Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 23-28 Birgir H. Stefánsson skrifar 18. október 2012 12:28 Mynd/Vilhelm Afturelding vann sinn fyrsta sigur í N1-deild karla í kvöld. Liðið gerði sér þá lítið fyrir og lagði Akureyri fyrir norðan. Afturelding var stigalaust eftir fyrstu fjóra leikina en þessi sterki sigur hlýtur að gefa liðinu byr undir báða vængi. Eftir nokkuð jafna byrjun á fyrri hálfleiknum voru það gestirnir úr Mosfellsbænum sem tóku það að sér að leiða leikinn. Sóknarleikur heimamanna var hægur og hálf vandræðalegur og gestirnir voru fljótir að refsa fyrir öll mistök með vel útfærðum hraðaupphlaupum. Á 22. mínútu tók Reynir Þór Reynisson leikhlé en það virkaði heldur betur ekki eins og hann ætlaði sér því að leikmenn Aftureldingar skoruðu aðeins eitt mark á síðustu átta mínútum leiksins. Á sama tíma fór leikgleðin að láta sjá sig hjá heimamönnum sem gengu á lagið og náðu að jafna fyrir leikhlé eftir að hafa verið mest fimm mörkum undir. Það var helst innkoma tveggja manna sem kom Akureyri aftur inn í leikinn en Bergvin Þór Gíslason kom inn með kraft í sóknarleik liðsins á meðan Stefán „Uxi“ Guðnason kom í markið og hreinlega lokaði því en hann endaði fyrri hálfleikinn með 75% markvörslu. Það var svo allt annað í boði í upphafi síðar hálfleiks en þá voru það gestirnir úr Mosfellsbænum sem mættu alveg dýrvitlausir til leiks. Davíð Svansson fór á kostum í markinu með þétta vörn fyrir framan sig á meðan sóknarleikur Akureyrar var hægur og hugmyndasnauður. Gestirnir voru fljótir að ná taki á leiknum og því slepptu þeir aldrei og enduðu á því að vinna nokkuð öruggann fimm marka sigur og þar með næla sér í sín fyrstu stig í N1 deild karla þetta tímabilið.Davíð Svansson: Losnaði við um fimm hundruð kíló „Þvílík veisla,“ sagði Davíð Svansson markmaður Aftureldingar kátur eftir leik með haldapoka af góðgæti sem hann fékk fyrir það að vera valinn maður leiksins en hann varði vel yfir tuttugu bolta. „Ég held að ég hafi losað svona um fimm hundruð kíló af öxlunum á mér, alveg allavega. Við þurftum svo á þessu að halda, hefðu mekki viljað fara í gegnum fyrstu umferðina án stiga, það er ekki gott. Að klára þetta hér fyrir norðan gerir þetta auðvitað ennþá sætara.“ Leikmenn Aftureldingar mættu heldur betur tilbúnir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu strax forskoti sem þeir svo héldu út leikinn. „Já, ég vil segja svona erum við bara en við höfum ekki verið að sýna það ennþá en vonandi er þetta bara byrjunin. Liðsheildin hér í dag og baráttugleðin var bara alveg til fyrirmyndar. Okkur finnst gaman að vera saman og það er góður mórall í hópnum. Það komu fyrstu stigin hér í dag og vonandi verða þau mun fleiri.“ Reynir Þór Reynisson: Sigurinn hefði getað verið stærri „Frábær leikur hér í kvöld og loksins sýnum við hvað í okkur býr,“ sagði Reynir Þór Reynisson mjög brosmildur strax eftir leik. „Þetta er svo gott fyrir hópinn og strákana sem eru búnir að leggja svo mikið á sig. Að ná loksins þessum sigri og það ekki á lakari útivelli en hérna á Akureyri, gríðarlega sterkur útivöllur þannig að ég bara get ekki verið sáttari. Eftir erfiða byrjun hefðu einhverjir haldið að leikmenn Aftureldingar