Grindvíkingar meistarar meistaranna annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2012 21:20 Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Aaron Broussard átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 36 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig. Darrel Keith Lewis skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Valur Valsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu báðir 15 stig. Grindvíkingar sem voru á heimavelli eins og venjan er með Íslandsmeistarana, voru að vinna Meistarakeppni KKÍ í fjórða sinn en þeir unnu hana einnig 1996, 1998 og 2011. Njarðvíkingar hefur unnið þessa keppni oftast eða sjö sinnum. Grindvíkingar, með þá Aaron Broussard og Sigurð Gunnar Þorsteinsson í fararbroddi, komust í 13-2 eftir rúmar fjórar mínútur en það tók Keflvíkinga aðeins rúmar þrjár mínútur að snúa leiknum við og komast yfir í 18-16. Grindvíkingar bættu þá aftur í og voru 26-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík var komið í 28-23 í upphafi annarsleikhluta en skoraði síðan bara tvö stig á rúmum fjórum mínútum og á meðan náði Keflavík að komast yfir í 31-30. Grindvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 42-41, eftir að Keflvíkingurinn Hafliði Már Brynjarsson endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu. Sigurð Gunnar Þorsteinsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og Aaron Broussard var með 12 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Darrel Keith Lewis var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Keflavík. Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik vel og var komið níu stigum yfir, 54-45, eftir fjórar mínútur. Grindavík var síðan með 14 stiga forskot, 70-56, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 28-15. Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í lokaleikhlutanum en Grindvíkingar héldu út og lönduðu fyrsta titli vetrarins.Grindavík-Keflavík 92-83 (26-23, 16-18, 28-15, 22-27)Stig Grindavíkur : Aaron Broussard 36/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/7 fráköst/4 varin skot, Samuel Zeglinski 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann Vilbergsson 4, Jón Axel Guðmundsson 2.Stig Keflavíkur: Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15, Valur Orri Valsson 15/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 14, Snorri Hrafnkelsson 10, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Aaron Broussard átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 36 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig. Darrel Keith Lewis skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Valur Valsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu báðir 15 stig. Grindvíkingar sem voru á heimavelli eins og venjan er með Íslandsmeistarana, voru að vinna Meistarakeppni KKÍ í fjórða sinn en þeir unnu hana einnig 1996, 1998 og 2011. Njarðvíkingar hefur unnið þessa keppni oftast eða sjö sinnum. Grindvíkingar, með þá Aaron Broussard og Sigurð Gunnar Þorsteinsson í fararbroddi, komust í 13-2 eftir rúmar fjórar mínútur en það tók Keflvíkinga aðeins rúmar þrjár mínútur að snúa leiknum við og komast yfir í 18-16. Grindvíkingar bættu þá aftur í og voru 26-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík var komið í 28-23 í upphafi annarsleikhluta en skoraði síðan bara tvö stig á rúmum fjórum mínútum og á meðan náði Keflavík að komast yfir í 31-30. Grindvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 42-41, eftir að Keflvíkingurinn Hafliði Már Brynjarsson endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu. Sigurð Gunnar Þorsteinsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og Aaron Broussard var með 12 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Darrel Keith Lewis var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Keflavík. Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik vel og var komið níu stigum yfir, 54-45, eftir fjórar mínútur. Grindavík var síðan með 14 stiga forskot, 70-56, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 28-15. Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í lokaleikhlutanum en Grindvíkingar héldu út og lönduðu fyrsta titli vetrarins.Grindavík-Keflavík 92-83 (26-23, 16-18, 28-15, 22-27)Stig Grindavíkur : Aaron Broussard 36/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/7 fráköst/4 varin skot, Samuel Zeglinski 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann Vilbergsson 4, Jón Axel Guðmundsson 2.Stig Keflavíkur: Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15, Valur Orri Valsson 15/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 14, Snorri Hrafnkelsson 10, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira