Leikkonurnar Emma Stone, Dianna Agron, Amanda Seyfried og Chloe Sevigny stálu senunni þegar Miu Miu kynnti vor- og sumarlínuna á tískuvikunni í París í gær.
Píurnar fjórar voru allar óaðfinnanlegar til fara og mætti halda að þær ættu frekar heima á tískupöllunum en í áhorfendaskaranum.
Stelpurnar fá líka plús í kladdann fyrir að vera óhræddar við að leika sér með liti. Vel gert!
Alveg með'etta í París