hefðu reynst nokkuð auðveld bráð fyrir heimamenn en annað kom svo á daginn. „Við hefðum getað fengið eitthvað út úr þessum tveimur fyrstu leikjum hjá okkur þó að við höfum líklegast átt lítið skilið úr þessum tveim síðustu. Það er svolítið eins og það séu hlekkir farnir af okkur núna og þá náum við því loksins að njóta þess að vera til og spila handbolta, þá erum við nokkuð góðir. Þetta var bara sigur liðsheildarinnar í kvöld, það eru allir sem spila vel. Varnarleikurinn var frábær, sóknarleikurinn mjög góður og þegar mest á reyndi þá bara stigum við upp og bættum í. Sigurinn hefði getað verið stærri ef eitthvað er. Við sýndum okkar rétt andlit í kvöld og stefnan er sett á að halda því áfram.“ Heimir Örn Árnason: Ætlum að svara fyrir þetta eins fljótt og við getum „Við vorum að reyna að undirbúa okkur í takt við það að þetta væri deild þar sem allir gætu unnið alla,“ sagði Heimir Örn þungur á brún eftir leik. „Svo falla menn bara í þá frægu gryfju að halda að þeir séu betri en þeir eru í raun og veru, allir sem einn. Akureyringar í raun náðu sér aldrei á strik í þessum leik fyrir utan um átta mínútur undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var í raun bara ömurlegt frá A til Ö. Sókn, vörn og þá sérstaklega hlaup til baka sem var bara eiginlega skammarlegt hjá öllum. Vandræðaleg frammistaða fyrir framan fullt af fólki. Þetta var bara hræðilegt, eftir langan feril þá var þetta ein lélegasta frammistaðan á heimavelli í mörg ár. Þetta var nánast ófyrirgefanlegt en við ætlum að vona að fólk fyrirgefi okkur og við ætlum að reyna að bæta upp fyrir þetta eins fljótt og við getum.“ Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Afturelding vann sinn fyrsta sigur í N1-deild karla í kvöld. Liðið gerði sér þá lítið fyrir og lagði Akureyri fyrir norðan. Afturelding var stigalaust eftir fyrstu fjóra leikina en þessi sterki sigur hlýtur að gefa liðinu byr undir báða vængi. Eftir nokkuð jafna byrjun á fyrri hálfleiknum voru það gestirnir úr Mosfellsbænum sem tóku það að sér að leiða leikinn. Sóknarleikur heimamanna var hægur og hálf vandræðalegur og gestirnir voru fljótir að refsa fyrir öll mistök með vel útfærðum hraðaupphlaupum. Á 22. mínútu tók Reynir Þór Reynisson leikhlé en það virkaði heldur betur ekki eins og hann ætlaði sér því að leikmenn Aftureldingar skoruðu aðeins eitt mark á síðustu átta mínútum leiksins. Á sama tíma fór leikgleðin að láta sjá sig hjá heimamönnum sem gengu á lagið og náðu að jafna fyrir leikhlé eftir að hafa verið mest fimm mörkum undir. Það var helst innkoma tveggja manna sem kom Akureyri aftur inn í leikinn en Bergvin Þór Gíslason kom inn með kraft í sóknarleik liðsins á meðan Stefán „Uxi“ Guðnason kom í markið og hreinlega lokaði því en hann endaði fyrri hálfleikinn með 75% markvörslu. Það var svo allt annað í boði í upphafi síðar hálfleiks en þá voru það gestirnir úr Mosfellsbænum sem mættu alveg dýrvitlausir til leiks. Davíð Svansson fór á kostum í markinu með þétta vörn fyrir framan sig á meðan sóknarleikur Akureyrar var hægur og hugmyndasnauður. Gestirnir voru fljótir að ná taki á leiknum og því slepptu þeir aldrei og enduðu á því að vinna nokkuð öruggann fimm marka sigur og þar með næla sér í sín fyrstu stig í N1 deild karla þetta tímabilið.Davíð Svansson: Losnaði við um fimm hundruð kíló „Þvílík veisla,“ sagði Davíð Svansson markmaður Aftureldingar kátur eftir leik með haldapoka af góðgæti sem hann fékk fyrir það að vera valinn maður leiksins en hann varði vel yfir tuttugu bolta. „Ég held að ég hafi losað svona um fimm hundruð kíló af öxlunum á mér, alveg allavega. Við þurftum svo á þessu að halda, hefðu mekki viljað fara í gegnum fyrstu umferðina án stiga, það er ekki gott. Að klára þetta hér fyrir norðan gerir þetta auðvitað ennþá sætara.“ Leikmenn Aftureldingar mættu heldur betur tilbúnir til leiks í seinni hálfleikinn og náðu strax forskoti sem þeir svo héldu út leikinn. „Já, ég vil segja svona erum við bara en við höfum ekki verið að sýna það ennþá en vonandi er þetta bara byrjunin. Liðsheildin hér í dag og baráttugleðin var bara alveg til fyrirmyndar. Okkur finnst gaman að vera saman og það er góður mórall í hópnum. Það komu fyrstu stigin hér í dag og vonandi verða þau mun fleiri.“ Reynir Þór Reynisson: Sigurinn hefði getað verið stærri „Frábær leikur hér í kvöld og loksins sýnum við hvað í okkur býr,“ sagði Reynir Þór Reynisson mjög brosmildur strax eftir leik. „Þetta er svo gott fyrir hópinn og strákana sem eru búnir að leggja svo mikið á sig. Að ná loksins þessum sigri og það ekki á lakari útivelli en hérna á Akureyri, gríðarlega sterkur útivöllur þannig að ég bara get ekki verið sáttari. Eftir erfiða byrjun hefðu einhverjir haldið að leikmenn Aftureldingar hefðu reynst nokkuð auðveld bráð fyrir heimamenn en annað kom svo á daginn. „Við hefðum getað fengið eitthvað út úr þessum tveimur fyrstu leikjum hjá okkur þó að við höfum líklegast átt lítið skilið úr þessum tveim síðustu. Það er svolítið eins og það séu hlekkir farnir af okkur núna og þá náum við því loksins að njóta þess að vera til og spila handbolta, þá erum við nokkuð góðir. Þetta var bara sigur liðsheildarinnar í kvöld, það eru allir sem spila vel. Varnarleikurinn var frábær, sóknarleikurinn mjög góður og þegar mest á reyndi þá bara stigum við upp og bættum í. Sigurinn hefði getað verið stærri ef eitthvað er. Við sýndum okkar rétt andlit í kvöld og stefnan er sett á að halda því áfram.“ Heimir Örn Árnason: Ætlum að svara fyrir þetta eins fljótt og við getum „Við vorum að reyna að undirbúa okkur í takt við það að þetta væri deild þar sem allir gætu unnið alla,“ sagði Heimir Örn þungur á brún eftir leik. „Svo falla menn bara í þá frægu gryfju að halda að þeir séu betri en þeir eru í raun og veru, allir sem einn. Akureyringar í raun náðu sér aldrei á strik í þessum leik fyrir utan um átta mínútur undir lok fyrri hálfleiks. „Þetta var í raun bara ömurlegt frá A til Ö. Sókn, vörn og þá sérstaklega hlaup til baka sem var bara eiginlega skammarlegt hjá öllum. Vandræðaleg frammistaða fyrir framan fullt af fólki. Þetta var bara hræðilegt, eftir langan feril þá var þetta ein lélegasta frammistaðan á heimavelli í mörg ár. Þetta var nánast ófyrirgefanlegt en við ætlum að vona að fólk fyrirgefi okkur og við ætlum að reyna að bæta upp fyrir þetta eins fljótt og við getum.“
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira