Kobe við liðsfélaga: Þú ert ekki nógu merkilegur til að tala við mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2012 09:00 Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Smush Parker hefur ekki mikið álit á manninum á bak við körfuboltamanninn Kobe Bryant og segir Kobe hafa forðast það að umgangast liðsfélaga sína í Lakers og jafnframt litið niður á þá. Bryant lét það frá sér í blaðaviðtali að Smush Parker ætti ekki heima í NBA-deildinni og það stóð ekki á viðbrögðum frá þessum fyrrum leikmanni Lakers, Cleveland Cavaliers, Detroit Pistons og Phoenix Suns. „Í keppnisferðum liðsins þá ferðaðist hann ávallt með lífvörðunum sínum og þeir voru einu mennirnir sem hann talaði við. Í flugvélunum sat hann líka alltaf aftast og einsamall," sagði Smush Parker í útvarpsviðtali. „Á miðju fyrsta tímabili okkar saman þá reyndi ég einu sinni að tala við hann því hann er liðsfélagi minn og vinnufélagi. Ég sé hann á hverjum degi og þarna reyndi ég að tala um fótbolta við hann. Hann svaraði því að ég mætti ekki tala við hann. Hann sagði að ég væri ekki nógu merkilegur til að tala við hann og þyrfti að afreka eitthvað meira inn á vellinum áður en kæmi að því. Hann var grafalvarlegur," sagði Parker. Smush Parker sagðist á endanum hafa hætt að senda boltann á Kobe Bryant enda samband þeirra orðið mjög stirrt. Hann hrósaði samt leikmanninum Kobe Bryant. „Ég bera engan kala til hans. Þessi maður kann að spila körfubolta og það sést á öllum hans ferli. Það sem mér líkar ekki við hann er hvernig maður hann er, það er persónuleiki hans og hvernig hann kemur fram við fólk. Ég er ekki hrifinn af þeirri hlið af Kobe Bryant," sagði Smush Parker. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Smush Parker hefur ekki mikið álit á manninum á bak við körfuboltamanninn Kobe Bryant og segir Kobe hafa forðast það að umgangast liðsfélaga sína í Lakers og jafnframt litið niður á þá. Bryant lét það frá sér í blaðaviðtali að Smush Parker ætti ekki heima í NBA-deildinni og það stóð ekki á viðbrögðum frá þessum fyrrum leikmanni Lakers, Cleveland Cavaliers, Detroit Pistons og Phoenix Suns. „Í keppnisferðum liðsins þá ferðaðist hann ávallt með lífvörðunum sínum og þeir voru einu mennirnir sem hann talaði við. Í flugvélunum sat hann líka alltaf aftast og einsamall," sagði Smush Parker í útvarpsviðtali. „Á miðju fyrsta tímabili okkar saman þá reyndi ég einu sinni að tala við hann því hann er liðsfélagi minn og vinnufélagi. Ég sé hann á hverjum degi og þarna reyndi ég að tala um fótbolta við hann. Hann svaraði því að ég mætti ekki tala við hann. Hann sagði að ég væri ekki nógu merkilegur til að tala við hann og þyrfti að afreka eitthvað meira inn á vellinum áður en kæmi að því. Hann var grafalvarlegur," sagði Parker. Smush Parker sagðist á endanum hafa hætt að senda boltann á Kobe Bryant enda samband þeirra orðið mjög stirrt. Hann hrósaði samt leikmanninum Kobe Bryant. „Ég bera engan kala til hans. Þessi maður kann að spila körfubolta og það sést á öllum hans ferli. Það sem mér líkar ekki við hann er hvernig maður hann er, það er persónuleiki hans og hvernig hann kemur fram við fólk. Ég er ekki hrifinn af þeirri hlið af Kobe Bryant," sagði Smush Parker.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira