Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar þeir unnu öruggan 22 stiga sigur á 1. deildarliði Hauka, 92-70, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í fyrstu umferð Lengjubikars karls.
Grindavík hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar sem í sumar tók við Íslandsmeistaraliðnu af Helga Jónasi Guðfinnssyni.
Grindavík vann örugga sigra á Keflavík og Snæfelli í fyrstu tveimur umferðunum í Dominos-deildinni og sigur liðsins í kvöld var aldrei í mikilli hættu.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Hauka og Grindavíkur í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Sverrir Þór byrjar vel með Grindavíkurliðið - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn