Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 92-83 Óskar Ófeigur Jónsson í Icelandic Glacial höllinni skrifar 19. október 2012 18:45 Mynd/Daníel Þórsarar urðu fyrstir til að vinna Íslandsmeistara Grindavíkur í vetur þegar þeir unnu níu stiga sigur á Grindavík í Dominosdeildinni í kvöld, 92-83, í uppgjöri liðanna tveggja sem fóru alla leið í úrslitin í fyrra. Leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og var hin besta skemmtun. Robert Diggs (25 stig, 17 fráköst) og Benjamin Curtis Smith (26 stig, 9 stoðsendingar) átti báðir frábæran leik hjá Þór í vörn og sókn og Guðmundur Jónsson var traustur með 15 stig. Annars var það vörnin sem lagði grunninn að sigrinum í kvöld. Smith spilaði frábæra vörn á Samuel Zeglinski í kvöld og sá til þess að einn stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði bara 9 stig og klikkaði á 12 af 14 skotum sínum. Aaron Broussard var yfirburðarmaður hjá Grindavík með 27 stig en Jóhann Árni Ólafsson var bestur Íslendinganna með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarar byrjuðu vel, komust í 11-4 og voru 20-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindvíkingar komust lítið áleiðis á móti sterkri vörn Þórsara og hittu aðeins úr 6 af 23 skotum sínum í fyrsta leikhlutanum. Robert Diggs var mjög öflugur í liði Þórs framan af hálfleiknum en svo tók Benjamin Curtis Smith við og fór að raða niður þristum. Þórsarar komust mest 15 stigum yfir, 29-14, í upphafi annars leikhluta en Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, náði að vekja sína menn í leikhléi og góður sprettur Grindvíkinga kom muninum niður í þrjú stig. 32-29. Þórsarar voru hinsvegar sterkari í lok hálfleiksins og átta stigum yfir í hálfeik, 42-34, eftir þriggja stiga körfu frá Emil Karel Einarssyni rétt áður en leiktíminn rann út. Robert Diggs hóf seinni hálfleikinn á troðslu og fimm stigum á stuttum tíma og fyrr en varir var Þórsliðið aftur búið að ná fimmtán stiga forskoti, 51-36. Grindvíkingar með Aaron Broussard í fararbroddi ná ágætum spretti um miðjan leikhlutann en Þór var engu að síður níu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Davíð Ingi Bustion kom Grindavíkurliðinu inn í leikinn fyrir alvöru með því að setja niður tvær þriggja stiga körfur í byrjun fjórða leikhlutans en sú síðasti kom muninum niður í þrjú stig, 71-68. Grindvíkingum tókst að jafna metin í 74-74 en tókst ekki að komast yfir þrátt fyrir nokkur tækifæri til þess. Þórsarar gáfu þá aftur í, spiluðu frábæra vörn á lokakafla leiksins og lönduðum góðum heimasigri á meisturunum.Þór Þ.-Grindavík 92-83 (20-12, 22-22, 29-28, 21-21)Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/4 fráköst/9 stoðsendingar, Robert Diggs 25/17 fráköst/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 15/6 fráköst, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/7 fráköst, Darrell Flake 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3.Grindavík: Aaron Broussard 27, Jóhann Árni Ólafsson 17/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/8 fráköst, Samuel Zeglinski 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 7/6 fráköst, Davíð Ingi Bustion 6/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Benedikt: Meiri töggur í mínu liði í kvöldBenedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var sáttur eftir níu stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur í kvöld. "Við vorum virkilega klárir í þennan leik enda undirbjuggum við okkur virkilega vel. Ég var búinn að sjá báða leikina með þeim og vissi vel hversu frábært lið þetta er," sagði Benedikt. "Kanarnir þeirra eru búnir að vera frábærir í fyrstu tveimur leikjunum, við reyndum að hemja þá, það tókst með annan þeirra en ekki hinn. Það dugði allvega," sagði Benedikt en hans menn héldu stigahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Zeglinski, í níu stigum í þessum leik. Þór missti niður góða forystu í fyrsta heimaleik vetrarins og tapaði þá í framlengingu á móti Njarðvík. Grindvíkingar unnu upp forskot Þórs í seinni hálfleik en heimamönnum tókst að landa sigri. "Við vorum með 19 stiga forystu í seinni hálfleik í fyrsta heimaleiknum á móti Njarðvik en svo höfðum við ekki punginn til þess að klára þann leik. Það var farið að læðast að mér þegar við skoruðum ekki körfu utan af velli í níu mínútur að þetta væri að fara að gerast aftur. Við þurftum bara þessa einu körfu til þess að brjóta ísinn og þá vorum við komnir í gang aftur. Hún kom og við skoruðum slatta eftir það," sagði Benedikt. "Ég hefði ekki hálfur verið að nenna einni framlengingunni í viðbót. Það hefði verið of mikið að fara í þriðju framlenginguna á einni viku," sagði Benedikt. "Ég er ekki búinn að vera ánægður með lokin á undirbúningstímabilinu og fyrstu leikina en mér fannst vera meiri töggur í mínu liði í kvöld en það hefur sýnt mér í fyrstu tveimur leikjunum. Ég tel þetta vera á réttri leið en við eigum slatta í land ennþá," sagði Benedikt. Gamla góða vörnin sem Þórsliðið fór svo langt á í fyrra sást í kvöld. "Maður sá hana loksins í kvöld. Það hefur verið erfitt að koma nýjum mönnum inn í það sem við viljum gera og það tókst aðeins í kvöld. Við erum samt enn að fá þá til þess að gera þessa liðshluti sem við krefjumst frá hverjum og einum," sagði Benedikt. Jóhann Árni: Næstum því aðrar reglur í Þorlákshöfn en annars staðarJóhann Árni Ólafsson var einn besti leikmaðuir Grindavíkur í kvöld en 17 stigum hans voru ekki nóg til að landa sigri á erfiðum útivelli í Þorlákshöfn. "Við misstum þá frá okkur í byrjun, náum þeim reyndar aftur fljótlega í öðrum leikhluta en misstum þá síðan aftur frá okkur og erum að elta þá allan tímann eftir það. Þeir voru alltaf þessum tíu stigum á undan okkur og við náðum aldrei að brúa það bil," sagði Jóhann Árni eftir leik. Það var eins og Grindvíkingar lentu á vegg í seinni hálfleik þegar þeir voru búnir að jafna en nýttu ekki nokkur færi til þess að komast yfir. "Við erum ekki mikið að pæla í því í leiknum því við erum bara reyna að skora í hverri sókn og stoppa í hverri vörn. Þetta hafðist ekki í dag," sagði Jóhann. "Þú þarft bara að eiga hörkuleik til þess að vinna nær öll lið í þessari deild og Þór er alvörulið. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá tapar þú bara í þessari deild. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í kvöld þannig að þetta var bara verðskuldað tap," sagði Jóhann. "Þeir spila rosalega stíft hérna og næstum því aðrar reglur sem eru spilaðar hér heldur en annars staðar. Það er bara "playoffs"-bolti í hvert skipti sem maður kemur í Þorlákshöfn. Við vorum að láta þá ýta okkur út úr hlutunum til þess að byrja með sem við ætluðum alls ekki að gera. Við lentum í því og enduðum fyrir vikið alltaf á eftir í þessum leik," sagði Jóhann. Samuel Zeglinski fann sig ekki í kvöld og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson var ekki með liðinu í leiknum. Það hafði sín áhrif. "Þór er þekkt fyrir vörnina sína og þeir voru að spila alvöru vörn á Samuel. Við vorum líka án Lalla (Þorleifur Ólafsson) í kvöld sem er einn af bestu leikmönnunum í þessari deild og það munaði heldur betur um hann. Við hinir þurfum þá bara að stíga fram en við gerðum það ekki nógu vel í dag," sagði Jóhann Árni. Guðmundur: Ég vissi ekki að litli kaninn okkar væri svona góður varnarmaðurGuðmundur Jónsson og félagar í Þór tókst að hefna fyrir tapið á móti Grindavík í lokaúrslitunum í vor með því að vera fyrsta liðið til þess að vinna Íslandsmeistarana í Dominos-deildinni í vetur. Guðmundur skoraði 15 stig og átti góðan leik. "Við vorum ekkert búnir að gleyma því þegar þeir unnu titilinn heima hjá okkur. Það peppaði okkur upp og loksins small vörnin hjá okkur því við vorum að bíða eftir því. Þegar vörnin okkar smellur þá eiga flest lið í erfiðleikum með okkur," sagði Guðmundur. Benjamin Curtis Smith spilaði góða vörn á stigahæsta leikmann deildarinnar, Samuel Zeglinski, og hélt honum í níu stigum. "Hann er þvílík byssa og það er efitt að stoppa hann. Litli kaninn okkar stóð sig þvílíkt vel á honum og ég vissi ekki fyrir þennan leik að hann væri svona góður varnarmaður. Hann kom mér á óvart í kvöld og náði að halda honum vel niðri," sagði Guðmundur. "Þeir áttu góðan sprett í seinni hálfleik en við sýndum góðan karakter með því að halda áfram. Það er ekkert auðvelt að vera yfir allan leikinn og missa forystuna síðan frá sér. Það er auðvelt að brotna við það en við stóðum fastir á okkar og kláruðum þetta," sagði Guðmundur. "Þetta er gott fyrir sjálfstraustið í hópnum að ná að spila svona vörn og fá svona góðan sigur. Fyrstu tveir leikirnir eru búnir að vera upp og niður hjá okkur og þetta er búið að vera erfitt í byrjun en þetta var flottur sigur," sagði Guðmundur. Textalýsingin frá leiknumLeikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi og það má sjá hana hér fyrir neðan.Leik lokið, 92-83: Þórsarar voru skrefinu á undan í allt kvöld og urðu fyrstir til að vinna Íslandsmeistara Grindavíkur í vetur. Robert Diggs og Benjamin Curtis Smith voru frábærir í kvöld.40. mínúta, 89-81: Aaron Broussard og Samuel Zeglinski eru mikið að hnoðast og fá ekkert fyrir sinn snúð hjá dómurunum. Robert Diggs nær öllum fráköstum og Benjamin Curtis Smith kemur þessu síðan í átta stig með enn einni hraðaupphlaupskörfunni. Smith er með 23 stig og 9 stoðsendingar í kvöld en Diggs er með 25 stig og 16 fráköst.39. mínúta, 85-79: Grétar Erlendsson er allt í öllu hjá Þórsliðinu þessa stundina og nú skoraði hann laglega hraðaupphlaupskörfu og kom Þór aftur sex stigum yfir. Grindvíkingar eru áfram ekki að hitta vel og skora flest sín stig af vítalínunni.38. mínúta, 83-77: Guðmundur Jónsson setur niður mikilvægan þrist og kemur þessu í sex stig. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tekur leikhlé.37. mínúta, 80-75: Grétar Erlendsson setur niður og munurinn er aftur fimm stig. Grindvíkingar eru aftur að gefa aðeins eftir.36. mínúta, 76-74: Aaron Broussard kemst á vítalínuna eftir sóknarfrákst og jafnar metin en Darri Hilmarsson kemur Þór aftur yfir í næstu sókn.36. mínúta, 73-72: Grindvíkingum hefur ekki tekist að komast yfir þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir en það er nokkur taugaveiklun í leikmönnum beggja liða þessar mínúturnar.35. mínúta, 73-72: Sigurður Gunnar Þorsteinsson setur niður stökkskot og minnkar muninn í eitt stig. Það gengur lítið upp hjá Þórsurum þessa stundina.34. mínúta, 73-70: Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, tekur leikhlé og reynir að slá á stemmninguna í Grindavíkurliðinu.33. mínúta, 71-68: Davíð Ingi Bustion skorar annan þrist og nú munar aðeins þremur stigum á liðunum. Davíð er að koma Grindavíkurliðinu inn í leikinn og nú verður mikil spenna í lokin.31. mínúta, 71-65: Grindvíkingurinn Davíð Ingi Bustion setur niður þrist og munurinn er kominn niður í sex stig. Robert Diggs hvílir sig á bekknum fyrir lokaátökin.Þriðji leikhluti búinn, 71-62: Aaron Broussard skorar lokakörfu leikhlutans og er kominn með 23 stig. Hann var með 12 þeirra í þriðja leikhlutanum. Munurinn er enn níu stig og Grindvíkingar hanga í heimamönnum en er ekki að takast koma sér almennilega inn í leikinn.29. mínúta, 65-58: Grindvíkingar eru búnir að skora 9 stig í röð og munurinn er kominn niður í sjö stig. Darrel Flake er ekki að nýta færin sín undir körfunni.27. mínúta, 65-49: Robert Diggs er illviðráðanlegur undir körfunni og er kominn með 21 stig og 9 fráköst fyrir Þórsliðið í kvöld. Benjamin Curtis Smith minnir á sig með enn einum þristunum er líka búinn að skora 21 stig.26. mínúta, 58-49: Liðin eru að skiptast á að skora þessar mínúturnar en troðsla frá Aaron Broussard gæti kveikt í gestunum úr Grindavík.24. mínúta, 55-45: Samuel Zeglinski minnir á sig með fimm stigum á stuttum tíma og munurinn er aftur átta sitg. Robert Diggs er fljótur að koma þessu í tíu stigin á nýjan leik en kappinn er í stuði í kvöld.22. mínúta, 51-36: Guðmundur Jónsson labbar í gegnum Grindavíkurvörnina og kemur Þór 15 stigum yfir.21. mínúta, 47-34: Þórsarinn Robert Diggs byrjar hálfleikinn á því að stela boltanum og troða með tilþrifum í hraðaupphlaupi. Hann skorar síðan laglega körfu í næstu sókn og fær víti að auki sem hann setur niður. Diggs er kominn með 15 stig og Þór er komið 13 stigum yfir.Tölur í hálfleik: Það er mikill munur á hittni úr þriggja stiga skotum í kvöld (Þór 6/12, Grindavík 2/9) en Grindvíkingar eru að vinna fráköstin 25-20 og hafa tekið sex fleiri sóknarfráköst. Liðin er bæði búin að tapa 9 boltum og það voru bara samtals 9 víti í fyrri hálfleiknum (Þór 4/4, Grindavík 4/5).Hálfleikur, 42-34: Hinn ungi Emil Karel Einarsson endar hálfleikinn með laglegum þristi en Benjamin Curtis Smith var nærri því búinn að klúðra sókninni í leit sinni að eigin skoti. Þórsarar hafa verið skrefinu á undan í kvöld og eins og sést á tölunum eru Þórsarar ekki að gefa neitt í varnarleiknum. Benjamin Curtis Smith er með 16 stig og 4 stoðsendingar hjá Þór og Robert Diggs er með 10 stig og 6 fráköst. Aaron Broussard er stigahæstur hjá Grindavík með 11 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur skorað 7 stig. Ómar Sævarsson er kominn með 9 fráköst. Samuel Zeglinski, stjarna Grindavíkur í síðustu leikjum, hefur aðeins hitt úr 1 af 6 skotum sínum en er búinn að gefa 4 stoðsendingar.19. mínúta, 39-31: Darrell Flake hefur farið á kostum síðustu mínútur í öllu öðru en að skora en komst síðan á blað með laglegum þristi. Þórsliðið stóð af sér sprett Grindvíkinga og munurinn er aftur orðinn átta stig.18. mínúta, 34-29: Darrell Flake með tilþrif á báðum endum vallarins (stolna bolta, stoðsendingu og varið skot) og Benjamin Curtis Smith er kominn með 14 stig en farinn að reyna fullmikið sjálfur.17. mínúta, 32-29: Sóknarleikurinn er farinn að ganga mun betur hjá gestunum og Björn Steinar Brynjólfsson hefur átt góða innkomu. Þristur hjá Jóhanni Árna Ólafssyni og karfa frá Ómari Sævarssyni koma muninum niður í þrjú stig. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, tekur leikhlé.15. mínúta, 32-24: Aaron Broussard hjá Grindavík og Benjamin Curtis Smith hjá Þór skiptast á að skora en sá síðarnefndi er búinn að hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.14. mínúta, 29-22: Aaron Broussard er að vakna hjá Grindavík og skorar tvær flottar körfur í röð. Björn Steinar Brynjólfsson skellir síðan niður þristi í hraðaupphlaupi og minnkar munrinn í sjö stig.13. mínúta, 29-14: Benjamin Curtis Smith kemur Þór fimmtán stigum yfir með sínum þriðja þristi í leiknum. Hann er eldsnöggur og þrælhittinn.13. mínúta, 26-12: Enn eitt stoppið hjá Þór og Darri Hilmarsson skorar úr hraðaupphlaupi eftir langa sendingu frá Benjamin Curtis Smith. Sverrir Þór Sverrisson tekur leikhlé og fer yfir sóknarleikinn. Boltinn þarf að ganga miklu meira hjá Grindavíkurliðinu.12. mínúta, 24-12: Grétar Erlendsson með góða körfu af stuttu færi og munurinn er allt í einu orðinn tólf stig. Grindvíkingar eru í vandræðum og komast lítið áleiðis á móti góðri vörn Þórsara.Fyrsti leikhluti búinn, 20-12: Þórsarar eru í góðum málum og að spila flotta vörn. Grindvíkingar halda sér á floti með sóknarfráköstunum en hittnin er afleit. Robert Diggs skoraði lokakörfu leikhlutans og er kominn með 8 stig og 4 fráköst.9. mínúta, 18-12: Annar þristur hjá Benjamin Curtis Smith en Sigurður Gunnar Þorsteinsson svarar aftur með góðri körfu. Guðmundur Jónsson er grimmur þessa stundina og sækir tvö víti sem hann setur niður og kemur Þór sex stigum yfir.8. mínúta, 13-10: Guðmundur Jónsson tekur af skarið og skorar fyrir Þór en Sigurður Gunnar Þorsteinsson svarar með flottri troðslu. Það eru flott tilþrif hér í fyrsta leikhlutanum.6. mínúta, 11-4: Robert Diggs treður með tilþrifum og kveikir í stúkunni. Sóknarleikur Grindavíkur er svolítið vandræðalegur í upphafi leiks.4. mínúta, 9-4: Grindvíkingar hitta ekki vel í byrjun en eru duglegir í sóknarfráköstunum. Benjamin Curtis Smith skorar flottan þrist og kemur Þórsliðinu fimm stigum yfir.3. mínúta, 6-2: Robert Diggs skorar tvær körfur í röð og Þórsliðið hefur tekið frumkvæðið í upphafi. Heimamenn eru að spila góða vörn í byrjun leiks.1. mínúta, 2-0: Þórsarar byrja með boltann og Darri Hilmarsson skorar fyrstu körfu leiksins eftir flotta sendingu frá Darrell Flake.- Leikurinn er byrjaður -Fyrir leik: Robert Diggs, Benjamin Curtis Smith, Guðmundur Jónsson, Darrell Flake og Darri Hilmarsson byrja hjá Þór í kvöld. Jóhann Árni Ólafsson, Ómar Örn Sævarsson, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski og Sigurður Gunnar Þorsteinsson byrja hjá Grindavík.Fyrir leik: Áhorfendur eru farnir að streyma inn í salinn og spennan er að magnast enda stutt í leik. Sporttv-menn eru mættir til Þorlákshafnar og þeir ætla að vera með leikinn í beinni á síðu sinni í kvöld.Fyrir leik: Það er mikil reynsla í dómaratríói kvöldsins því Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson munu flauta í kvöld. Þetta eru þrír af reynslumestu dómurum landsins.Fyrir leik: Liðin eru áð fullu að hita upp en það mættu þó vera fleiri áhorfendur í húsinu. Fyrir fimm mánuðum var allt troðið i þessu húsi á leik sömu liða og vonandi verður einnig flott stemmning í kvöld.Fyrir leik: Svo gæti farið að liðin í átta efstu sætum Dominos-deildarinnar verði öll með fjögur stig eftir leiki kvöldsins (Tveir sigrar og eitt tap). Það verður raunin ef Þór vinnur Grindavík og KFÍ sækir tvö stig á Krókinn.Fyrir leik: Báðir deildarleikir Þórsara í vetur hafa endað í framlengingu. Þór tapaði fyrst 82-84 á heimavelli á móti Njarðvík en vann síðan ÍR 95-92 á útivelli.Fyrir leik: Þórsarar hafa nú tapað þremur heimaleikjum í röð, báðum leikjunum á móti Grindavík í lokaúrslitunum í vor og svo fyrsta heimaleiknum á þessu tímabili sem var á móti Njarðvík.Fyrir leik: Grindvíkingar eiga góðar minningar frá Icelandic Glacial höllinni frá því í fyrra en þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í húsinu 2. maí síðastliðinn.Fyrir leik: Grindavíkurliðið hefur unnið tvo sannfærandi sigri í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar, fyrst 15 stiga útisigur á Keflavík og svo 8 stiga heimasigur á Snæfelli.Fyrir leik: Þórsarar verða að stoppa leikstjórnandann Samuel Zeglinski í kvöld en hann er með 29,5 stig og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum þar sem hann hefur hitt úr 12 af 21 þriggja stiga skoti sínu (57 prósent).Fyrir leik: Sex leikmenn Þórsara hafa skorað meira en 20 stig í fyrstu tveimur leikjunum eða meira en tíu stig að meðaltali í leik. Þetta eru þeir: Benjamin Curtis Smith (25.0), Darrell Flake (12,5), Robert Diggs (12,0), Darri Hilmarsson (11,0), Grétar Ingi Erlendsson (11,0) og Guðmundur Jónsson (10,5)Fyrir leik: Grindvíkingar hafa hitt úr 47,2 prósent þriggja stiga skota sinna í fyrstu tveimur umferðunum sem er besta nýtingin í deildinni. Grindavíkurliðið er með 25 prósent betri þriggja stiga nýtingu Þórsarar (10. sæti - 22,5 prósent). Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Þórsarar urðu fyrstir til að vinna Íslandsmeistara Grindavíkur í vetur þegar þeir unnu níu stiga sigur á Grindavík í Dominosdeildinni í kvöld, 92-83, í uppgjöri liðanna tveggja sem fóru alla leið í úrslitin í fyrra. Leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og var hin besta skemmtun. Robert Diggs (25 stig, 17 fráköst) og Benjamin Curtis Smith (26 stig, 9 stoðsendingar) átti báðir frábæran leik hjá Þór í vörn og sókn og Guðmundur Jónsson var traustur með 15 stig. Annars var það vörnin sem lagði grunninn að sigrinum í kvöld. Smith spilaði frábæra vörn á Samuel Zeglinski í kvöld og sá til þess að einn stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði bara 9 stig og klikkaði á 12 af 14 skotum sínum. Aaron Broussard var yfirburðarmaður hjá Grindavík með 27 stig en Jóhann Árni Ólafsson var bestur Íslendinganna með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarar byrjuðu vel, komust í 11-4 og voru 20-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindvíkingar komust lítið áleiðis á móti sterkri vörn Þórsara og hittu aðeins úr 6 af 23 skotum sínum í fyrsta leikhlutanum. Robert Diggs var mjög öflugur í liði Þórs framan af hálfleiknum en svo tók Benjamin Curtis Smith við og fór að raða niður þristum. Þórsarar komust mest 15 stigum yfir, 29-14, í upphafi annars leikhluta en Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, náði að vekja sína menn í leikhléi og góður sprettur Grindvíkinga kom muninum niður í þrjú stig. 32-29. Þórsarar voru hinsvegar sterkari í lok hálfleiksins og átta stigum yfir í hálfeik, 42-34, eftir þriggja stiga körfu frá Emil Karel Einarssyni rétt áður en leiktíminn rann út. Robert Diggs hóf seinni hálfleikinn á troðslu og fimm stigum á stuttum tíma og fyrr en varir var Þórsliðið aftur búið að ná fimmtán stiga forskoti, 51-36. Grindvíkingar með Aaron Broussard í fararbroddi ná ágætum spretti um miðjan leikhlutann en Þór var engu að síður níu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Davíð Ingi Bustion kom Grindavíkurliðinu inn í leikinn fyrir alvöru með því að setja niður tvær þriggja stiga körfur í byrjun fjórða leikhlutans en sú síðasti kom muninum niður í þrjú stig, 71-68. Grindvíkingum tókst að jafna metin í 74-74 en tókst ekki að komast yfir þrátt fyrir nokkur tækifæri til þess. Þórsarar gáfu þá aftur í, spiluðu frábæra vörn á lokakafla leiksins og lönduðum góðum heimasigri á meisturunum.Þór Þ.-Grindavík 92-83 (20-12, 22-22, 29-28, 21-21)Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 26/4 fráköst/9 stoðsendingar, Robert Diggs 25/17 fráköst/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 15/6 fráköst, Darri Hilmarsson 8/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/7 fráköst, Darrell Flake 7/9 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 3.Grindavík: Aaron Broussard 27, Jóhann Árni Ólafsson 17/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/8 fráköst, Samuel Zeglinski 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 7/6 fráköst, Davíð Ingi Bustion 6/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Benedikt: Meiri töggur í mínu liði í kvöldBenedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var sáttur eftir níu stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur í kvöld. "Við vorum virkilega klárir í þennan leik enda undirbjuggum við okkur virkilega vel. Ég var búinn að sjá báða leikina með þeim og vissi vel hversu frábært lið þetta er," sagði Benedikt. "Kanarnir þeirra eru búnir að vera frábærir í fyrstu tveimur leikjunum, við reyndum að hemja þá, það tókst með annan þeirra en ekki hinn. Það dugði allvega," sagði Benedikt en hans menn héldu stigahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Zeglinski, í níu stigum í þessum leik. Þór missti niður góða forystu í fyrsta heimaleik vetrarins og tapaði þá í framlengingu á móti Njarðvík. Grindvíkingar unnu upp forskot Þórs í seinni hálfleik en heimamönnum tókst að landa sigri. "Við vorum með 19 stiga forystu í seinni hálfleik í fyrsta heimaleiknum á móti Njarðvik en svo höfðum við ekki punginn til þess að klára þann leik. Það var farið að læðast að mér þegar við skoruðum ekki körfu utan af velli í níu mínútur að þetta væri að fara að gerast aftur. Við þurftum bara þessa einu körfu til þess að brjóta ísinn og þá vorum við komnir í gang aftur. Hún kom og við skoruðum slatta eftir það," sagði Benedikt. "Ég hefði ekki hálfur verið að nenna einni framlengingunni í viðbót. Það hefði verið of mikið að fara í þriðju framlenginguna á einni viku," sagði Benedikt. "Ég er ekki búinn að vera ánægður með lokin á undirbúningstímabilinu og fyrstu leikina en mér fannst vera meiri töggur í mínu liði í kvöld en það hefur sýnt mér í fyrstu tveimur leikjunum. Ég tel þetta vera á réttri leið en við eigum slatta í land ennþá," sagði Benedikt. Gamla góða vörnin sem Þórsliðið fór svo langt á í fyrra sást í kvöld. "Maður sá hana loksins í kvöld. Það hefur verið erfitt að koma nýjum mönnum inn í það sem við viljum gera og það tókst aðeins í kvöld. Við erum samt enn að fá þá til þess að gera þessa liðshluti sem við krefjumst frá hverjum og einum," sagði Benedikt. Jóhann Árni: Næstum því aðrar reglur í Þorlákshöfn en annars staðarJóhann Árni Ólafsson var einn besti leikmaðuir Grindavíkur í kvöld en 17 stigum hans voru ekki nóg til að landa sigri á erfiðum útivelli í Þorlákshöfn. "Við misstum þá frá okkur í byrjun, náum þeim reyndar aftur fljótlega í öðrum leikhluta en misstum þá síðan aftur frá okkur og erum að elta þá allan tímann eftir það. Þeir voru alltaf þessum tíu stigum á undan okkur og við náðum aldrei að brúa það bil," sagði Jóhann Árni eftir leik. Það var eins og Grindvíkingar lentu á vegg í seinni hálfleik þegar þeir voru búnir að jafna en nýttu ekki nokkur færi til þess að komast yfir. "Við erum ekki mikið að pæla í því í leiknum því við erum bara reyna að skora í hverri sókn og stoppa í hverri vörn. Þetta hafðist ekki í dag," sagði Jóhann. "Þú þarft bara að eiga hörkuleik til þess að vinna nær öll lið í þessari deild og Þór er alvörulið. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá tapar þú bara í þessari deild. Við vorum ekki að spila okkar besta leik í kvöld þannig að þetta var bara verðskuldað tap," sagði Jóhann. "Þeir spila rosalega stíft hérna og næstum því aðrar reglur sem eru spilaðar hér heldur en annars staðar. Það er bara "playoffs"-bolti í hvert skipti sem maður kemur í Þorlákshöfn. Við vorum að láta þá ýta okkur út úr hlutunum til þess að byrja með sem við ætluðum alls ekki að gera. Við lentum í því og enduðum fyrir vikið alltaf á eftir í þessum leik," sagði Jóhann. Samuel Zeglinski fann sig ekki í kvöld og fyrirliðinn Þorleifur Ólafsson var ekki með liðinu í leiknum. Það hafði sín áhrif. "Þór er þekkt fyrir vörnina sína og þeir voru að spila alvöru vörn á Samuel. Við vorum líka án Lalla (Þorleifur Ólafsson) í kvöld sem er einn af bestu leikmönnunum í þessari deild og það munaði heldur betur um hann. Við hinir þurfum þá bara að stíga fram en við gerðum það ekki nógu vel í dag," sagði Jóhann Árni. Guðmundur: Ég vissi ekki að litli kaninn okkar væri svona góður varnarmaðurGuðmundur Jónsson og félagar í Þór tókst að hefna fyrir tapið á móti Grindavík í lokaúrslitunum í vor með því að vera fyrsta liðið til þess að vinna Íslandsmeistarana í Dominos-deildinni í vetur. Guðmundur skoraði 15 stig og átti góðan leik. "Við vorum ekkert búnir að gleyma því þegar þeir unnu titilinn heima hjá okkur. Það peppaði okkur upp og loksins small vörnin hjá okkur því við vorum að bíða eftir því. Þegar vörnin okkar smellur þá eiga flest lið í erfiðleikum með okkur," sagði Guðmundur. Benjamin Curtis Smith spilaði góða vörn á stigahæsta leikmann deildarinnar, Samuel Zeglinski, og hélt honum í níu stigum. "Hann er þvílík byssa og það er efitt að stoppa hann. Litli kaninn okkar stóð sig þvílíkt vel á honum og ég vissi ekki fyrir þennan leik að hann væri svona góður varnarmaður. Hann kom mér á óvart í kvöld og náði að halda honum vel niðri," sagði Guðmundur. "Þeir áttu góðan sprett í seinni hálfleik en við sýndum góðan karakter með því að halda áfram. Það er ekkert auðvelt að vera yfir allan leikinn og missa forystuna síðan frá sér. Það er auðvelt að brotna við það en við stóðum fastir á okkar og kláruðum þetta," sagði Guðmundur. "Þetta er gott fyrir sjálfstraustið í hópnum að ná að spila svona vörn og fá svona góðan sigur. Fyrstu tveir leikirnir eru búnir að vera upp og niður hjá okkur og þetta er búið að vera erfitt í byrjun en þetta var flottur sigur," sagði Guðmundur. Textalýsingin frá leiknumLeikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi og það má sjá hana hér fyrir neðan.Leik lokið, 92-83: Þórsarar voru skrefinu á undan í allt kvöld og urðu fyrstir til að vinna Íslandsmeistara Grindavíkur í vetur. Robert Diggs og Benjamin Curtis Smith voru frábærir í kvöld.40. mínúta, 89-81: Aaron Broussard og Samuel Zeglinski eru mikið að hnoðast og fá ekkert fyrir sinn snúð hjá dómurunum. Robert Diggs nær öllum fráköstum og Benjamin Curtis Smith kemur þessu síðan í átta stig með enn einni hraðaupphlaupskörfunni. Smith er með 23 stig og 9 stoðsendingar í kvöld en Diggs er með 25 stig og 16 fráköst.39. mínúta, 85-79: Grétar Erlendsson er allt í öllu hjá Þórsliðinu þessa stundina og nú skoraði hann laglega hraðaupphlaupskörfu og kom Þór aftur sex stigum yfir. Grindvíkingar eru áfram ekki að hitta vel og skora flest sín stig af vítalínunni.38. mínúta, 83-77: Guðmundur Jónsson setur niður mikilvægan þrist og kemur þessu í sex stig. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tekur leikhlé.37. mínúta, 80-75: Grétar Erlendsson setur niður og munurinn er aftur fimm stig. Grindvíkingar eru aftur að gefa aðeins eftir.36. mínúta, 76-74: Aaron Broussard kemst á vítalínuna eftir sóknarfrákst og jafnar metin en Darri Hilmarsson kemur Þór aftur yfir í næstu sókn.36. mínúta, 73-72: Grindvíkingum hefur ekki tekist að komast yfir þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir en það er nokkur taugaveiklun í leikmönnum beggja liða þessar mínúturnar.35. mínúta, 73-72: Sigurður Gunnar Þorsteinsson setur niður stökkskot og minnkar muninn í eitt stig. Það gengur lítið upp hjá Þórsurum þessa stundina.34. mínúta, 73-70: Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, tekur leikhlé og reynir að slá á stemmninguna í Grindavíkurliðinu.33. mínúta, 71-68: Davíð Ingi Bustion skorar annan þrist og nú munar aðeins þremur stigum á liðunum. Davíð er að koma Grindavíkurliðinu inn í leikinn og nú verður mikil spenna í lokin.31. mínúta, 71-65: Grindvíkingurinn Davíð Ingi Bustion setur niður þrist og munurinn er kominn niður í sex stig. Robert Diggs hvílir sig á bekknum fyrir lokaátökin.Þriðji leikhluti búinn, 71-62: Aaron Broussard skorar lokakörfu leikhlutans og er kominn með 23 stig. Hann var með 12 þeirra í þriðja leikhlutanum. Munurinn er enn níu stig og Grindvíkingar hanga í heimamönnum en er ekki að takast koma sér almennilega inn í leikinn.29. mínúta, 65-58: Grindvíkingar eru búnir að skora 9 stig í röð og munurinn er kominn niður í sjö stig. Darrel Flake er ekki að nýta færin sín undir körfunni.27. mínúta, 65-49: Robert Diggs er illviðráðanlegur undir körfunni og er kominn með 21 stig og 9 fráköst fyrir Þórsliðið í kvöld. Benjamin Curtis Smith minnir á sig með enn einum þristunum er líka búinn að skora 21 stig.26. mínúta, 58-49: Liðin eru að skiptast á að skora þessar mínúturnar en troðsla frá Aaron Broussard gæti kveikt í gestunum úr Grindavík.24. mínúta, 55-45: Samuel Zeglinski minnir á sig með fimm stigum á stuttum tíma og munurinn er aftur átta sitg. Robert Diggs er fljótur að koma þessu í tíu stigin á nýjan leik en kappinn er í stuði í kvöld.22. mínúta, 51-36: Guðmundur Jónsson labbar í gegnum Grindavíkurvörnina og kemur Þór 15 stigum yfir.21. mínúta, 47-34: Þórsarinn Robert Diggs byrjar hálfleikinn á því að stela boltanum og troða með tilþrifum í hraðaupphlaupi. Hann skorar síðan laglega körfu í næstu sókn og fær víti að auki sem hann setur niður. Diggs er kominn með 15 stig og Þór er komið 13 stigum yfir.Tölur í hálfleik: Það er mikill munur á hittni úr þriggja stiga skotum í kvöld (Þór 6/12, Grindavík 2/9) en Grindvíkingar eru að vinna fráköstin 25-20 og hafa tekið sex fleiri sóknarfráköst. Liðin er bæði búin að tapa 9 boltum og það voru bara samtals 9 víti í fyrri hálfleiknum (Þór 4/4, Grindavík 4/5).Hálfleikur, 42-34: Hinn ungi Emil Karel Einarsson endar hálfleikinn með laglegum þristi en Benjamin Curtis Smith var nærri því búinn að klúðra sókninni í leit sinni að eigin skoti. Þórsarar hafa verið skrefinu á undan í kvöld og eins og sést á tölunum eru Þórsarar ekki að gefa neitt í varnarleiknum. Benjamin Curtis Smith er með 16 stig og 4 stoðsendingar hjá Þór og Robert Diggs er með 10 stig og 6 fráköst. Aaron Broussard er stigahæstur hjá Grindavík með 11 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur skorað 7 stig. Ómar Sævarsson er kominn með 9 fráköst. Samuel Zeglinski, stjarna Grindavíkur í síðustu leikjum, hefur aðeins hitt úr 1 af 6 skotum sínum en er búinn að gefa 4 stoðsendingar.19. mínúta, 39-31: Darrell Flake hefur farið á kostum síðustu mínútur í öllu öðru en að skora en komst síðan á blað með laglegum þristi. Þórsliðið stóð af sér sprett Grindvíkinga og munurinn er aftur orðinn átta stig.18. mínúta, 34-29: Darrell Flake með tilþrif á báðum endum vallarins (stolna bolta, stoðsendingu og varið skot) og Benjamin Curtis Smith er kominn með 14 stig en farinn að reyna fullmikið sjálfur.17. mínúta, 32-29: Sóknarleikurinn er farinn að ganga mun betur hjá gestunum og Björn Steinar Brynjólfsson hefur átt góða innkomu. Þristur hjá Jóhanni Árna Ólafssyni og karfa frá Ómari Sævarssyni koma muninum niður í þrjú stig. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, tekur leikhlé.15. mínúta, 32-24: Aaron Broussard hjá Grindavík og Benjamin Curtis Smith hjá Þór skiptast á að skora en sá síðarnefndi er búinn að hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.14. mínúta, 29-22: Aaron Broussard er að vakna hjá Grindavík og skorar tvær flottar körfur í röð. Björn Steinar Brynjólfsson skellir síðan niður þristi í hraðaupphlaupi og minnkar munrinn í sjö stig.13. mínúta, 29-14: Benjamin Curtis Smith kemur Þór fimmtán stigum yfir með sínum þriðja þristi í leiknum. Hann er eldsnöggur og þrælhittinn.13. mínúta, 26-12: Enn eitt stoppið hjá Þór og Darri Hilmarsson skorar úr hraðaupphlaupi eftir langa sendingu frá Benjamin Curtis Smith. Sverrir Þór Sverrisson tekur leikhlé og fer yfir sóknarleikinn. Boltinn þarf að ganga miklu meira hjá Grindavíkurliðinu.12. mínúta, 24-12: Grétar Erlendsson með góða körfu af stuttu færi og munurinn er allt í einu orðinn tólf stig. Grindvíkingar eru í vandræðum og komast lítið áleiðis á móti góðri vörn Þórsara.Fyrsti leikhluti búinn, 20-12: Þórsarar eru í góðum málum og að spila flotta vörn. Grindvíkingar halda sér á floti með sóknarfráköstunum en hittnin er afleit. Robert Diggs skoraði lokakörfu leikhlutans og er kominn með 8 stig og 4 fráköst.9. mínúta, 18-12: Annar þristur hjá Benjamin Curtis Smith en Sigurður Gunnar Þorsteinsson svarar aftur með góðri körfu. Guðmundur Jónsson er grimmur þessa stundina og sækir tvö víti sem hann setur niður og kemur Þór sex stigum yfir.8. mínúta, 13-10: Guðmundur Jónsson tekur af skarið og skorar fyrir Þór en Sigurður Gunnar Þorsteinsson svarar með flottri troðslu. Það eru flott tilþrif hér í fyrsta leikhlutanum.6. mínúta, 11-4: Robert Diggs treður með tilþrifum og kveikir í stúkunni. Sóknarleikur Grindavíkur er svolítið vandræðalegur í upphafi leiks.4. mínúta, 9-4: Grindvíkingar hitta ekki vel í byrjun en eru duglegir í sóknarfráköstunum. Benjamin Curtis Smith skorar flottan þrist og kemur Þórsliðinu fimm stigum yfir.3. mínúta, 6-2: Robert Diggs skorar tvær körfur í röð og Þórsliðið hefur tekið frumkvæðið í upphafi. Heimamenn eru að spila góða vörn í byrjun leiks.1. mínúta, 2-0: Þórsarar byrja með boltann og Darri Hilmarsson skorar fyrstu körfu leiksins eftir flotta sendingu frá Darrell Flake.- Leikurinn er byrjaður -Fyrir leik: Robert Diggs, Benjamin Curtis Smith, Guðmundur Jónsson, Darrell Flake og Darri Hilmarsson byrja hjá Þór í kvöld. Jóhann Árni Ólafsson, Ómar Örn Sævarsson, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski og Sigurður Gunnar Þorsteinsson byrja hjá Grindavík.Fyrir leik: Áhorfendur eru farnir að streyma inn í salinn og spennan er að magnast enda stutt í leik. Sporttv-menn eru mættir til Þorlákshafnar og þeir ætla að vera með leikinn í beinni á síðu sinni í kvöld.Fyrir leik: Það er mikil reynsla í dómaratríói kvöldsins því Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson munu flauta í kvöld. Þetta eru þrír af reynslumestu dómurum landsins.Fyrir leik: Liðin eru áð fullu að hita upp en það mættu þó vera fleiri áhorfendur í húsinu. Fyrir fimm mánuðum var allt troðið i þessu húsi á leik sömu liða og vonandi verður einnig flott stemmning í kvöld.Fyrir leik: Svo gæti farið að liðin í átta efstu sætum Dominos-deildarinnar verði öll með fjögur stig eftir leiki kvöldsins (Tveir sigrar og eitt tap). Það verður raunin ef Þór vinnur Grindavík og KFÍ sækir tvö stig á Krókinn.Fyrir leik: Báðir deildarleikir Þórsara í vetur hafa endað í framlengingu. Þór tapaði fyrst 82-84 á heimavelli á móti Njarðvík en vann síðan ÍR 95-92 á útivelli.Fyrir leik: Þórsarar hafa nú tapað þremur heimaleikjum í röð, báðum leikjunum á móti Grindavík í lokaúrslitunum í vor og svo fyrsta heimaleiknum á þessu tímabili sem var á móti Njarðvík.Fyrir leik: Grindvíkingar eiga góðar minningar frá Icelandic Glacial höllinni frá því í fyrra en þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í húsinu 2. maí síðastliðinn.Fyrir leik: Grindavíkurliðið hefur unnið tvo sannfærandi sigri í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar, fyrst 15 stiga útisigur á Keflavík og svo 8 stiga heimasigur á Snæfelli.Fyrir leik: Þórsarar verða að stoppa leikstjórnandann Samuel Zeglinski í kvöld en hann er með 29,5 stig og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum þar sem hann hefur hitt úr 12 af 21 þriggja stiga skoti sínu (57 prósent).Fyrir leik: Sex leikmenn Þórsara hafa skorað meira en 20 stig í fyrstu tveimur leikjunum eða meira en tíu stig að meðaltali í leik. Þetta eru þeir: Benjamin Curtis Smith (25.0), Darrell Flake (12,5), Robert Diggs (12,0), Darri Hilmarsson (11,0), Grétar Ingi Erlendsson (11,0) og Guðmundur Jónsson (10,5)Fyrir leik: Grindvíkingar hafa hitt úr 47,2 prósent þriggja stiga skota sinna í fyrstu tveimur umferðunum sem er besta nýtingin í deildinni. Grindavíkurliðið er með 25 prósent betri þriggja stiga nýtingu Þórsarar (10. sæti - 22,5 prósent).
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum