Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 80-95 Elvar Geir Magnússon í Toyota-sláturhúsinu skrifar 8. október 2012 16:47 Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Grindavíkur reyndust of stór biti fyrir granna sína í Keflavík í kvöld þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Fimmtán stiga sigur gestana staðreynd. Liðin áttust við í Meistarakeppninni í síðustu viku og rétt eins og þá voru það Grindvíkingarnir sem fögnuðu í leikslok. Leikurinn í kvöld var að mörgu leyti líkur þeim leik. Keflvíkingar frumsýndu nýjan bandarískan leikmann, Michael Graion. Hann á eftir að komast betur inn í hlutina en endaði sem stigahæsti leikmaður liðsins í kvöld. Grindvíkingar voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleiknum en heimamenn aldrei langt undan. Í þriðja leikhluta byrjaði að skilja á milli og Grindvíkingar sigldu þessu á endanum örugglega í höfn. Skemmtanagildi leiksins var ekki mjög hátt og menn í báðum liðum töluðu um að þeirra lið hefði verið talsvert frá sínu besta. Það er kannski eðlilegt þegar um fyrstu umferð er að ræða.Sigurður Ingimundarson: Allt aðrir hlutir en við gerum á æfingum "Þeir voru miklu grimmari en við í seinni hálfleik. Við vorum kraftlausir og þetta var bara lélegt hjá okkur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við höfum sjaldan verið eins lítið tilbúnir þegar mótið er að byrja eins og núna. Það á ýmislegt eftir að gerast hjá okkur. Við gátum ekki neitt og fundum engan takt í sókninni. Það var kannski viðbúið því ég hef ekki náð að æfa með þetta lið eins og það er núna. Við eigum að geta spilað betri vörn." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hvort liðið ætli ekki að gera hlutina eins og eigi að gera þá. "Við erum að gera allt aðra hluti en við erum að gera á æfingum. Við eigum helling inni."Sigurður Þorsteinsson: Getum miklu betur "Við fórum að stíga út, þeir fengu of mikið af sóknarfráköstum. Þá bara kom þetta," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, þegar hann var spurður að því hvað hefði gert það að verkum að liðið stakk af í seinni hálfleik. "Það er stígandi hjá okkur en við getum samt miklu betur." Sigurður segir að það hafi ekki truflað undirbúning Grindavíkur að Keflavík bætti við sig erlendum leikmanni rétt fyrir leikinn. "Við vissum ekki hvað við værum að fara að glíma við rétt eins og hann var sjálfur ekki með hlutina á hreinu. Hann er ekki kominn alveg inn í kerfin og svona og því kannski ekki hægt að dæma Keflavík á þessum leik.Keflavík-Grindavík 80-95 (16-20, 24-22, 20-28, 20-25) Keflavík: Michael Graion 19/10 fráköst, Valur Orri Valsson 17, Almar Stefán Guðbrandsson 14/7 fráköst/4 varin skot, Kevin Giltner 10, Darrel Keith Lewis 8, Snorri Hrafnkelsson 6/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6. Grindavík: Aaron Broussard 23/7 fráköst, Samuel Zeglinski 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 9/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7, Jón Axel Guðmundsson 4, Þorleifur Ólafsson 4.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kr. Hreiðarsson Leikurinn var í beinni textalýsingu:Leik lokið: Keflavík 80 - 95 GrindavíkKeflavík byrjaði að gefa eftir í lok 3. leikhlutans og Grindvíkingar reyndust einfaldlega betra liðið. Michael Graion var stigahæstur hjá Keflavík með 19 stig en Aaron Broussard skoraði 23 stig fyrir Grindavík.4. leikhluti: Kefl 70-87 Grind: 3 og hálf mínúta eftir og Grindavík að sigla þessu þægilega í höfn.4. leikhluti: Kefl 64-79 Grind: Sex mínútur eftir og Grindvíkingar virðast ætla að vera öflugri á lokasprettinum.3. leikhluta lokið: Kefl 60-70 Grind: Grindvíkingar með tíu stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann. Almar Guðbrandsson með tólf stig fyrir heimamenn en Aaron Broussard og Samuel Zeglinski eru með 17 stig hvor fyrir gestina.3. leikhluti: Kefl 54-64 Grind: Harkan í leiknum hefur aukist. Grindvíkingar átt góðan kafla.3. leikhluti: Kefl 52-54 Grind: Spennan heldur áfram en Grindavík er hænuskrefi á undan.Stigaskor í fyrri hálfleik:Almar Guðbrandsson er með 10 stig og 4 fráköst fyrir Keflavík. Valur Orri hefur einnig skorað 10 og Kevin Giltner er með 6. Hjá Grindavík er Sigurður Þorsteinsson með 10 stig og 6 fráköst. Ómar Örn Sævarsson hefur skorað 8 (4 fráköst) og Samuel Zeglinski 7 stig.Hálfleikur - Kefl 40-42 Grind: Það er kominn hálfleikur í sláturhúsinu. Hinn ungi Valur Orri Valsson átti góða rispu í lok hálfleiksins og er kominn með tíu stig samtals.2. leikhluti - Kefl 27-30 Grind: Kevin Giltner kominn með sex stig fyrir Keflavík. Michael Craion leikur sinn fyrsta leik með Keflavík í kvöld. Michael er 196 sm kraftframherji og vegur um 100 kíló. Fyrir hjá Keflavík er Giltner sem lék með liðinu þegar það tapaði með níu stiga mun fyrir Grindavík í Meistarakeppninni í síðustu viku.1. leikhluta lokið - Kefl 16-20 Grind: Gestirnir leiða með fjórum stigum.Snorri Hrafnkelsson með fjögur stig fyrir Keflavík en Jóhann Árni Ólafsson fimm fyrir Grindavík og Samuel Zeglinski fjögur.1. leikhluti - Kefl 7-11 Grind: Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson er á bekknum hjá Keflavík, þó ekki sem leikmaður heldur er hann að vinna að fylgjast með Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur, að störfum. Skólaverkefni.1. leikhluti: Það er ágætlega mætt hérna í Toyota sláturhúsið þó kofinn sé ekki fullur. Áhorfendur láta þó lítið í sér heyra í þessum grannaslag. Grindavík með fyrstu fjögur stig leiksins.19:15 Leikurinn er hafinn. Það er netlaust hérna í Keflavík en með hjálp netpungs er ég orðinn tengdur. Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur reyndust of stór biti fyrir granna sína í Keflavík í kvöld þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Fimmtán stiga sigur gestana staðreynd. Liðin áttust við í Meistarakeppninni í síðustu viku og rétt eins og þá voru það Grindvíkingarnir sem fögnuðu í leikslok. Leikurinn í kvöld var að mörgu leyti líkur þeim leik. Keflvíkingar frumsýndu nýjan bandarískan leikmann, Michael Graion. Hann á eftir að komast betur inn í hlutina en endaði sem stigahæsti leikmaður liðsins í kvöld. Grindvíkingar voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleiknum en heimamenn aldrei langt undan. Í þriðja leikhluta byrjaði að skilja á milli og Grindvíkingar sigldu þessu á endanum örugglega í höfn. Skemmtanagildi leiksins var ekki mjög hátt og menn í báðum liðum töluðu um að þeirra lið hefði verið talsvert frá sínu besta. Það er kannski eðlilegt þegar um fyrstu umferð er að ræða.Sigurður Ingimundarson: Allt aðrir hlutir en við gerum á æfingum "Þeir voru miklu grimmari en við í seinni hálfleik. Við vorum kraftlausir og þetta var bara lélegt hjá okkur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við höfum sjaldan verið eins lítið tilbúnir þegar mótið er að byrja eins og núna. Það á ýmislegt eftir að gerast hjá okkur. Við gátum ekki neitt og fundum engan takt í sókninni. Það var kannski viðbúið því ég hef ekki náð að æfa með þetta lið eins og það er núna. Við eigum að geta spilað betri vörn." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hvort liðið ætli ekki að gera hlutina eins og eigi að gera þá. "Við erum að gera allt aðra hluti en við erum að gera á æfingum. Við eigum helling inni."Sigurður Þorsteinsson: Getum miklu betur "Við fórum að stíga út, þeir fengu of mikið af sóknarfráköstum. Þá bara kom þetta," sagði Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, þegar hann var spurður að því hvað hefði gert það að verkum að liðið stakk af í seinni hálfleik. "Það er stígandi hjá okkur en við getum samt miklu betur." Sigurður segir að það hafi ekki truflað undirbúning Grindavíkur að Keflavík bætti við sig erlendum leikmanni rétt fyrir leikinn. "Við vissum ekki hvað við værum að fara að glíma við rétt eins og hann var sjálfur ekki með hlutina á hreinu. Hann er ekki kominn alveg inn í kerfin og svona og því kannski ekki hægt að dæma Keflavík á þessum leik.Keflavík-Grindavík 80-95 (16-20, 24-22, 20-28, 20-25) Keflavík: Michael Graion 19/10 fráköst, Valur Orri Valsson 17, Almar Stefán Guðbrandsson 14/7 fráköst/4 varin skot, Kevin Giltner 10, Darrel Keith Lewis 8, Snorri Hrafnkelsson 6/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6. Grindavík: Aaron Broussard 23/7 fráköst, Samuel Zeglinski 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 9/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 8/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7, Jón Axel Guðmundsson 4, Þorleifur Ólafsson 4.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kr. Hreiðarsson Leikurinn var í beinni textalýsingu:Leik lokið: Keflavík 80 - 95 GrindavíkKeflavík byrjaði að gefa eftir í lok 3. leikhlutans og Grindvíkingar reyndust einfaldlega betra liðið. Michael Graion var stigahæstur hjá Keflavík með 19 stig en Aaron Broussard skoraði 23 stig fyrir Grindavík.4. leikhluti: Kefl 70-87 Grind: 3 og hálf mínúta eftir og Grindavík að sigla þessu þægilega í höfn.4. leikhluti: Kefl 64-79 Grind: Sex mínútur eftir og Grindvíkingar virðast ætla að vera öflugri á lokasprettinum.3. leikhluta lokið: Kefl 60-70 Grind: Grindvíkingar með tíu stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann. Almar Guðbrandsson með tólf stig fyrir heimamenn en Aaron Broussard og Samuel Zeglinski eru með 17 stig hvor fyrir gestina.3. leikhluti: Kefl 54-64 Grind: Harkan í leiknum hefur aukist. Grindvíkingar átt góðan kafla.3. leikhluti: Kefl 52-54 Grind: Spennan heldur áfram en Grindavík er hænuskrefi á undan.Stigaskor í fyrri hálfleik:Almar Guðbrandsson er með 10 stig og 4 fráköst fyrir Keflavík. Valur Orri hefur einnig skorað 10 og Kevin Giltner er með 6. Hjá Grindavík er Sigurður Þorsteinsson með 10 stig og 6 fráköst. Ómar Örn Sævarsson hefur skorað 8 (4 fráköst) og Samuel Zeglinski 7 stig.Hálfleikur - Kefl 40-42 Grind: Það er kominn hálfleikur í sláturhúsinu. Hinn ungi Valur Orri Valsson átti góða rispu í lok hálfleiksins og er kominn með tíu stig samtals.2. leikhluti - Kefl 27-30 Grind: Kevin Giltner kominn með sex stig fyrir Keflavík. Michael Craion leikur sinn fyrsta leik með Keflavík í kvöld. Michael er 196 sm kraftframherji og vegur um 100 kíló. Fyrir hjá Keflavík er Giltner sem lék með liðinu þegar það tapaði með níu stiga mun fyrir Grindavík í Meistarakeppninni í síðustu viku.1. leikhluta lokið - Kefl 16-20 Grind: Gestirnir leiða með fjórum stigum.Snorri Hrafnkelsson með fjögur stig fyrir Keflavík en Jóhann Árni Ólafsson fimm fyrir Grindavík og Samuel Zeglinski fjögur.1. leikhluti - Kefl 7-11 Grind: Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson er á bekknum hjá Keflavík, þó ekki sem leikmaður heldur er hann að vinna að fylgjast með Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur, að störfum. Skólaverkefni.1. leikhluti: Það er ágætlega mætt hérna í Toyota sláturhúsið þó kofinn sé ekki fullur. Áhorfendur láta þó lítið í sér heyra í þessum grannaslag. Grindavík með fyrstu fjögur stig leiksins.19:15 Leikurinn er hafinn. Það er netlaust hérna í Keflavík en með hjálp netpungs er ég orðinn tengdur.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum