Alfreð: Svekkjandi að skora ekki á undan Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. október 2012 21:33 mynd/vilhelm „Við gáfum allt í þetta og uppskárum ekki neitt að þessu sinni, það eru mikil vonbrigði," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir tapið gegn Sviss í kvöld. „Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Við fáum eitt, tvö hálffæri en í seinni hálfeik finnst mér við vera með yfirhöndina þegar þeir skora. Það var mjög svekkjandi að við náum ekki að skora á undan þeim. Við fengum nokkur góð upphlaup og það sama má segja um seinna markið. Við fáum eitt, tvö færi en þetta er reynslu mikið lið sem kann að halda forystu," sagði Alfreð sem átti í fullu tré við Johan Djourou varnarmann Arsenal allan leikinn. „Ég hef reynt að bæta það í mínum leik að halda boltanum og láta finna fyrir mér og mér fannst það takast ágætlega í kvöld," sagði Alfreð en Diego Benaglio reyndist Íslandi erfiður í marki Sviss. „Þetta er flottur markmaður, hann átti líka stórleik gegn Noregi. Ég átti snöggt skot í fyrri hálfleik sem hann varði vel og svo varði hann líka vel frá Birki og öðrum." Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki og er Alfreð ekki sáttur við það. „Maður vill alltaf meira en til að komast lengra þurfum við að vinna lið eins Slóveníu, Albaníu og Kýpur á heimavelli. Það eru þeir sigrar sem telja mest og ef við náum að kroppa einhver stig á útivelli þá telja þau líka mikið. „Spilamennskan okkar var góð. Þetta er ekki eins og stundum áður þegar við eigum góða kafla en töpum, við viljum ekki detta í þá klisju. Það voru góðir kaflar og við létum Sviss hafa mjög fyrir hlutunum." Alfreð sagði erfiðan leik í Albaínu ekkert hafa setið í liðinu. „Þeir léku líka erfiðan leik og það er engin afsökun. „Nú fara menn og reyna að standa sig með sínum félagsliðum. Landsliðið er bónus. Menn standa sig og verða vonandi í góðu formi í mars," sagði Alfreð að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira
„Við gáfum allt í þetta og uppskárum ekki neitt að þessu sinni, það eru mikil vonbrigði," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir tapið gegn Sviss í kvöld. „Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Við fáum eitt, tvö hálffæri en í seinni hálfeik finnst mér við vera með yfirhöndina þegar þeir skora. Það var mjög svekkjandi að við náum ekki að skora á undan þeim. Við fengum nokkur góð upphlaup og það sama má segja um seinna markið. Við fáum eitt, tvö færi en þetta er reynslu mikið lið sem kann að halda forystu," sagði Alfreð sem átti í fullu tré við Johan Djourou varnarmann Arsenal allan leikinn. „Ég hef reynt að bæta það í mínum leik að halda boltanum og láta finna fyrir mér og mér fannst það takast ágætlega í kvöld," sagði Alfreð en Diego Benaglio reyndist Íslandi erfiður í marki Sviss. „Þetta er flottur markmaður, hann átti líka stórleik gegn Noregi. Ég átti snöggt skot í fyrri hálfleik sem hann varði vel og svo varði hann líka vel frá Birki og öðrum." Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki og er Alfreð ekki sáttur við það. „Maður vill alltaf meira en til að komast lengra þurfum við að vinna lið eins Slóveníu, Albaníu og Kýpur á heimavelli. Það eru þeir sigrar sem telja mest og ef við náum að kroppa einhver stig á útivelli þá telja þau líka mikið. „Spilamennskan okkar var góð. Þetta er ekki eins og stundum áður þegar við eigum góða kafla en töpum, við viljum ekki detta í þá klisju. Það voru góðir kaflar og við létum Sviss hafa mjög fyrir hlutunum." Alfreð sagði erfiðan leik í Albaínu ekkert hafa setið í liðinu. „Þeir léku líka erfiðan leik og það er engin afsökun. „Nú fara menn og reyna að standa sig með sínum félagsliðum. Landsliðið er bónus. Menn standa sig og verða vonandi í góðu formi í mars," sagði Alfreð að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira