Það þarf líklega enga sérfræðinga til að átta sig á því að Emme Maribel, dóttir Jennifer Lopez stefnir í að verða svolítil díva eins og mamma. Kannski ekki nema von þar sem hún er nú þegar búin að stíga sín fyrstu skref í tískubransanum með því að landa verkefni hjá Gucci.
Sáust þær mæðgur saman á fremsta bekk á Chanel vor/sumar tískusýningunni á tískuvikunni í París í gær og tóku sig heldur betur vel út eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.