Handbolti

Afmælisleikur hjá FH-ingum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik FH og HK í fyrra.
Frá leik FH og HK í fyrra. Mynd/Vilhelm
FH-ingar halda upp á 83 ára afmæli félagsins í dag og í kvöld fær liðið Íslandsmeistara HK í heimsókn í Kaplakrikann í fyrsta leik fimmtu umferðar N1 deildar karla í handbolta.

Þetta er fyrsti leikur HK-inga í Krikanum síðan að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í húsinu í vor. HK vann báða leiki sína í Kaplakrika í lokaúrslitunum í maí en liðið tapaði ekki leik í allri úrslitakeppninni.

FH-liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum eftir að hafa náð í þrjú stig út fyrstu tveimur leikjunum. Liðið lá á móti Fram í eina heimaleiknum sínum til þessa í vetur.

HK vann tvo fyrstu leikina í N1-deildinni og fékk alls 5 stig af 6 mögulegum í fyrstu þremur umferðunum. HK tapaði síðan naumlega á móti Akureyri í síðasta leik.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 í Kaplakrika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×