar sem Zeglinski og Broussard hafa skorað samtals 38 af 56 stigum liðsins. Hálfleikur: Stigahæstir hjá Grindavík í fyrri hálfleik eru Samuel Zeglinski með 24 stig og Aaron Broussard með 14 stig. Hjá Snæfell er Jón Ólafur stigahæstur með 13 stig og Pálmi Freyr Sigurgeirson með 9 stig. Hálfleikur: Heimamenn í Grindavík leiða með 9 stigum í hálfleik og hafa verið betri aðilinn það sem af er. 20.Mínúta: 56-47 Zeglinski setur niður bæði vítin og Jay Threatt setur niður tvö víti hinumegin líka. 20.Mínúta: 54-45 Liðin skiptast á þristum. Grindvíkingar fá 2 víti. 19.Mínúta: 51-42 Hafþór Ingi fær 2 víti en nær bara að nýta það fyrra. 18.Mínúta: 51-41 Munurinn orðinn 10 stig á ný. 16.Mínúta: 47-38 Í þeim töluðu orðum skorar Snæfell 3.stig. 16.Mínúta: 47-35 Það gengur illa hjá báðum liðum að skora í augnablikinu.15.Mínúta: 45-35 Liðin skiptast á að skora.14.Mínúta: 43-32 Pálmi skorar og fær víti að auki.13.Mínúta: 43-27 Zeglinski fer mikinn og setur tvo þrista í röð, Snæfell tekur leikhlé.12.Mínúta: 40-27 Grindvíkingar byrja leikhlutann af krafti. Fyrsta leikhluta lokið: 32-23 Zeglinski setur niður bæði vítin. 10.Mínúta: 30-23 Zeglinski fær tvö víta skot þegar ein sekúnda er eftir. 9.Mínúta: 28-20 Zeglinski með góðan þrist. 7.Mínúta: 20-14 Liðin skiptast á að skora. 6.Mínúta: 18-12 Heimamenn svara með tveimur þristum og Snæfell tekur leikhlé. 5.Mínúta: 12-12 Sveinn Arnar jafnar með þriggja stiga körfu.3.Mínúta: 8-4 Heimamenn byrja betur.
Dominos-deild karla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum